Borgarráð - Fundur nr. 5349

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 12. febrúar, var haldinn 5349. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Pétur Krogh Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 6. febrúar 2015. R15010029

2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 5. febrúar 2015. R15010032

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. febrúar 2015. R15010023

4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16., 23. og 30. janúar 2015. R15010027

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. febrúar 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

- Kl. 9.08 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R15020006

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 14 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R15020003

8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk að fjárhæð kr. 400.000.- til útgáfu Breiðholtsblaðsins. 

Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk að fjárhæð kr. 400.000.- til útgáfu Vesturbæjarblaðsins.

Samþykkt að veita Yrkjusjóðnum styrk að fjárhæð kr. 150.000.- til úthlutunar trjáplantna til grunnskólabarna.

Samþykkt að veita Guðna Elíssyni styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.- vegna ráðstefnunnar Earth101. 

Samþykkt að veita Stúlknakór Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 250.000.- til kórastarfs.

Öðrum styrkumsóknum er hafnað. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar í borgarráði þann 19. júní sl. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr einnig hjá við afgreiðsluna.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. febrúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. febrúar sl. á umsögn sviðsins, dags. 9. febrúar 2015, um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026. R11070023

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. febrúar 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út smíði og frágang á 12 nýjum færanlegum kennslustofum. R15020010

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2015, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út jarðvinnu og afmörkun vinnusvæðis með girðingu fyrir viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. R12030102

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Sem fyrr gera borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemdir við forgangsröðun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vegna verklegra framkvæmda í borginni. Nær hefði verið að forgangsraða umræddu framkvæmdafé í þágu lögbundinnar grunnþjónustu í hverfum borgarinnar, t.d. vegna viðbyggingar við Breiðholtsskóla eða Vesturbæjarskóla og sundlaugar í Grafarholti-Úlfarsárdal. Framantaldir skólar glíma við mikil þrengsli í starfsemi sinni og nemendur í Grafarholti-Úlfarsárdal sækja nú lögbundið skólasund í Mosfellsbæ.

12. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. febrúar 2015, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 4. febrúar sl. á tillögu um að við innritun nemenda vegna skólaársins 2015-2016 og framvegis skuli gilda sama regla um forgang skólavistar nemenda eftir 7. bekk í Háaleitisskóla/Hvassaleiti og kveðið er á um í reglum Reykjavíkurborgar um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur. Einnig er lögð fram tilaga um eflingu unglingadeildar Háaleitisskóla, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 4. febrúar sl. 

Greinargerðir fylgja tillögunum. R15020084

Samþykkt. 

Auður Árný Stefánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Langvarandi deilur um skólafesti á unglingastigi fyrir nemendur úr Hvassaleitishverfi sýna að sár vegna óvandaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu, sem meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar stóð fyrir í upphafi síðasta kjörtímabils, eru hvergi nærri gróin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla því harðlega að vilji stórs hluta nemenda og foreldra í Hvassaleitishverfi sé hundsaður og forgangur nemenda þaðan í Réttarholtsskóla afnuminn. Gefið hefur verið út að útlit sé fyrir að rými verði fyrir nemendur úr Hvassaleiti í Réttarholtsskóla a.m.k. næstu tvö skólaár og tíminn notaður til að skoða mörk skólahverfa með þetta hverfi í forgangi. Ekki er tryggt að ný skipting í skólahverfi leysi þann ágreining sem nú er uppi og væri því æskilegt að ákvörðun um forgang verði framlengdur ótímabundið.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Meginreglan varðandi skólahverfi í borginni er sú að allir nemendur eigi forgang í einn tiltekin skóla í sínu heimahverfi. Tímabundin undanþága frá þeirri reglu var samþykkt við stofnun sameinaðs Háaleitisskóla árið 2011. Nú er liðinn þriggja ára aðlögunartími og er þá eðlilegt að meginreglan taki við að nýju til að öll börn í borginni hafi sama rétt. Hins vegar geta öll börn sótt um inngöngu í hvaða skóla sem þau kjósa og ber skólanum að taka inn alla nemendur svo fremi sem húsnæði leyfir. Góðu heilli eru allar líkur á því að þeir nemendur úr Háaleitisskóla sem það kjósa geti fengið inngöngu í Réttarholtsskóla næstu misserin. Meirihlutinn telur að málefnaleg rök séu fyrir því að endurskoða reglur um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur og mun í þeirri vinnu setja endurskoðun á hverfamörkum Háaleitisskóla og Réttarholtsskóla í forgang.

13. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. febrúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. febrúar 2015, um tímabundnar breytingar á yfirstjórn velferðarsviðs.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020079

14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. febrúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. febrúar 2015, um úthlutun styrkja og þjónustusamninga til velferðarmála 2015.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R15020085

15. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 10. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um nýtt tölvukerfi hjá Strætó bs. fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar sl. R14120069

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svörin en óska eftir frekari skýringum varðandi spurningu 4 um ráðgjöf við kaup á búnaði, aðlögun og innleiðingu. Ekki var spurt um hvort ráðgjafinn hafi verið aðkeyptur eða ekki heldur hvaðan ráðgjöfin kom. Einhver þarfagreining hlýtur að hafa farið fram eða ráðgjöf yfir höfuð innanhúss eða utan áður en ákveðið er að kaupa þetta erlenda kerfi frá Trapeze? Er umboðsaðili fyrir kerfið á Íslandi? Hefur kerfið verið notað annars staðar í ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk? Þá er óskað eftir frekari svörum varðandi spurningu nr. 7 um rekstrarsparnað. Þar sem spurningum borgarráðsfulltrúa var ekki beint sérstaklega til Strætó heldur frekar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki óeðlilegt þó Strætó geti ekki svarað spurningu um rekstrarsparnað sem á að nást með útboði á ferðaþjónustu fatlaðra. Í svari við spurningu nr. 8 um hvort of mörgu fólki með reynslu hafi verið sagt upp þannig að þekking yfirfærðist ekki er fullyrt að allir starfsmann hafi verið hvattir til að sækja um nýjar stöður. Þessi fullyrðing stangast á við það sem fyrrum starfsmenn sem voru í 50% stöðum hafa sagt sjálfir. Hver er skýringin á því? Þó Strætó sé byggðasamlag er eðlilegt í þessu tilliti að horfa til eftirfarandi ákvæðis í þessu samhengi úr mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. ,,4.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi. 6. Hæfnis- og árangurslaun og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á kjör starfsmanna borgarinnar skulu byggjast á málefnalegum forsendum, óháð fötlun. 4.2.1 Umsækjandi með fötlun skal njóta forgangs í störf hjá borginni sé hann jafnhæfur eða hæfari en aðrir umsækjendur, sbr. 32. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Fatlaðir einstaklingar skulu njóta sömu kjara og ófatlaðir, sbr. 1. grein í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.“

16. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verkaskiptingu kjörinna fulltrúa, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar sl. R15010214

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2015, við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um íbúðir og lánsumsóknir Félagsbústaða, sbr. 41. og 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. nóvember sl. R14110142

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Út frá þessu svari er ljóst að útlánareglur Íbúðalánasjóðs standa ekki í vegi fyrir frekari fjárfestingu Félagsbústaða í íbúðarhúsnæði, þannig að hægt er um vik að kaupa fleiri eignir til að minnka þá biðlista sem eru eftir félagslegu húsnæði í Reykjavíkurborg.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Eins og fram kemur í svarinu þá stóðu reglugerð og hámarksfjárhæðir Íbúðalánasjóðs í vegi fyrir íbúðakaupum Félagsbústaða þar til undir árslok ársins 2014.

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um opinn og frjálsan hugbúnað, sbr. 31. lið borgarráðs frá 15. janúar sl. R15010215

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Miðað við framkomið svar er vandséð hverju yfirlýsing í samstarfssáttamála meirihlutans um áherslu um notkun á opnum og frjálsum hugbúnað eigi að skila fyrir borgarbúa, umfram það sem verið hefur. 

19. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 10. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um samræmd viðmið um samsetningu matar í skólum, sbr. 46. lið í fundargerð borgarráðs frá 8. janúar sl. R15010116

20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 10. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun á verklagsreglum um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. janúar 2015. R14100380

21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 8. febrúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hvaða lögmannsstofur Reykjavíkurborg hefur átt viðskipti við sl. 3 ár, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. janúar sl. R15010211

22. Lagt fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. febrúar 2015:

Óskað er eftir að borgarráð samþykki kaup á landi Faxaflóahafna sf., kt. 530269-7529, í Gufunesi sem nefnt er Gufunes áburðarverksmiðja, auk tveggja lóða við hlið hennar sem heita Eiðsvík lóðir nr. 3 og 4, á grundvelli meðfylgjandi kaupsamninga og yfirlitsmynd, samtals um 221.469 m2 að stærð, eða um 22,14 ha, auk 70 ha lóðar í Geldinganesi á grundvelli meðfylgjandi kaupsamnings. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R14120054

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

23. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um áheyrnarfulltrúa í félaginu Miðborgin okkar, dags. 29. janúar 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2015. R14110196

Samþykkt.

24. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 30. janúar 2015, um heimildir sveitarfélaga til að krefjast endurgjalds fyrir byggingarrétt. R14120092

25. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, dags. 11. desember 2014, um gjaldskrá fyrir aukinn byggingarrétt. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns um tillöguna, dags. 5. febrúar 2015. R14120092

Frestað.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. febrúar 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um heildstæða frítímaþjónustu og atvinnumál fyrir fötluð ungmenni.

Jafnframt lagt fram erindisbréf stýrihópsins og bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. nóvember 2014. R15020070

Frestað.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2015, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Úlfarsbraut 46. R14120172

Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. febrúar 2015, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Haukdælabraut 124-126. R15020035

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili eignasjóði að verja allt að 15 milljónum króna til breytinga á flóttaleiðum og til uppsetningar á vatnsúðakerfi í Tjarnargötu 20. R13100459

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi endurskoðaðar reglur um kaup og sölu fasteigna. R14100110

Frestað.

31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. febrúar 2015:

Lagt er til að borgarráð staðfesti fyrirliggjandi samkomulag um undirbúning, framkvæmdir, áfangaskiptingu og sameiginlega kostnaðarþætti vegna uppbyggingar mannvirkja á Hlíðarendareit, á grundvelli eldri samninga um uppbygginguna. Fyrstu áfangar snúa að lagningu framkvæmdavegs og undirbúnings bygginga á reitum sem eru utan aðflugs NA/SV-brautar Reykjavíkurflugvallar. 

Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 10. febrúar 2015. R14010193

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina greiða atkvæði gegn samþykktinni og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn öllum breytingum er hafa áhrif á Reykjavíkurflugvöll meðan að Rögnunefndin svokallaða er að störfum.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísað til ákvæða í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

32. Kynnt er ákvörðun fjármálaskrifstofu um að falla frá fyrirhuguðu útboði á skuldabréfum Reykjavíkurborgar þann 11. febrúar 2015. R14010255

33. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. nóvember 2014, með ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áfengisfrumvarp, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar þann 18. nóvember 2014. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2014, heilbrigðiseftirlitsins, dags. 30. desember 2014, og velferðarsviðs, dags. 22. janúar 2015. R14110132

Frestað. 

Umsögnum velferðarsviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er vísað til umfjöllunar og umsagnar velferðarráðs.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa sig ósammála umsögn velferðarsviðs um ályktunartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um verslun við áfengi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að frumvarpið snýr að því að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi og um leið er lögð aukin áhersla á forvarnir, fræðslu og meðferðarrúrræði. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að Lýðheilsusjóður fái fimmfalt framlag frá því sem nú er. Samkvæmt World health organisation (WHO) hefur verð helmingi meiri áhrif en aðgengi. Lýðheilsusjóður á að nota þetta aukna framlag í þau verkefni sem WHO segir að sé mikilvægast að sinna. Mikilvægast er að hafa lýðheilsuúrræði handa þeim sem standa höllum fæti gagnvart áfengisneyslu. Síðan árið 1987 hefur vínbúðum á Íslandi fjölgað úr 13 í 49. Opnunartíminn hefur verið lengdur, nafninu breytt úr ÁTVR í Vínbúðin og yfirlýst markmið einokunarverslunar ríkisins með áfengi hefur verið að auka aðgengi að því. Boðið upp á netverslun og fría heimsendingu til þeirra sem búa meira en 25 km frá næstu vínbúð. Þá hefur vínveitingastöðum fjölgað frá 1992 yfir 700%. Þrátt fyrir þetta aukna aðgengi hefur unglingadrykkja dregist verulega saman á Íslandi, svo mikið að það vekur athygli langt út fyrir landsteinana. Því er hvergi haldið fram í frumvarpinu að áfengi sé venjuleg neysluvara. Um hana þurfa að gilda sérstakar og strangar reglur. Hins vegar þarf ekki að vera einokunarsala ríkisins til að selja þessa vöru.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lýsir yfir mikilli ánægju með umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í þessu máli.

34. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Út frá svari skrifstofu þjónustu og reksturs sem lagt hefur verið fram á þessum fundi, er óskað eftir svörum frá meirihluta borgarstjórnar, með hvaða hætti leggja eigi áherslu á opinn og frjálsan hugbúnað á öllum stigum stjórnsýslu og þjónustu, á þessu kjörtímabili, og hverju það á að skila út frá fjárhag og hagkvæmni fyrir borgarbúa, en í svarinu segir sérstaklega: „Það er enda rétt að halda því til haga að opinn og frjáls hugbúnaður er ekki það sama og ókeypis hugbúnaður. Opnum og frjálsum hugbúnaði fylgir kostnaður, s.s. í þjálfun, sérsmíði, viðhaldi og innleiðingu og því er ekki sjálfgefið að síkar lausnir séu hagkvæmari en leyfisskyldar.“ R15010215

35. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Hver ber lagalega, pólitíska og faglega ábyrgð á störfum neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó bs., er það núverandi stjórn Strætó bs. eða stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Er neyðarstjórnin að vinna í umboði og á ábyrgð stjórnar Strætó bs. eða stjórnar SHH? Geta verið tvær stjórnir verið starfandi yfir Strætó bs. á sama tíma, er lagagrundvöllur fyrir skipan neyðarstjórnarinnar, ef svo er hver er lagagrundvöllurinn og hvernig er ábyrgð stjórnarmanna háttað í hvorri stjórn fyrir sig? R14120069

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð felur borgarstjóra að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um mögulega breytingu á skipulagi Laugavegar 162 (Mjólkurstöðvarreitnum) í því skyni að íbúðabyggð eða önnur miðborgarsækin starfsemi verði byggð upp á reitnum en starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands flytjist í annað og hentugra húsnæði fyrir þá starfsemi. R15020112

Frestað.

37. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu: 

Í eigendastefnu Strætó bs. segir að fyrirtækið komi fram af heilindum og trausti og ræki samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Fyrirtækið beri hag samfélagsins fyrir brjósti. Þá segir einnig um ábyrgð stjórnar að hún hafi eftirlit með að skipulag fyrirtæksins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi og í samræmi við stefnu eigenda. Eigendur hafa á síðasta mánuði ítrekað þurft að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnarinnar. Meirihlutanum í Reykjavík ber skylda til að axla ábyrgð og sýna borgarbúum þá virðingu að skipa nýjan stjórnarmann í Strætó bs., aðeins þannig verður hægt að endurbyggja traust á stjórn Strætó og meirihlutanum í borgarstjórn í þessum málaflokki. Núverandi stjórn Strætó bs. ber stjórnunarlega, faglega og pólitíska ábyrgð á verkefnum, verkferlum og aðgerðum í tengslum við þá fjölmörgu ágalla sem í ljós hafa komið við þjónustuveitingu við fatlað fólk. Skipan neyðarstjórnar breytir engu þar um. Ítrekað hefur komið í ljós að þetta verkefni, og önnur verkefni, er ofviða núverandi stjórn og hefur hún misst traust íbúa höfuðborgarsvæðisins og borgarbúa til áframhaldandi verka. Því leggja Framsókn og flugallarvinir fram þá tillögu að meirihlutinn í borgarstjórn hlutist til um að skipta út stjórnarmanni og varamanni sínum í byggðasamlaginu Strætó bs. Jafnframt skorum við á fulltrúa Reykjavíkurborgar í Sambandi sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja fram tillögu á stjórnarfundi SSH um að öll stjórn Strætó bs. verði leyst frá störfum og ný stjórn skipuð, en Reykjavíkurborg er eigandi 60,3% í Strætó bs., skv síðasta ársreikningi og hefur vald samkvæmt því. R15020111

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.50

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir