Borgarráð - Fundur nr. 5347

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 29. janúar, var haldinn 5347. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.01. Viðstödd voru auk borgarstjóra,  S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. janúar 2015. R15010009

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 23. janúar 2015. R15010015

3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. janúar 2015. R15010026

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. janúar 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R15010085

- Kl. 9.05 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

6. Lögð fram umsókn Hressingarskálans ehf. um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfi, dags. 8. janúar sl., umsagnarbeiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. janúar sl., og drög að umsögn borgarráðs þar sem mælt er með því að veitt verði neikvæð umsögn um erindið. R15010036

Umsögn borgarráðs samþykkt.

7. Lögð fram umsókn TG20 ehf. um tækifærisleyfi/tímabundið áfengisleyfi, dags. 8. janúar sl., umsagnarbeiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. janúar sl., og drög að umsögn borgarráðs þar sem mælt er með því að veitt verði jákvæð umsögn um erindið.  R15010036

Umsögn borgarráðs samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu umsagnar borgarráðs um tímabundið áfengisveitingaleyfi á þeim forsendum að við teljum varhugavert fordæmi að veita undanþágur á þeim grundvelli sem framlögð gögn bera með sér.

8. Fram fer kynning á niðurstöðum Reykjavíkurborgar í könnun Capacent Gallup á þjónustu sveitarfélaga og í hverfum 2014. 

Þórhallur Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14090108

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. janúar 2015, á því að hefja mat á umhverfisáhrifum landfyllinga í Elliðavogi. R15010272

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. janúar 2015, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Bleikargróf. R15010270

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. janúar 2015, á kynningar- og umsagnarferli lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Kirkjusands - miðsvæði M6b. R15010271

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. janúar 2015, á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, ásamt fylgigögnum. R13060030

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2015, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 28. janúar 2015, á forsögn fyrir samkeppnislýsingu, dags. í janúar 2015, vegna hugmyndasamkeppni um lóðina Efstaleiti 1. R14050095

Samþykkt.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. janúar 2015:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um ráðstöfun byggingarréttar á lóð Ríkisútvarpsins. R14050095

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja samkomulagið en vekja athygli á tvennu, annars vegar a) þörf á þinglýsingu kvaðar út frá síðustu málsgrein í samkomulaginu og b) óvarlegt er að hafa í samkomulaginu ákvæði um svokölluð Reykjavíkurhús þar sem alls óvíst er um útfærslu þeirra; hvort að Reykjavíkurborg byggir þau eða hvort þau verða byggð í gegnum opinbera einkaframkvæmd, hvernig eignarhaldi verði háttað og úthlutun íbúða í húsunum. Þá liggur ekki fyrir hvort íbúðirnar séu ætlaðar fólki innan tekju- og eignamarka eða ekki og hve hátt hlutfall eigi annars vegar að vera búseturéttaríbúðir og hins vegar leiguíbúðir.

15. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 21. janúar 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við eigendur fasteignarinnar Suðurgata 18. R14100220

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. janúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs á tillögu að breytingu á gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. R14120069

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir lýsa ánægju sinni með að viðbótargjald í gjaldskrá umfram ákveðnar ferðir hefur verið afnumið og er ánægjulegt að sjá snaran viðsnúning meirihlutans við athugasemdum sem fram hafa komið um þetta mál. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja breytingar á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks enda hafa þeir bent á að hún væri bæði ósanngjörn og stæðist vart lög.

- Kl. 10.45 víkur Kristbjörg Stephensen af fundinum og Ebba Schram tekur þar sæti.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofunni að semja við Ríkisútvarpið um leigu á hluta húsnæðis að Efstaleiti 1. R15010274

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. janúar 2015, sbr. samþykkt stjórnar SSH á fundi 12. janúar sl., að leggja til við aðildarsveitarfélög að framlengja samstarfssamning um sameiginlega bakvakt barnarverndar um tvö ár. Einnig er lögð fram skýrsla Expectus, dags. í nóvember 2014. R13030024

Samþykkt.

Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að Korputorgi ehf. verði veittur frestur á hluta geiðslu gatnagerðargjalda í janúar 2015. Greinargerð fylgir tillögunni. R14010099

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja þetta og lýsa ánægju sinni með að greiðsludreifing gatnagerðargjaldanna sé a.m.k. ekki lengur vaxtalaus.

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning vegna Bæjarflatar 17. R15010261

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 26. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar við Lambasel 38. R14120081

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki stefnu í málefnum ungs fólks, 16 ára og eldri. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 3. nóvember, umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september, mannréttindaskrifstofu, dags. 24. september, menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. september, íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. október, velferðarsviðs, dags. 6. október og skóla- og frístundasviðs, dags. 13. nóvember um skýrslu starfshóps um stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri, dags. 4. september 2014. Jafnframt eru lögð fram drög að stefnu í málefnum ungs fólks og erindisbréfi starfshóps um innleiðingu á stefnunni. R11100296

Erindisbréf starfshópsins er samþykkt. 

Borgarráð felur starfshópnum að vinna kostnaðargreinda aðgerða- og innleiðingaráætlun, sem m.a. tekur mið af umsögnunum. 

Stefnu í málefnum ungs fólks, 16 ára og eldri er vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 22. janúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um eigendastefnu Félagsbústaða og samskipti við ESA vegna Reykjavíkurhúsa, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember sl. R14110197

24. Lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram í borgarstjórn þann 20. janúar 2015 um að innkauparáði verði falið að gera nýja innkaupastefnu. R15010239

Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar innkaupráðs og fjármálaskrifstofu.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, ásamt samningi velferðarráðneytisins og Reykjavíkurborgar um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks 2014 og 2015:

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samning velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks 2014 og 2015. Samningurinn er gerður í samræmi við samþykktir borgarráðs um móttöku flóttafólks, dags. 21. nóvember 2013 og 28. ágúst 2014. R15010248

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsóknar og flugvallarvinir telja ánægjulegt að sjá afrakstur árangursríks samstarfs velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar i þessum málaflokki.

26. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, um endurskoðun á reglum um gerð fjárhagsáætlunar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010267

Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 27. janúar 2015, með verk- og tímaáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016 og fimm ára áætlunar 2016-2020. R15010253

Borgarráð samþykkir tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 28. janúar 2015, vegna undirbúnings og vinnslu fjárhagsáætlunar 2016-2020. Borgarráð felur sviðum, fagráðum og miðlægri stjórnsýslu að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun 2016-2020 á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar og reglum Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar. Þá er sviðum og fagráðum falið að hefja vinnu við að rýna og leggja mat á a.m.k. einn þjónustuþátt út frá aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.55 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum.

28. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu að fjárstýringarstefnu Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram tillaga að endurskoðun á reglum um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgigögnum. R14050072

Endurskoðaðar reglur um fjárstýringu samþykktar.

Samþykkt að vísa tillögu að fjárstýringarstefnu Reykjavíkurborgar til borgarstjórnar.

Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015:

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda, fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng og tónlistarnámi, vegna febrúar 2015, alls um 16,6 m.kr.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14050155

Samþykkt.

30. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að erindisbréfi stýrihóps um málefni miðborgarinnar. R15010232

Samþykkt.

Jafnframt er samþykkt að skipa S. Björn Blöndal, Kristínu Soffíu Jónsdóttur, Þórgný Thoroddsen, Börk Gunnarsson og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur í hópinn.

31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps vegna uppbyggingar og framkvæmda í Úlfarsárdal eru lögð fram til kynningar í borgarráði. R15010278

32. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar eru lögð fram til kynningar í borgarráði. R15010279

33. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sveitarfélaga um hagsmuni eldri borgara sem WHO, World Health Organization, stendur fyrir. R15010280

Samþykkt.

34. Fram fer umræða um húsgagnamál í Ráðhúsi Reykjavíkur. R14060033

- Kl. 12.30 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum.

- Kl. 12.35 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.

35. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hversu margir starfshópar, skipaðir með erindisbréfi, hafa verið settir á laggirnar frá því að nýr meirihluti tók við. Óskast upplýsingar um fjölda starshópa, nafn þeirra, ábyrgðaraðila (formann), hver skipar og tímaramma sem hópunum er ætlað að starfa. R15010311

36. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu: 

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram þá tillögu að Reykjavíkurborg skipi án tafar áheyrnarfulltrúa í félagið Miðborgin okkar, eins og borgin á sannarlega rétt á.  Félagið fær styrki frá Reykjavíkurborg og háar greiðslur frá Bílastæðasjóði á hverju ári og ótækt er að nýta sér ekki samningsbundinn rétt til áheyrnarfulltrúa til að fylgjast með starfsemi félagsins og ráðstöfun fjármuna. R14110196

Frestað.

37. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram tillögu um að borgarráð hlutist til um endurskoðun á samþykktum fyrir mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, þannig að aðkoma ráðsins að ákvörðunum annarra fagráða er snúa að mannréttindum er tryggð í sinni víðustu mynd og eftir atvikum verði gerðar breytingar á samþykktum annarra fagráða til að tryggja faglega aðkomu mannréttindaráðs. R15010309

Frestað.

38. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir útreikningum á því hvað ákvæði í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga um fjölda aðalmanna í sveitarstjórn mun hafa mikinn aukakostnað í för með sér miðað við núverandi fyrirkomulag á launagreiðslum og öðrum starfstengdum greiðslum. Umrætt ákvæði leggur þær skyldur á herðar Reykjavíkurborgar að fjölga kjörnum borgarfulltrúum úr 15 í lágmark 23 eða í allt að 31 borgarfulltrúa á næsta kjörtímabili. Óskað er eftir útreikningum miðað við 23 borgarfulltrúa annars vegar og 31 borgarfulltrúa hins vegar. R14010250

Fundi slitið kl. 12.41

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Dagur B. Eggertsson