Borgarráð - Fundur nr. 5344

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2015, fimmtudaginn 8. janúar, var haldinn 5344. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Einar I. Halldórsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 18. desember 2014. R14110063

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. desember 2014. R14010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. desember 2014. R14010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 24. nóvember og 15. desember 2014. R14010016

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með hverfisráði Laugardals að starfsemi Björgunar á ekki heima í nánd við íbúabyggð. Þess vegna þarf að færa starfsemina frá Bryggjuhverfinu en engin lausn er að færa hana að annarri íbúabyggð í nágrenni Sundahafnar. Finna þarf starfsemi Björgunar framtíðarstaðsetningu sem allra fyrst.

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 11. desember 2014. R14010018

6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 19. desember 2014. R14010019

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. nóvember 2014. R14010029

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. desember 2014. R14010026

9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. 28. nóvember og 19. desember 2014. R14010031

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. janúar 2015. R15010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R15010085

12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R15010088

Samþykkt að veita Landssambandi æskulýðsfélaga styrk að fjárhæð kr. 150.000.- vegna ráðstefnu um kosningaþátttöku ungs fólks. Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 9.12 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. desember 2014, á skipulagslýsingu fyrir hluta Skúlagötusvæðis. R14120162

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. desember 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Hádegismóa. R14120163

Samþykkt.

- Kl. 9.14 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við L120 ehf., lóðarhafa að Laugavegi 120, um greiðsluþátttöku félagsins o.fl., vegna fyrirhugaðs torgs norðan við Laugaveg 120. R14120107

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina samþykkja samning um greiðsluþátttöku lóðarhafa vegna fyrirhugaðs torgs við Hlemm. Ekki er hins vegar fallist á tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar að Laugavegi 120 þar sem byggingarmagn er aukið um þriðjung en bílastæðum fækkað meðal annars með því að fella niður 1.000 fermetra bílakjallara sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Vísað er í bókun sem borgarráðsfulltrúarnir leggja fram í borgarráði og fulltrúar sömu flokka lögðu fram í umhverfis- og skipulagsráði við afgreiðslu tillögu að deiliskipulagi reitsins. 

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.210.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. R14120107

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. 

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Í nýrri tillögu að deiliskipulagi sem nú er send í auglýsingu hefur krafa um bílakjallara verið felld niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa verði tillagan samþykkt. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður í deiliskipulagstillögunni en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar komnar í ljós. Enda þótt framkvæmdum við uppbyggingu á Hlemmssvæðinu sé einungis að hluta lokið hafa komið fram mjög ákveðnar raddir frá íbúum og þeim, sem starfa á svæðinu, um að skortur sé á bílastæðum og kröfur um að borgin bregðist við því. Ekki hafa verið mótaðar reglur Reykjavíkurborgar um greiðslur fyrir aukinn byggingarrétt á þegar byggðum lóðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að lóðarhafar eigi að greiða fyrir aukinn byggingarrétt hvort heldur við úthlutun nýrra lóða eða þar sem byggingarmagn er aukið verulega í eldri hverfum.

17. Lagt fram bréf Minjaverndar hf., Hafneyjar ehf. og Íslandshótela hf., dags. 17. desember 2014, þar sem óskað er eftir kaupum á Vonarstræti 4. R14070080

Borgarráð felur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssviði og Bílastæðasjóði að ganga til viðræðna um hugsanlega sölu á Vonarstræti 4 í tengslum við ásættanlega útfærslu skipulags og hóteluppbyggingar á reitnum. Sá kostur að Bílastæðasjóður byggi bílastæði neðanjarðar á reitnum verði jafnframt kannaður. 

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og liðum 18-25.

18. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 18. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og ÍSÍ vegna smáþjóðaleikanna í Reykjavík 2015. R10110013

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og ÍR vegna framkvæmda í S-Mjódd. R14020065

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi til þriggja ára milli Reykjavíkurborgar og Skáksambands Íslands vegna Reykjavíkurskákmóta. R14040004

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Skáksambands Íslands vegna Evrópumeistaramóts skáklandsliða. R12070095

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. desember 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 12. desember sl., um viðhaldsstyrki til íþrótta- og æskulýðsfélaga. R14120170

23. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. desember 2014, yfir styrkjaúthlutun íþrótta- og tómstundaráðs fyrir 2015.  R14120169

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. janúar 2015: 

Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar við félagasamtökin Stelpur rokka. Samningurinn er til þriggja ára, frá 1. janúar 2015 til 31. desember 2017. Áætluð fjárveiting árlega er 2,5 m.kr. og verður kostnaður tekinn af lið 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur.

Jafnframt lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. janúar 2014, ásamt drögum að samningi til þriggja ára við Stelpur rokka. R14100288

Frestað.

25. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 30. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi til þriggja ára milli Reykjavíkurborgar og Skotfélags Reykjavíkur vegna aðstöðumála á Álfsnesi frá og með 2015. R15010075

Samþykkt.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. janúar 2015: 

Með vísan til meðfylgjandi bréfs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. nóvember 2014, um tillögur að breytingum á reglum um leikskólaþjónustu, minnisblaðs sviðsstjórans til skóla- og frístundasviðs, dags. 3. nóvember 2014, og umsagnar borgarlögmanns, dags. 29. desember 2014, um breytingar á reglunum, samþykkir borgarráð tillögur um breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu að því undanskildu að tillögu um lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag, sbr. breytingar á 2. mgr. gr. 1.b., er vísað til kjaraviðræðna.

Jafnframt lagt bréf bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. nóvember 2014, um breytingar á reglum um leikskólaþjónustu. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 29. desember 2014. R13020060

Samþykkt.

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. janúar 2015:

Með vísan til meðfylgjandi bréfs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. nóvember 2014, um tillögur að breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum, minnisblaðs sviðsstjórans til skóla- og frístundasviðs, dags. 3. nóvember 2014, og umsagnar borgarlögmanns, dags. 29. desember 2014, um breytingar á reglunum, samþykkir borgarráð tillögur um breytingar á reglum skóla- og frístundasviðs um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum.

Jafnframt lagt bréf bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. nóvember 2014, með tillögum að breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 29. desember 2014. R13020060

Samþykkt. 

Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. janúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. desember 2014, um samkomulag Félagsbústaða og velferðarsviðs sem er sent borgarráði til kynningar. R15010084

Stefán Eiríksson og Ellý Alda Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og liðum 29-32.

29. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 3. nóvember 2014, um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum vegna hjúkrunarrýma. R14110067

Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

30. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 3. nóvember 2014, um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum vegna þjónustuíbúða eldri borgara. R14110067

Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

31. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 3. nóvember 2014, um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum vegna sértækra búsetuúrræða. R14110067

Vísað til umsagnar fjármálaskrifstofu.

32. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. janúar 2015, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 18. desember 2014, á tillögu um breytingu vegna áfangaskiptrar áætlunar um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. R13020161

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

33. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. janúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um bifreiðakaup Reykjavíkurborgar og félaga í eigu borgarinnar 2013-2014, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. nóvember sl. R14110144

34. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. janúar 2015, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um formennsku í Strætó bs. og starfs- og siðareglur, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. nóvember 2014. R14110086

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Þakkað er fyrir framkomin svör en áhyggjum er lýst yfir slælegum verkferlum á tilkynningum á stofnsamþykktum til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra, þar sem eina skráða stofnsamþykktin sem þar er skráð er frá 3.10.2001, en skv. 123. gr. laga um einkahlutafélög og 149. gr. laga um hlutafélög er gerð krafa um að tilkynnt sé innan mánaðar um breytingar á samþykktum, sem að einhverju leyti má líkja við stofnsamning byggðasamlags.

35. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 19. desember 2014, um nýja gjaldskrá fyrir slökkviliðið. R13010184

Samþykkt. 

Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

36. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2014, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki fyrirliggjandi samning á milli Íslandsbanka hf. og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun byggingarréttar, uppbyggingu og skipulag á lóðunum nr. 41 við Borgartún og nr. 2 við Kirkjusand. R13020066

Samþykkt.

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2015, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti á íbúð merktri 05-0101 að Hjallaseli 27. R14120185

Samþykkt.

38. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Örn Guðlaug Guðmundsson um verslunarhúsnæði við Langholtsveg 70. R14120016

Samþykkt.

39. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2015, með tillögu um úthlutun lóðarinnar nr. 62 við Einarsnes fyrir flutningshús. R14120060

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2015, með tillögu að úthlutun lóðarinnar nr. 1 við Þrastargötu fyrir flutningshús. R14120044

Samþykkt.

41. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2015, þar sem lagt er til að borgarráð staðfesti meðfylgjandi lóðarleigusamning fyrir lóðina Hagatorg 1. R14120121

Samþykkt.

42. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 8. janúar 2015, með tillögu að tímaáætlun vegna skuldabréfaútboða 2015. Greinargerð fylgir tillögunni. R14100366

Samþykkt.

43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. janúar 2015:

Lagt er til að fluttar verði fjárheimildir að fjárhæð 33.196 þ.kr. frá skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu, nánar tiltekið atvinnumáladeild, kostn.st. 01242, til velferðarsviðs, kostn.st. F2310 Virkniáætlun. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R15010072

Vísað til borgarstjórnar.

44. Lagt er til að Eggert Ólafsson, Sonja Wiium og Helga Björk Laxdal, sem jafnframt verður formaður, taki sæti í kjörstjórn vegna atkvæðagreiðslu Betri hverfa sem fram fer 17. til 24. febrúar nk. R14090207

Samþykkt.

45. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina:

Óskað er eftir að fá kynningu í borgarráði frá akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs., þar sem farið verður yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu við fatlaða. R14120069

46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort að til séu samræmd viðmið um samsetningu matar/fæðis í grunnskólum og leikskólum borgarinnar með tilliti til orku, næringarinnihalds, prótíns, kolvetnis og fitu.  Ef slíkt liggur ekki fyrir, óskast eftir afstöðu um hvort að fyrirhugað sé að slíkt verði gert og þá hvenær. R15010116

Fundi slitið kl. 11.20

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir