Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 18. desember, var haldinn 5343. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 12. desember 2014. R14010033
2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 4. desember 2014. R14110063
3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 9. desember 2014. R14010008
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 11. desember 2014. R14010014
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 10. desember 2014. R14010011
6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. nóvember og 9. desember 2014. R14010030
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. desember 2014. R14010027
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. desember 2104. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R14120005
10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags.15. desember 2014, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14120003
11. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. desember 2014, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Vitabar, Bergþórugötu 21. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2014. R14110016
Samþykkt.
- Kl. 9.14 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9.17 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
- Kl. 9.30 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að kaupa, í samstarfi við Vegagerðina, búnað í miðlæga stýringu umferðarljósa sem veitir strætó og neyðarbílum forgang á umferðarljósum. R14120101
Samþykkt.
Stefán Finnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Skrauthólar á Kjalarnesi. R14120104
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell. R14120103
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju. R12050093
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, vegna athugasemdar Skipulagsstofnunar við auglýsingu í Stjórnartíðindum vegna Fitja, Kjalarnesi, ásamt fylgigögnum. R14080070
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10. R14030041
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34a og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu, ásamt fylgigögnum. R13120079
Samþykkt.
19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að ráðast í endurbætur á gamla Gufunesveginum, dags. 23. október 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. desember 2014. R14100389
Tillagan er samþykkt að því undanskildu að ekki er gert ráð fyrir malbikun malarstígs meðfram Stórhöfða að svo stöddu, með vísan til nánari umfjöllunar í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
20. Lagt fram erindi Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Thorvaldsensstrætis 2, dags. 24. október 2014, ásamt bréfi forsætisráðuneytisins, dags. 10. nóvember 2014. R13110164
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. desember 2014:
Borgarráð samþykkir að ganga til samninga við ríkið og aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu um framhald markaðsverkefnisins Ísland allt árið enda fellur verkefnið afar vel að áherslum ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Framlag Reykjavíkurborgar verði 20 m.kr. fyrir árið 2015 og greiðist af fjárheimildum menningar- og ferðamálasviðs árið 2014. Fjármögnun á frekara samstarfi árið 2016 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2016.
Menningar- og ferðamálasviði er falið að bera ábyrgð á samningnum og eftirliti hans fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að samstarfssamningi 2015-2016 ásamt fylgigögnum. R14120105
Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili framleigu á hluta leigulóðar við Sundaborg 8. R14120100
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. desember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi samning á milli Íslandsbanka hf. og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun byggingarréttar, uppbyggingu og skipulag á lóðunum nr. 41 við Borgartún og nr. 2 við Kirkjusand. R13020066
Frestað.
Vísað til kynningar á næsta fundi umhverfis- og skipulagsráðs.
Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili leigu á kvennasalerni í Bankastræti 0 til Nýlistasafnsins til sýningarhalds. Jafnframt er lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 15. desember 2014, og umsögn Listasafns Reykjavíkur, dags. 15. desember 2014. R14120055
Samþykkt.
25. Fram fer kynning innri endurskoðunar á viðhorfum til starfsmatskerfis Reykjavíkurborgar og mannauðsskrifstofu á kjarasamningsbundinni endurskoðun 2014. Einnig er lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 16. desember 2014, um bráðabirgðamat á kostnaði vegna endurskoðunar starfsmats, minnisblað innri endurskoðunar, dags. 5. desember 2014, um aðgerðir gegn kynbundnum launamun, viðhorf til starfsmatskerfis borgarinnar, ásamt skýrslu, dags. í desember 2014.
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
26. Fram fer umræða um málefni Strætó bs.
Bryndís Haraldsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14120149
- Hlé er gert á fundinum kl. 12.10 og er honum áfram haldið kl. 12.45.
27. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um uppbyggingaráform í Vogabyggð, dags. 15. desember 2014. R14100336
28. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 10. desember 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 23. október sl. um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar. R14050178
29. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um viðræður við félög tengd uppbyggingu á Hlíðarendasvæði, dags. 23. október 2014. Jafnframt lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. nóvember 2014, og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. desember 2014. R14050011
Tillagan er felld með vísan til umsagna með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðsluna.
30. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ítarlega greiningu á þjónustukönnunum Capacent, dags. 23. janúar 2014. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 15. desember 2014. R13120093
Tillagan er samþykkt með vísan til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vekja athygli á að næstum eru liðnir 11 mánuðir frá því að tillaga Sjálfstæðisflokksins um greiningu á könnun Capacent á þjónustu var lögð fram. Mikilvægt er að greiningar og könnun Capacent nýtist til að bæta þjónustu borgarinnar.
31. Fram fer kynning á rekstraruppgjöri A-hluta janúar-október 2014. R14050068
32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. desember 2014:
Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík sem eru í tímabundnum greiðsluvanda hinn 31. desember nk. fyrirfram áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna kennslukostnaðar vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng og tónlistarnámi, vegna janúar 2015, alls um 16,6 m.kr.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14040139
Samþykkt.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. desember 2014:
Lagt er til að samþykkt verði beiðni Tónskóla Eddu Borg og Tónskóla Hörpu um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólanna vegna veikinda tónlistarskólakennara og stjórnenda skólanna, alls kr. 1.744.926. Þessi útgjöld verði fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, (ófyrirséð). Jöfnunarsjóður endurgreiðir borgarsjóði hluta af þessum kostnaði.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14040139
Samþykkt.
34. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 15. desember 2014, um stöðu verkefnis um rafræna reikninga hjá Reykjavíkurborg. R14020110
35. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. desember 2014, með tilkynningu til eigenda um fyrirhugaðan ádrátt á lánalínur í 1-2 mánuði til að nýta rétt til kaupa á gjaldeyri á árinu 2014. R14120115
36. Lagt er til að Nichole Leigh Mosty taki sæti Ingu Maríu Leifsdóttur sem varamanns í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. R14060138
Samþykkt.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. desember 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu velferðarsviðs um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Fjárhæðir greiðslna vegna fjárhagsaðstoðar til framfærslu eru endurskoðaðar af velferðarráði árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og lagt er til að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar hækki um 3,4% í samræmi við forsendur við úthlutun fjárhagsramma velferðarsviðs fyrir árið 2015. Sjá nánar í hjálagðri tillögu velferðarsviðs og greinargerð. Áætlaður útgjaldaauki við hækkunina er 89 m.kr. á ári og gert hefur verið ráð fyrir því í fjárhagsáætlun komandi árs.
Jafnframt lögð fram tillaga velferðarsviðs um breytingarnar, dags. 18. desember 2014. R14120120
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
38. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu með tillögu að endurskoðaðri verklagsreglu vegna greiðsluaðlögunar einstaklinga. R11090110
Samþykkt.
39. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 17. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti samkomulag við Advania hf. um framlengingu á samningi aðila um mannauðs- og launakerfi Oracle til eins árs. Jafnframt lögð fram drög að samkomulagi. R14120087
Samþykkt.
40. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hefur verið gerð tíma- og framkvæmdaáætlun um hönnun mannvirkja og uppbyggingu á samþættum leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal? R14110191
41. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvort og þá hvernig er staðið að kynningu til íbúa borgarinnar um snjómokstur í hverfum borgarinnar og hver forgangurinn er. R14120136
42. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
a. Hversu mörg erindi hafa komið inn til skóla- og frístundaráðs og hversu margir úrskurðir hafa fallið vegna ágreinings um túlkun reglna um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög?
b. Þá óskast afrit af niðurstöðu nefndar sem skipuð var af skóla- og frístundasviði sem átti að meta reynslu af ofangreindum reglum, nefndin átti að vera skipuð ári eftir setningu reglnanna. R13080055
Fundi slitið kl. 13.20
S. Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir