Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 5342. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru auk borgarstjóra: S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, og Úlfhildur Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 12. nóvember 2014, þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á nýju skipuriti menningar- og ferðamálasviðs. Jafnframt er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 1. desember 2014. R14110098
Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 4. nóvember og 2. desember 2014. R14010009
3. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 15. október 2014. R14010034
4. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 14., 24. og 28. nóvember 2014. R14010033
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R14120005
6. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. desember 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 3. desmber sl., um tillögu að breytingu á reglum um leikskólaþjónustu vegna aðgangs barna án kennitölu og lögheimilis að leikskólaþjónustu. R13020060
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. desember 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 3. desmber sl., um tillögu að breytingu á reglum um niðurgreiðslu vegna barna hjá dagforeldrum, aðgangs barna án kennitölu og lögheimilis að daggæslu. R13020060
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 3. desember 2014 um samning skóla- og frístundasviðs við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, ásamt fylgigögnum. R14120062
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 9. desember 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um óráðstafaðar lóðir vestan Elliðaáa, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. október sl. R14100261
10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. desember 2014:
Reykjavíkurborg hefur borist erindi frá Svanna - lánatryggingasjóði kvenna þar sem óskað er eftir að starfstími sjóðsins verði framlengdur til næstu fjögurra ára en samkomulag um starfsemina rennur út um næstu áramót. Lagt er til að borgarráð samþykki tillögur lánatryggingasjóðsins með vísan til meðfylgjandi umsagnar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Jafnframt lögð fram skýrsla um endurskoðun Svanna - lánatryggingasjóðs kvenna, auk umsagnar fjármálaskrifstofu, dags. 9. desember 2014. R13090179
Samþykkt.
11. Fram fer umræða um innra skipulag í Ráðhúsi Reykjavíkur. R14060033
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti heimild til að ganga til samninga við Faxaflóahafnir sf. um kaup á landi Faxaflóahafna í Gufunesi með fyrirvara um endanlegt kaupverð. R14120054
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Félagsheimilið Fólkvang um Kollagrund 1 á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Kjalarness dags. 13. nóvember sl. R14120013
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. desember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning við Nafir ehf. vegna leigu á húsnæði undir skrifstofur frístundamiðstöðvarinnar Kamps og aðstöðu fyrir frístundastarf í Þverholti 14. R14110158
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. desember 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki framlengingu á samningi um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða en samþykkt var á fundi stjórnar SSH hinn 11. ágúst sl. að samningurinn yrði framlengdur til ársloka 2015. Samþykkt þessari er nú komið á framfæri við byggðaráð aðildarsveitarfélaga og óskað eftir staðfestingu á breyttum gildistíma samstarfssamningsins.
Jafnframt lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. desember 2014. R14120033
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember sl., á tillögu að áframhaldandi þátttöku í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Málið var sent til staðfestingar borgarráðs. R14120066
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember sl., um tillögu að breytingum á reglum um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Málið var sent til staðfestingar borgarráðs. R14120066
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember sl., um tillögu að breytingu á Atvinnutorgi og drög að samstarfssamningi við Vinnumálastofnun og kröfulýsingu með samningi. Málið var sent til staðfestingar borgarráðs. R14120068
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember sl., um tillögu að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Málið var sent til staðfestingar borgarráðs. R14120069
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember sl., um tillögu að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Málið var sent til staðfestingar borgarráðs. R14120069
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja nýjar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og leggja áherslu á að biðtími styttist frá því sem nú er og verði í samræmi við þessar nýju reglur þar sem biðtími á ekki að vera meiri en 10 mínútur frá umsömdum tíma.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. desember 2014, um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og bréf borgarstjóra, dags. 11. desember 2014, um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna breytinga á skipulagi menningar- og ferðamálasviðs. R14020053
Vísað til borgarstjórnar.
22. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.), 366. mál. R14120042
23. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 10. desember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð 200 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 3,24%, í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVK 53 1 (áður RVK 09 1). R13030061
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
24. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. desember 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Nánast á hverjum fundi umhverfis- og skipulagsráðs er verið að fjalla um og samþykkja deiliskipulagsáætlanir sem fela í sér auknar byggingarheimildir. Á það ekki síst við um eldri hluta borgarinnar þar sem byggingarmagn er aukið án þess að lóðarhafar greiði fyrir en slíkar deiliskipulagsbreytingar fela jafnan í sér verðmætaaukningu. Fyrr á þessu ári óskuðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir að mótaðar yrðu reglur um greiðslur fyrir aukinn byggingarrétt á þegar byggðum eða úthlutuðum lóðum. Ekki hafa komið viðbrögð við þessu og er þessi tillaga nú lögð fram með formlegum hætti. Lagt er til að mótuð verði gjaldskrá fyrir aukinn byggingarrétt sem fenginn er með breyttu deiliskipulagi hvort heldur er á óbyggðum lóðum eða þar sem byggingarmagn er aukið verulega í eldri hverfum. Ný gjaldskrá þarf að taka tillit til þess að slíkt gjald hafi ekki áhrif á einstaklinga sem hyggjast ráðast í eðlilegar endurbætur og hóflegar stækkanir íbúðarhúsnæðis, til hagsbóta fyrir sig og sína fjölskyldu. R14120092
Frestað.
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um nemendafjölda og nemendastundir í tónlistarskólum í Reykjavík á árunum 2005–2014 og skiptingu á milli námsstiga grunn-, mið- og framhaldsnáms. Einnig er óskað eftir upplýsingum um fjölda nemenda og nemendastundir í skólahljómsveitum á sama tímabili. R14120093
27. Lagt til að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir taki sæti Sigríðar Nönnu Jónsdóttur í starfshópi um endurskoðun mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. R14090109
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11.08
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir