Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 27. nóvember, var haldinn 5340. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 6. nóvember 2014. R14110063
2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 19. og 24. nóvember 2014. R14010034
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 18. nóvember 2014. R14010012
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. nóvember 2014. R14010014
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. nóvember 2014. R14010019
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. nóvember 2014. R14010026
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 31. október og 5. nóvember 2014. R14010031
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur að undanskildum 9. lið hennar er varðar byggingarleyfisumsókn að Njálsgötu 78.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði gegn umsögn skipulagsfulltrúa í málinu og leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir hafa áður lýst sig í grundvallaratriðum mótfallin núgildandi aðalskipulagi. Við erum mótfallin því að samþykkja breytingar á gömlum húsum og gömlum svæðum í þeirri miklu þenslu sem nú er á fasteignamarkaði og eftirspurn sem er eftir breytingu á gömlum húsum. Þá liggur ekki fyrir afstaða borgarinnar varðandi þolmörk í uppbyggingu á hótel- og gistirýmum í miðborginni. Mikilvægt er að fara varlega í uppbyggingunni á þessum svæðum til að koma í veg fyrir mál eins og Laugaveg 4-6 og Skólavörðustíg 1a á sínum tíma.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Með vísan til 4. gr. viðauka 2.4. um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa kemur umsóknin til endanlegrar samþykktar borgarráðs.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R14110010
10. Fram fer kynning á vinningstillögu hönnunarsamkeppni í Úlfarsárdal. R14110191
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð óskar verðlaunahöfum í hönnunarsamkeppni um skóla, menningar- og íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal til hamingju og þakkar dómnefnd og ráðgjöfum fyrir vel unnin störf. Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að fylgja málinu eftir í gegnum skipulag og hönnun en fyrsta verkefnið verði þó að halda opinn kynningarfund fyrir íbúa í Úlfarsárdal og Grafarholti þar sem niðurstöður samkeppninnar verði kynntar. Niðurstöðurnar verði jafnframt sendar til kynningar í umhverfis- og skipulagsráð, skóla- og frístundaráð, íþrótta- og tómstundaráð og menningar- og ferðamálaráð, auk hverfisráðs Grafarholts- og Úlfarsárdals. Þá samþykkir borgaráð að framkvæmdastjóri ÍTR, skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar og fulltrúi borgarlögmanns annist nauðsynlega samninga við íþróttafélagið Fram.
Heba Hertervig og Indo Indriði Candi taka sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. nóvember 2014, um samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri, ásamt fylgigögnum. R14050011
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Með samkomulagi Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Nefndin hefur nýlega greint frá þeim fimm mögulegu flugvallarstæðum sem hún hefur nú til skoðunar og er Vatnsmýrin eitt af þeim. Rögnunefndin, eins og hún hefur verið kölluð, er enn að störfum og hefur formaður hennar óskað eftir svigrúmi til að klára vinnuna. Í síðustu viku sagði innanríkisráðherra varðandi deiliskipulag Hlíðarenda og áhrif þess á Reykjavíkurflugvöll eftirfarandi: „Reykjavíkurborg og ríki voru sammála um að taka ekki stefnumótandi ákvarðanir er varða þetta mál fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum“. Icelandair gerir athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda og telur „óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti“ á meðan verið er að vinna að staðarvali fyrir innanlandsflugið. Það er því ljóst að þrír af fjórum fulltrúum í Rögnunefndinni telja að bíða verði þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Einungis einn nefndarmanna, Dagur B. Eggertsson, skilur samkomulagið með öðrum hætti. Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna, framtíðarstaðsetningu flugvallararins og öryggi hans greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði með óafturkræfum hætti þegar óvissa ríkir að þessu leyti. Ástæða er til þess að hvetja til þess að Rögnunefndin ljúki störfum sem fyrst.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda er vísað til þeirra athugasemda um að flugbraut 06-24 eigi ekki við rök að styðjast þar sem flugbrautina sé ekki lengur að finna á skipulagi þar sem í gildi sé deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem tók gildi 6. júní 2014 sem ekki gerir ráð fyrir flugbrautinni. Við teljum að umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var í borgarstjórn 1. apríl 2014 og tók gildi 6. júní 2014 sé verulega áfátt, bæði varðandi málsmeðferð og efni og eigi þeir ágallar að leiða til ógildingar deiliskipulagsins en umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar hefur verið kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Eftir samþykkt deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar í borgarstjórn þann 1. apríl 2014 voru ýmis gögn og breytingar gerðar sem aldrei voru lagðar fram, ræddar eða samþykktar í sveitarstjórn. Með bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. apríl 2014, voru athugasemdir gerðar við tillöguna. Þessar athugasemdir Skipulagsstofnunar komu ekki til umræðu í sveitarstjórn heldur breytti skipulagsfulltrúi uppdrættinum og sendi Skipulagsstofnun bréf, dags. 13. maí 2014, þar sem upplýst er hvaða lagfæringar hafi verið gerðar, ásamt leiðréttum uppdrætti. Umhverfis- og skipulagssvið sendi Skipulagsstofnun, tæpum tveimur mánuðum eftir að deiliskipulagið hafði verið samþykkt í borgarstjórn, eða með bréfi, dags. 26. maí 2014, eftirfarandi gögn vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar: minnisblað skipulagsfulltrúa til borgarráðs, dags. 20. maí 2014, bréf frá Isavia, dags. 23. apríl 2014, bréf til Isavia, dags. 20. maí 2014 og breytta umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014. Deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014, þ.e. eins og umsögnin leit upphaflega út en ekki með þeim breytingum sem gerðar voru á umsögninni eftir að bréfið kom frá forstjóra Isavía sem dagsett er 23. apríl 2014 en skipulagsfulltrúi breytti umsögninni frá 10. mars 2014 til samræmis við ábendingar Isavia og var umsögnin send breytt til Skipulagsstofnunar með bréfi, dags. 26. maí 2014, án þess að umræddar breytingar hafi verið lagðar fram, ræddar og samþykktar í sveitarstjórn. Áhættumat vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar 06-24 liggur ekki fyrir. Þá hefur nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar með og án flugbrautar 06-24 ekki verið endurreiknaður í samræmi við reglugerð 464/2007 um flugvelli. Þá liggur ekki fyrir afstaða Samgöngustofu til lokunarinnar. Þegar þessi atriði liggja fyrir væri fyrst hægt að taka upplýsta ákvörðun um hvaða áhrif slík lokun hefði á umhverfi innanlandsflugs og sjúkraflugs. Er því órökrétt og óábyrgt að gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og loka henni áður en slíkar upplýsingar liggja fyrir. Í stað faglegra vinnubragða er böðlast áfram með breytingar á deiliskipulagi sem ganga út frá því að flugbrautin sé ekki lengur til. Þá er nefnd sem skipuð var um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu. Þá hörmum við að borgarráð taki ekki til afgreiðslu tillögu Framsóknar og flugvallarvina frá 23. október 2014, sem er svo hljóðandi „Gerð er tillaga um að Reykjavíkurborg hefji án tafar viðræður við félög tengda uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu, um að finna lausn á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Hlíðarenda þannig að fyrirhugaðar byggingar komist fyrir á reitnum án þess að vera hindrun fyrir flugbraut 06/24 eða svokallaða „neyðarbraut“ svo hún geti áfram haldið hlutverki sínu þrátt fyrir uppbyggingu á Hlíðarenda og allir hagsmunaaðilar geti vel við unað“ áður en tillaga sú sem hér er til afgreiðslu er afgreidd.
12. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar og umræða um stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík.
Atli Atlason, Sigfríður Björnsdóttir og Ragnar Þorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 27. nóvember:
Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að taka upp viðræður við tónlistarskóla í Reykjavik um að bæta nemendum upp þá kennslu sem féll niður vegna verkfalls tónlistarkennara, í anda minnisblaðs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. R14090228
Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 20. nóvember 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 19. nóvember sl. á beiðni Reykjavík International School um fjölgun nemenda. R14110160
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja umsókn Reykjavík International School um fjölgun nemenda þannig að hámarksfjöldi skólans verði sextíu nemendur. Við lýsum einnig yfir stuðningi við þá málaleitan Reykjavík International School að ef reykvískum nemendum fjölgar í skólanum á næsta ári, umfram það sem nú þegar hefur verið samþykkt, verði einnig greitt framlag með þeim.
Sóley Tómasdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. nóvember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning við Reykjavík International School að Dyrhömrum 9, ásamt fylgigögnum. R14080028
Samþykkt.
Sóley Tómasdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2014:
Lagt er til að auglýst verði eftir styrkjum til kynningarverkefna og annarra verkefna sem hvetja eða felast í þátttöku hópa sem taka síður þátt í frístundastarfi. Auglýst verði eftir tillögum að verkefnum í sjóðinn sem nemur 20 m.kr. Mótaðar verða sérstakar úthlutunarreglur sem geri ráð fyrir að öll verkefni verði samþykkt af íþrótta- og tómstundaráði. Samkvæmt niðurstöðu starfshóps um frístundakortið kemur fram að frístundakortið nýtist eftirtöldum hópum ekki vel og er þátttaka þeirra í frístundastarfi því mun minni en almennt er:
Börn foreldra sem uppfylla ekki skilyrði um fjárhagsaðstoð en hafa samt ekki efni á skipulögðu frístundastarfi fyrir börnin sín.
Börn með annað móðurmál en íslensku.
Börn sem vegna fötlunar eða annars þurfa sérstakan stuðning til að sinna skipulögðu frístundastarfi.
Auk þess leggur starfshópur um frístundakort áherslu á að koma til móts við fjórða hópinn, ungmenni 16 ára og eldri sem lokið hafa grunnskóla og ekki hafið nám við framhaldsskóla eða hætt námi. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir verkefnum fyrir þann hóp fyrir 20 m.kr. í hverfum borgarinnar.
Jafnframt lögð fram greinargerð starfshóps um frístundakortið, dags. 13. nóvember 2014. R13080080
Samþykkt.
Greinargerð starfshóps um frístundakortið vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
Gísli Árni Eggertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 19. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir tveimur tilnefningum borgarráðs í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og MARK. Jafnframt lagður fram samstarfssamningur Háskóla Íslands/MARK og Reykjavíkurborgar, dags. 30. maí 2014.
Lagt er til að Halldóra Gunnarsdóttir og Magnús Már Guðmundsson taki sæti í samstarfsnefndinni. R14040067
Samþykkt.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 19. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir tveimur tilnefningum borgarráðs í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og RIKK. Jafnframt lagður fram samstarfssamningur Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2014.
Lagt er til að Halldóra Gunnarsdóttir og Magnús Már Guðmundsson taki sæti í samstarfsnefndinni. R14020111
Samþykkt.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. nóvember 2014, ásamt samstarfsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og UN Women.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R12070025
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir lýsa yfir mikilli ánægju með tölfræðibréf frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um „öruggar borgir“ og telja að rétt sé að kjörnir fulltrúar fái a.m.k. einu sinni á ári slíka samantekt.
20. Lagt fram erindisbréf stýrihóps vegna þátttöku í verkefninu fjölmenningarborgar (e. Intercultural Cities).
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14040176
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. nóvember 2014, ásamt leigusamningi um lóð fyrir færanlegt hús við leikskólann Steinahlíð að Suðurlandsbraut 75, dags. 17. nóvember 2014. R14110157
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. nóvember 2014, um aðilaskipti að lóð við Úlfarsbraut 112. R14060164
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. nóvember 2014, ásamt viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Búseta. R14010133
Frestað.
24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. nóvember 2014, ásamt viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Byggingarfélags námsmanna. R14010120
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar er frá árinu 2011. Hækkun hefur orðið gríðarleg á fasteignaverði og leiguverði frá þeim tíma og erfitt að samþykkja viljayfirlýsingar sem lagðar eru fram grundvallaðar á rúmlega 3 ára gamalli stefnu um uppbyggingu án þess að nýjar forsendur séu lagðar til grundvallar, m.a. breytt efnhagsumhverfi, hækkað fasteignaverð, hækkað leiguverð og vaxtaþróun. Framsókn og flugvallarvinir fagna því að meirihlutinn í Reykjavík sé loksins tilbúinn til að fara að vinna í samræmi við húsnæðisstefnuna sem samþykkt var 2011 þ.e. að stuðla að fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða. Hins vegar er ennþá margt mjög óljóst og byrjað á öfugum enda. Þannig liggur enn ekki fyrir útfærsla og kostnaður vegna umræddra Reykjavíkurhúsa. Hvort það er Reykjavíkurborg sem byggir þau eða hvort þau verða byggð í gegnum opinbera einkaframkvæmd, hvernig eignarhaldi verður háttað og úthlutun íbúða í húsunum. Þá liggur ekki fyrir hvort íbúðirnar séu ætlaðar fólki innan tekju- og eignamarka eða ekki og hve hátt hlutfall eigi annars vegar að vera búseturéttaríbúðir og hins vegar leiguíbúðir. Hvert sé verð byggingarréttarins, hvernig það skuli reiknað út og hvernig úthlutunarskilmálarnir séu. Þetta eru allt atriði sem eðlilegt er að byrja á áður en slíkar viljayfirlýsingar eru gerðar. Þá teljum við að Félagsbústaðir eigi að hafa kauprétt að allt að 10% íbúðanna. Samkvæmt viljayfirlýsingunni eru þetta 100 íbúðir sem Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóðum til Byggingarfélags námsmanna og Félagsbústaðir eiga eingöngu kauprétt á allt að 5% íbúðanna sem byggðar verða eða 5 íbúðir.
25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. nóvember 2014, ásamt viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Félagsstofnunar stúdenta. R14010115
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar er frá árinu 2011. Hækkun hefur orðið gríðarleg á fasteignaverði og leiguverði frá þeim tíma og erfitt að samþykkja viljayfirlýsingar sem lagðar eru fram grundvallaðar á rúmlega 3 ára gamalli stefnu um uppbyggingu án þess að nýjar forsendur séu lagðar til grundvallar, m.a. breytt efnhagsumhverfi, hækkað fasteignaverð, hækkað leiguverð og vaxtaþróun. Framsókn og flugvallarvinir fagna því að meirihlutinn í Reykjavík sé loksins tilbúinn til að fara að vinna í samræmi við húsnæðisstefnuna sem samþykkt var 2011, þ.e. að stuðla að fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða. Hins vegar er ennþá margt mjög óljóst og byrjað á öfugum enda. Þannig liggur enn ekki fyrir útfærsla og kostnaður vegna umræddra Reykjavíkurhúsa. Hvort það er Reykjavíkurborg sem byggir þau eða hvort þau verða byggð í gegnum opinbera einkaframkvæmd, hvernig eignarhaldi verður háttað og úthlutun íbúða í húsunum. Þá liggur ekki fyrir hvort íbúðirnar séu ætlaðar fólki innan tekju- og eignamarka eða ekki og hve hátt hlutfall eigi annars vegar að vera búseturéttaríbúðir og hins vegar leiguíbúðir. Hvert sé verð byggingarréttarins, hvernig það skuli reiknað út og hvernig úthlutunarskilmálarnir séu. Þetta eru allt atriði sem eðlilegt er að byrja á áður en slíkar viljayfirlýsingar eru gerðar. Þá teljum við að Félagsbústaðir eigi að hafa kauprétt að allt að 10% íbúðanna. Vísað til bókunar undir lið 24 og til viðbótar eftirfarandi: Samkvæmt viljayfirlýsingunni eru þetta 747 íbúðir sem Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóðum til Félagsstofnunar stúdenta og Félagsbústaðir eiga eingöngu kauprétt á allt að 5% íbúðanna sem byggðar verða eða 37 íbúðir.
26. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, um samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum. R14110124
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. nóvember 2014:
Lagt er til að Reykjavíkurborg geri þjónustusamning til þriggja ára við félagasamtökin Stelpur rokka! Markmið samtakanna Stelpur rokka! er að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi og verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi á Íslandi. Kjarni starfseminnar er rokksumarbúðir fyrir 12-16 ára stúlkur þar sem þær læra á hljóðfæri, spila í hljómsveit og semja. Verkefnið fellur vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem m.a. kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Samtökin hafa starfað í þrjú ár og á þeim tíma hefur þeim tekist að vekja athygli á miklum kynjahalla í íslensku rokklífi og auka vægi kvenna í rokki. Áhersla þeirra hefur verið á konur í minnihlutahópum hvers konar, s.s. vegna uppruna, kynhneigðar, kyngervis og annarra þátta. ÍTR verði falið að gera þjónustusamning við félagasamtökin Stelpur rokka! til þriggja ára, 2015-2017.
Jafnframt er lagt fram að nýju erindi Stelpur rokka!, dags. 15. september 2014, þar sem óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur á milli Reykjavíkurborgar og Stelpur rokka! til 3 ára. Jafnframt lagðar fram umsagnir menningar- og ferðamálasviðs, dags. 31. október 2014, mannréttindaskrifstofu, dags. 20. október 2014 og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 31. október 2014. R14100288
Samþykkt.
28. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar til september 2014, ásamt umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkur, dags. 24. nóvember 2014. Jafnframt lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 27. nóvember 2014 og bréf fjármálaskrifstofu um trúnað á meðfylgjandi gögnum, dags. 24. nóvember 2014.
Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Ásgeir Westergren taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14110101
29. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 19. nóvember 2014, um forsendur fjárhagsáætlunar 2015 og fimm ára áætlunar 2015-2019 vegna uppfærðrar þjóðhagsspár Hagstofunnar. R14010255
30. Lagðar fram breytingartillögur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2015, dags. 27. nóvember 2014. R14010255
Vísað til borgarstjórnar.
31. Lagðar fram breytingartillögur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2015-2019, dags. 27. nóvember 2014. R14100339
Vísað til borgarstjórnar.
32. Lagðar fram að nýju breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins við frumvarp að fjárhagsáætlun 2015, dags. 20. nóvember 2014. R14010255
Vísað til borgarstjórnar.
33. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og SHS fasteigna ehf. R14110174
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. nóvember 2014:
Lagt er til að Félagsbústaðir fái heimild að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum 2015-2019. Tillagan byggir á þarfagreiningu velferðarsviðs, með vísan til núverandi þarfar, biðlista og spár um þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði til framtíðar. Íbúðunum verði fjölgað með byggingu eða kaupum. Fjöldi almennra félagslegra leiguíbúða í eigu félagsins verður um 1.815 íbúðir í árslok 2014 og eignasafnið, talið í fjölda íbúða, mun stækka um 28% til ársloka 2019 verði fyrirliggjandi tillaga samþykkt. Fjárfestingin nemur um 13,5 milljörðum á fimm árum. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg og ríki leggi fram um 30% eigið fé, í samræmi við hugmyndir um framtíðarskipan húsnæðismála. Þegar hefur verið óskað eftir formlegum viðræðum við félags- og húsnæðismálaráðherra um aðkomu og stuðning ríkisins við verkefnið. Gert er ráð fyrir kaupum eða byggingu á 550 íbúðum og að fjárfestingin verði fjármögnuð með 70% lántöku á almennum, verðtryggðum markaðskjörum til 50 ára. Á móti verði seldar um 50 íbúðir. Í umsögn og útreikningum fjármálaskrifstofu er í varúðarskyni miðað við 3,8% verðtryggða vexti. Eðlilegt er að stefna á að tryggja betri kjör til fjárfestingarinnar. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að seldar verði 50 minna veðsettar íbúðir úr eignasafni félagsins. Með öðrum orðum gerir áætlunin ráð fyrir að keyptar eða byggðar verði íbúðir fyrir 13,5 milljarða á verðlagi hvers árs en á móti verði seldar íbúðir fyrir um 1,2 milljarða og nettó íbúðarfjárfesting verði þannig um 12,3 milljarðar eða tæplega 2,5 milljarðar að jafnaði á ári. Stofnfjárframlag Reykjavíkurborgar er áætlað rúmlega 1,23 milljarðar á tímabilinu samkvæmt áætlun Félagsbústaða sem er um 200 m.kr umfram söguleg framlög til félagsins á ársgrundvelli. Gerð er tillaga um nauðsynlegar breytingar til að mæta ofangreindu í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlun 2015 og fimm ára áætlunar, byggt á meðfylgjandi umsögn og greiningu fjármálaskrifstofu borgarinnar.
Jafnframt lögð fram áætlun Félagsbústaða og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 25. nóvember 2014. R14110176
Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina greiðir atkvæði á móti tillögunni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Fögnum við því að Reykjavíkurborg sé búin að gera tillögu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis og styðjum við hana sem slíka, en vegna aðferðarfræðinnar sem fram kemur í greinargerð getum við ekki samþykkt tillöguna eins og hún er sett fram, með eftirfarandi rökstuðningi: Ótækt er að Reykjavíkurborg byggi tillögu sína um kaup á 500 félagslegum leiguíbúðum næstu 5 árin á þeirri forsendu að Reykjavíkurborg leggi til 10% eigið fé í kaupin og ríkið leggi til 20% eigið fé í kaupin, í samræmi við hugmyndir um framtíðarskipan húsnæðismála. Verður að gera þær kröfu til stjórnvalds að það fari eftir gildandi lögum og reglum í verkefnum og áætlanagerð sinni, eins og lög, faglegt verklag og 2. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir, en þar segir „Í störfum sínum er kjörinn fulltrúi bundinn af lögum, reglum og samþykktum Reykjavíkurborgar“og „Kjörnir fulltrúar hafa ávallt í heiðri grundvallarreglur góðrar stjórnsýslu í störfum sínum“. Getur Reykjavíkurborg ekki ákveðið hvernig fjárlög verða næstu 5 árin og byggt stefnu sína á því og er því stefnan því miðuð við framangreint ómöguleg í framkvæmd. Við gerum þær kröfu að við áætlanagerð og tillögur sé farið að gildandi lögum og reglum við yfirlýsingar og stefnumörkun Reykjavíkurborgar. Um 850 manns eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum þar af um 550 manns í brýnni þörf. Tillagan um fjölgun almennra félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu 5 árum, sem byggir ekki á gildandi lögum eða heimild í fjárlögum og er því ómöguleg í framkvæmd per se, dugar ekki til að mæta þeirri þörf sem er til staðar í dag. Ljóst er að þarfagreining velferðarsviðs, sem tillagan byggist á, á ekki við rök að styðjast og vísum við til bókunar frá 13. nóvember 2014 undir lið 14.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. nóvember 2014:
Borgarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að hönnun frjálsíþróttavallar ÍR í Suður-Mjódd og útboðsgögn undirbúin með það að markmiði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Borgarráð samþykkir jafnframt að 50 m.kr. verði varið í framkvæmdaáætlun 2015 vegna þessa verkefnis. Á fyrri hluta þessa árs var gerður samningur á milli Reykjavíkurborgar og Íþróttafélags Reykjavíkur um skipulagsvinnu og uppbyggingu í Suður-Mjódd. Einn af þeim þáttum sem samningurinn tekur til er uppbygging frjálsíþróttavallar. Skipulagsvinna varðandi svæði ÍR í Suður-Mjódd hefur verið unnin í samvinnu ÍR og borgaryfirvalda og gert er ráð fyrir að breyting á deiliskipulagi fari brátt í hefðbundna kynningu. Reykjavíkurborg og ÍR munu á næstu vikum gera sérstakan samning um framkvæmdir, fjármögnun og tímaröð vegna frjálsíþróttavallarins.
Fjármögnun verkefnisins er vísað til fjárhagsáætlunar 2015. R14020065
Samþykkt.
36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2014:
Borgarráð samþykkir að aksturssamningum hjá Reykjavíkurborg verði sagt upp og þess í stað greitt fyrir mældan akstur í þágu vinnuveitanda samkvæmt akstursdagbók, þar sem við á.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14110168
Samþykkt.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2014:
Borgarráð samþykkir að unnin verði aðgerðaáætlun til að efla heilsu og öryggi starfsfólks Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þríþættar aðgerðir sem hlúa að heilsu og velferð starfsmanna og stuðla að heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi hjá Reykjavíkurborg.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14110172
Samþykkt.
38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fela fagsviðum og miðlægum skrifstofum hjá Reykjavíkurborg að greina möguleika á hagræðingu sem hlotist getur af því að ráða ekki eða fresta ráðningum í laus stöðugildi á árinu 2015. Leitast verði við að gera breytingar á verkaskiptingu og störfum starfsmanna þannig að ekki þurfi að koma til ráðninga í laus störf nema brýn nauðsyn krefji. Svið og skrifstofur skili áætlunum um hagræðingu vegna þessa fyrir 15. janúar 2015. Jafnframt verði samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til að rýna ráðningar á vegum sviða og starfsstaða Reykjavíkurborgar. Nefndin fundi vikulega og afgreiði umsóknir um ráðningar frá starfsmannastjórum sviða og miðlægra skrifstofa. Nefndin gefi út leiðbeiningar sem stuðli að gagnsærri og skilvirkri framkvæmd.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14110169
Samþykkt.
39. Lögð fram endurskoðun fjárstýringar- og áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur 2014, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 25. nóvember 2014. Jafnframt lögð fram arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í okt. 2014, ásamt umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 25. nóvember 2014. Einnig lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um lántökur Orkuveitunnar 2015. R14110126
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs:
Í starfi Orkuveitu Reykjavíkur leggur borgarráð megináherslu á þrennt:
1. Ábyrg auðlindanýting. Auðlindir verði nýttar með þeim hætti að ekki sé gengið á framtíðarmöguleika til nýtingar þeirra. Allar ákvarðanir um nýtingu auðlinda og nýtingin sjálf einkennist af ást og virðingu fyrir umhverfinu.
2. Sjálfbær almannaþjónusta. Orkuframleiðsla verði fyrst og fremst í þágu samfélagslega ábyrgra, sjálfbærra og hagkvæmra verkefna.
3. Aukið gagnsæi. Borgarbúar njóti öruggrar þjónustu frá traustum aðilum og geti gengið að upplýsingum um störf og stöðu orkufyrirtækja í eigu borgarinnar.
Ofangreindar áherslur eru í góðu samræmi við samþykkta eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur er snilldarfyrirtæki sem sér borgarbúum fyrir rafmagni, yl, vatni, frárennsli og gagnaveitu. Líklega er engin höfuðborg í heiminum jafn vel sett hvað varðar þessa mikilvægu grunnþjónustu sem er bæði hagkvæm, umhverfisvæn og örugg. Borgaryfirvöld vilja tryggja að Reykvíkingar og aðrir viðskiptavinir Orkuveitunnar njóti þess um ókomna tíð að eiga aðgang að öruggri orku, vatni, gagnaveitu og frárennsli. Sammæli eru um að þessu markmiði sé best náð með því að OR sé áfram í eigu almennings. Hlutverk OR er fyrst og fremst að sinna þörfum íbúa fyrir orku, vatn, frárennsli og gagnaveitu. Þátttaka í áhættusömum framkvæmdum kann að vera spennandi en á ekki að vera þáttur í reglulegri starfsemi OR. Almannaþjónustan er kjarnastarfsemi og almannahagsmunir koma fyrst. Lykilatriði í starfi stjórnar er að leita allra leiða til að styrkja rekstur Orkuveitunnar, að halda Orkuveitunni í eigu almennings og að tryggja grunnþjónustu á sanngjörnu verði.
Meginverkefnin á næstu árum eru þessi:
- Aðgerðaáætlun eigenda og stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur (Planinu) verði fylgt.
- Unnin verði áætlun og langtímasýn sem taki við þegar Planinu sleppir. Áætlunin undirstriki ofangreindar áherslur á sjálfbæran rekstur í öllum skilningi, taki á áhættu, eðlilegum arðgreiðslum, fjármögnun og jafnvægi milli tekna og gjalda.
- Áhersla verði lögð á þau brýnu úrlausnarefni sem Orkuveitan stendur frammi fyrir á sviði umhverfismála og unnar áætlanir um hvernig á þeim verði tekið til skemmri og lengri tíma.
- Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið skipt upp í samræmi við lagafyrirmæli. Það breytir ekki þeirri sannfæringu borgarstjórnar að auka, en ekki minnka gagnsæi, og meiri upplýsingamiðlun um alla lykilþætti í rekstri samstæðunnar og fyrirtækja hennar, skv. nánari útfærslu stjórnar fyrirtækisins.
40. Lögð fram endurskoðuð tillaga að gjaldskrám Reykjavíkurborgar fyrir 2015, dags. 25. nóvember 2014. Einnig eru lagðar fram gjaldskrár heilbrigðiseftirlitsins, gjaldskrá fyrir hundahald, sorphirðugjaldskrá og gjaldskrá skipulagsfulltrúa, greinargerð Bílastæðasjóðs, ódags., og minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 26. nóvember 2014 um fjárhagsáætlanir fyrirtækja í B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar. R14010255
Vísað til borgarstjórnar.
41. Lagðar fram svohljóðandi breytingartillögur borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við frumvarp að fjárhagsáætlun 2015:
Lagt er til að framlög til hráefniskaupa í mötuneytum grunnskóla verði ekki skert frá því sem nú er heldur hækki um 3,4% eða um kr. 23.790.820. Ætlaður ágóði vegna örútboða og samræmdra matseðla verði nýttur til hráefniskaupa með það að markmiði að auka gæði og tryggja að matur í grunnskólum fullnægi opinberum manneldismarkmiðum.
Lagt er til að veittur verði 10 milljóna króna styrkur til KFUM og -K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi hafa aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti brugðist. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.
Lagt er til að framlag til Kirkjubyggingarsjóðs verði hækkað um kr. 8.782.500 og nemi því 20.492.500 kr. í fjárhagsáætlun ársins 2015. R14010255
Vísað til borgarstjórnar.
42. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum hvort að Miðborgin okkar hafi skilað inn fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár til Reykjavíkurborgar í samræmi við 5. gr. samstarfssamnings frá 11. apríl 2014 en þar er gert ráð fyrir að honum skuli skilað fyrir 1. nóvember ár hvert. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort að Reykjavíkurborg hafi tilnefnt áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnar- og félagsfundum félagsins Miðborgin okkar, á grundvelli 4. gr. samnings á milli Reykjavíkurborgar og Miðborgin okkar frá 11. apríl 2014. R14110196
43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um með hvaða hætti samstarfi við Byggingarfélag námsmanna annars vegar og Félagsstofnun stúdenta hins vegar verði háttað um uppbyggingu svokallaðra Reykjavíkurhúsa. R14110197
44. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað eftir að eigendastefna Félagsbústaða verði lögð fram í borgarráði og öll samskipti við ESA, eftirlitsstofnun EFTA í tengslum við hugmyndir um Reykjavíkurhús. R14110197
Fundi slitið kl. 13:13
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir