Borgarráð - Fundur nr. 5339

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 20. nóvember, var haldinn 5339. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Halldór Halldórsson, og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram, og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. nóvember 2014. R14010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 17. nóvember 2014. R14010013

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. nóvember 2014. R14010015

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 13. nóvember 2014. R14010018

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 8., 9. og 24. október 2014. R14010026

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. nóvember 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R14110010

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14110016

9. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.

Atli Atlason og Inga Rún Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047

- Kl. 9.06 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

- Kl. 9.10 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. október 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Frakkastíg. R13060008

Samþykkt.

11. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. nóvember sl., á umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að samkeppni og skipunar dómnefndar vegna vinnu við þróun samöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. R13110197

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Sem fyrr gagnrýna borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá afstöðu meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að samgöngumiðstöð skuli valinn staður við Vatnsmýrarveg 10 án undangenginnar þarfagreiningar og úttektar á því hvort sá staður sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um BSÍ, dags. 13. nóvember 2014. R13110197

Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun: 

Skynsamlegt er að keppendur og tillögur þeirra fjalli m.a. um hvort BSÍ standi eða víki. Því er ekki rétt að taka af skarið í því efni í forsendum samkeppninnar. Hins vegar er fallist á að gera eigi ráð fyrir þeim möguleika að lestartenging verði milli alþjóðaflugvallar og Reykjavíkur með lestarstöð á U-reit og að forsendur keppninnar geri ráð fyrir því.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Gufuness, ásamt fylgiskjölum. R14110110

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember sl., um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað, ásamt fylgigögnum. R14050052

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13. við Tryggvagötu, ásamt fylgigögnum. R13120078

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember sl., á lýsingu vegna deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 18-24 við Borgartún og 2-4 við Nóatún, ásamt fylgigögnum. R14110109

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 12. nóvember sl., um deiliskipulag Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn, ásamt fylgigögnum. R14090003

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. nóvember 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við frístundaheimilið Vogasel við Vogaskóla, ásamt fylgigögnum. R14110112

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, dags. 10. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð feli velferðarsviði og mannréttindastjóra samningagerð við Innanríkisráðuneytið/Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur. Jafnframt lagt fram minnisblað þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, dags. 28. október 2014, um þjónustu og ráðgjöf við hælisleitendur í Reykjavík. R11060051

Samþykkt.

Anna Kristinsdóttir, Stefán Eiríksson og Sigtryggur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. nóvember 2014, varðandi sölu á tveim færanlegum kennslustofum við Sæmundarskóla til Jónshúsa ehf. R14080067

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. nóvember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili skrifstofunni að ganga til kaupa á leiktækjum í Fjölskyldu- og húsdýragarði skv. meðfylgjandi kaupsamningum.  R14110055

Samþykkt. 

Vísað til borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er eftir upplýsingum um allan kostnað Reykjavíkurborgar vegna rekstrar leiktækja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá árinu 2006. Þar verði gerð grein fyrir öllum greiðslum borgarinnar til leigusala sem og öðrum kostnaði borgarinnar vegna umræddra tækja, t.d. viðhalds. Þá verði einnig lagðar fram upplýsingar um rekstrarkostnað leiktækja í garðinum sem eru í eigu borgarinnar.

22. Lagt bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. nóvember, sbr. samþykkt forsætisnefndar frá 14. nóvember 2014 um að vísa til borgarráðs erindi skóla- og frístundasviðs um breytingu á samþykkt skóla- og frístundaráðs varðandi áheyrn Reykjavíkurráðs ungmenna, dags. 13. nóvember 2013. R13060019

Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um íbúðakaup Félagsbústaða, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. september sl. R14090137

24. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um kaup og sölu á almennum leiguíbúðum Félagsbústaða, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. október sl. R14090137

25. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um fasteignaviðskipti Félagsbústaða í október 2014, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. R14090137

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Um leið og við þökkum framkomin svör borgarstjóra við fyrirspurn til Félagsbústaða, og þá líka fyrir óumbeðnar upplýsingar um kaup Félagsbústaða í nóvember, þá lítum við til þess að frá áramótum og til 1. október jókst í eignasafni Félagsbústaða aðeins um 5 íbúðir og er það að meðaltali ½ íbúð á mánuði á meðan meðaltal á síðasta kjörtímabili var 1,5 á mánuði.  Það er fagnaðarefni að Félagsbústaðir hafi nú í nóvember keypt 15 nýjar íbúðir, þó ekki sé fyllilega ljóst hversu margar íbúðir falli undir sértæk búsetuúrræði og hversu margar undir almennar leiguíbúðir. Vonumst við eftir víðlíka takti í þessum málaflokki á næstu misserum, en betur má ef duga skal.

26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, til Velferðarráðuneytisins varðandi lán frá Íbúðalánasjóði vegna kaupa Reykjavíkurborgar á félagslegu húsnæði. R14090137

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir telja það ekki rétta tímasetningu að senda nú bréf til velferðarráðherra þegar ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um hversu mörgum umsóknum Félagsbústaða um lán frá Íbúðalánasjóði hefur verið hafnað frá áramótum.

27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um göngustíg milli Vættaborga og Jötnaborga, dags. 16. október 2014. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. nóvember 2014. R14100334

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

28. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um uppsögn ráðningarsamnings við framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 13. nóvember 2014.  R14110087

Tillögunni er vísað frá með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata með svohljóðandi bókun: 

Í tillögu Framsóknar og flugvallarvina er lagt til að borgarráð hafi afskipti af ráðningarsamningi framkvæmdastjóra Strætó bs. við fyrirtækið. Ekki verður séð hvernig slík afskipti geti verið hluti af verkefnum borgarráðs en málið er í höndum stjórnar Strætó.   

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir líta ekki svo á að það sé undanþegið hlutverki borgarráðs að beina tilmælum til stjórna byggðasamlaga og dótturfélaga um ad hoc málefni er varða stjórnsýslu og stjórnun, enda ber borgarráð skv. 35. gr. sveitastjórnarlaga ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins í rúmum skilningi þess hugtaks.  

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

29. Lögð fram að nýju drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar. R14100244

Samþykkt að skipa Magneu Guðmundsdóttur, Hjálmar Sveinsson, Sóley Tómasdóttur, Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, Sigurð Inga Jónsson og Þórgný Thoroddsen í stýrihópinn.

30. Fram fer kynning á stöðu almannavarnamála í Reykjavík.

Jón Viðar Matthíasson og Birgir Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14090135

31. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 17. nóvember 2014, um þróun tekna og útgjalda A-hluta 2008-2015. R14010255

32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. nóvember 2014: 

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, áætlað framlag vegna kennslukostnaðar tónlistarskóla fyrirfram einn mánuð í senn fram til 31. desember 2014. Frá 1. janúar 2015 verður aftur horfið til eftir á greiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi. 

Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan geti numið allt að 35 m.kr. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R14050155

Samþykkt.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014:

Borgarráð samþykkir meðfylgjandi drög að rammasamningi Reykjavíkurborgar og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um samstarf um rannsóknarverkefni á sviði kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Jafnframt lögð fram drög að samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og rammasamningi milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. R14110125

Samþykkt.

34. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 148/2014, Reykjavíkurborg gegn MP banka hf. og MP banki hf. gegn Reykjavíkurborg og Friðgeiri Indriðasyni. R12100329

35. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. E-509/2014, Benedikt Hákon Bjarnason gegn Reykjavíkurborg. R14020094

36. Lagt fram erindi Stelpur rokka!, dags. 15. september 2014, þar sem óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur á milli Reykjavíkurborgar og Stelpur rokka! til 3 ára. Jafnframt lagðar fram umsagnir menningar- og ferðamálasviðs, dags. 31. október 2014, mannréttindaskrifstofu, dags. 20. október 2014 og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 31. október 2014. R14100288

Frestað.

37. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. nóvember 2014, um samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum. R14110124

Frestað.

38. Fram fer umræða um eigendafund OR sem fram fer 28. nóvember nk. R14110126

39. Lagt er til að Eva Einarsdóttir taki sæti í fulltrúaráði Hjúkrunarheimilisins Eirar í stað Regínu Ásvaldsdóttur.  R14060135

Samþykkt.

40. Kynnt er ferð Sóleyjar Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, til Færeyja 28. nóvember til 1. desember til að afhenda jólatrésgjöf Reykjavíkurborgar til Þórshafnar. R14110141

41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina: 

Hversu mörgum umsóknum Félagsbústaða til Íbúðalánasjóðs um lán hefur verið hafnað frá áramótum og fram til 1. nóvember 2014? Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu mikil fjölgun hefur verið á höfnun umsókna á grundvelli nýju reglugerðarinnar 1042/2013 á því ári sem hún hefur verið í gildi, 1. nóvember 2013 til 1. nóvember 2014 og síðan á grundvelli eldri reglugerðarinnar frá tímabilinu 1. nóvember 2012 til 1. nóvember 2013. R14110142

42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina: 

Framsókn og flugavallarvinir óska eftir upplýsingum um hversu margar íbúðir Félagsbústaðir á nú í dag, miðað við 21. nóvember 2014, sem falla undir að vera almennar félagslegar leiguíbúðir. R14110143

43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina: 

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hversu margar bifreiðar Reykjavíkurborg og félög á vegum hennar (dótturfélög og byggðarsamlög) hafa verið keyptar frá 1. janúar 2013 og til 1. nóvember 2014, af bílaleigum.  Þá óskast upplýsingar um hversu langur tími líður frá undirritun kaupsamnings um bifreið og þar til hún er skráð á kaupandann hjá Umferðarstofu.  Er í einhverjum tilvikum um það að ræða að verið sé að bíða með skráningu bifreiða á kaupanda, þar til bifreiðar eru búnar að vera 15 mánuði í eigu bílaleigunnar þannig að eftirgjöf af vörugjöldum haldist? R14110144

44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að bæta lýsingu á göngustígum á Arnarhóli til að auka öryggi vegfarenda. Sökum lítillar lýsingar getur skapast slysahætta á göngustígum, sérstaklega þar sem tröppur koma inn í stíginn. R14110145

Frestað.

45. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að bæta aðstæður hjólandi vegfarenda við Kirkjustræti og leggja hjólreiðabraut við götuna. Slíkar úrbætur væri t.d. hægt að gera í tengslum við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir við strætið. R14110146

Frestað.

46. Lagðar fram svohljóðandi breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins við frumvarp að fjárhagsáætlun 2015:

-Lagt er til að framlög til hráefniskaupa í mötuneytum leikskóla verði ekki skert frá því sem nú er heldur hækki um 3,4% eða um kr. 16.320.000. Ætlaður ágóði vegna örútboða og samræmdra matseðla verði nýttur til hráefniskaupa með það að markmiði að auka gæði og tryggja að matur í leikskólum fullnægi opinberum manneldismarkmiðum.

-Lagt er til að 70 milljóna króna framlag verði veitt til framkvæmda við frjálsíþróttavöll Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í samræmi við samning félagsins og Reykjavíkurborgar frá 20. febrúar 2014.

-Lagt er til að 190 milljón króna framlag verði veitt til framkvæmda vegna viðbyggingar við Breiðholtsskóla og endurbóta á eldra húsnæði skólans. R14010255

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.25

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Hjálmar Sveinsson Kjartan Magnússon

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir