Borgarráð - Fundur nr. 5338

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 13. nóvember, var haldinn 5338. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Örn Sigurðsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 23. október 2014. R14110063

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 5. nóvember 2014. R14010026

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. nóvember 2014. R14010027

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R14110010

- Kl. 9.16 tekur Halldór Auðar Sveinsson sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. nóvember 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. nóvember sl., á umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu að samkeppni og skipunar dómnefndar vegna vinnu við þróun samöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. R13110197

Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Áður en skipað er í dómnefnd og efnt til samkeppni um samgöngumiðstöð verði tekin afstaða til þess hvort núverandi bygging (BSÍ) standi eða víki. Þá ákvörðun verður að taka á vettvangi borgarinnar en skýr skilaboð í forsögn auka líkur á þátttöku í samkeppninni og raunhæfum tillögum sem nýtast munu í framhaldinu. Þar sem gert er ráð fyrir tengingu á milli alþjóðarflugvallar og Reykjavíkur með hraðlest er mikilvægt að skýra hvaða kröfur eru gerðar til lestarstöðvar á U-reit eftir því sem hægt er.

Frestað.

7. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um verklag við sölu fasteigna í eigu borgarinnar, dags. 2. október 2014. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. nóvember 2014. R14100110

Frestað.

8. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. nóvember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki ótímabundinn húsaleigusamning við Sigurð Friðriksson vegna söluturnar á Lækjartorgi. R14110047

Samþykkt. 

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki að setja upp handritasýningu í tengslum við Landnámssýninguna í Aðalstræti. Fjármögnun verði vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

Einnig er lögð fram greinargerð menningar- og ferðamálasviðs, dags. 11. nóvember 2014. R12050066

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Svanhildur Konráðsdóttir og Guðbrandur Benediktsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. nóvember 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 5. nóvember sl., á tillögu að samningi skóla- og frístundasviðs við samtökin Móðurmál. R14110054

Samþykkt. 

Hildur Skarphéðinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. nóvember 2014, um fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins á árinu 2015. R14110017

Samþykkt. Fjármögnunni er vísað til meðferðar fjármálaskrifstofu við vinnslu fjárhagsáætlunar 2015. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

12. Fram fer kynning á lofthreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun.

Bjarni Bjarnason og Hólmfríður Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14110013

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2014: 

Hinn 1. apríl 2014 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samstarfi við sveitarfélög, Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögregluskólann og grasrótar- og stuðningssamtök. Borgarstjórn bókaði jafnframt að Reykjavíkurborg væri reiðubúin til þess að kanna og innleiða allar þær aðferðir sem gætu stuðlað að friðsælli borg og auknu öryggi borgarbúa. Borgarráð fól mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur að leggja grunn að verkefninu og halda utan um framkvæmd þess. Settur var á laggirnar starfshópur undir forystu mannréttindastjóra til þess að skoða verkefnið nánar og leggja fram tillögur um aðgerðir. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og leggur fram tillögur að 24 aðgerðum sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Lagt er til að borgarráð samþykki tillögur starfshópsins, þó með þeim fyrirvara að aðgerð nr. 13 um árveknisátak gegn heimilisofbeldi verði unnið á vegum upplýsingadeildar og mannréttindaskrifstofu þegar meiri reynsla er komið á verklag og verkefnið, og þá með sérstakri fjárveitingu ef þarf. Heildarkostnaður verkefnisins nemur tæpum 47 m.kr og er vísað til fjárhagsáætlunar 2015.

Jafnframt lagt fram bréf mannréttindastjóra, dags. 11. nóvember 2014, um átaksverkefnið Reykjavík gegn ofbeldi, ásamt greinargerð um verkefnið, dags. 15. október 2014. R14040062

Samþykkt. 

Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 10. nóvember 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. nóvember sl., þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs vegna tillögu að breytingu á búsetukjarna á Bergþórugötu og Lindargötu. R14110062

Samþykkt. 

Stefán Eiríksson og Ellý Alda Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram minnisblað velferðarsviðs, dags. 3. nóvember 2014, um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum - félagslegt leiguhúsnæði. R14110067

Stefán Eiríksson og Ellý Alda Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Í nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík (bls. 19-20) er gert ráð fyrir því að borgin haldi áfram að vaxa og dafna og gengið er út frá því að á skipulagstímabilinu 2010-2030 verði meðalfjölgun íbúa í Reykjavík áþekk og undanfarin 20 ár og er spáin grundvölluð á spá Hagstofu Íslands um íbúaþróun. Eru því forsendur áætlunar um félagsleg húsnæði ótækar enda auðvelt að gera minnisblað þegar unnið er eftir forsendum um óverulega fjölgun á tímabilinu 2014-2034 fyrir þann aldurshóp sem sækir mest um félagslegt húsnæði, enda er allt óljóst með þróun aldursdreifingu umsókna í framtíðinni. Það er auðvelt að verða „excelríkur“. Ekki hefur tekist að útskýra með öðru en vonum og efum um framtíðina, hvernig þörf eftir félagslegu leiguhúsnæði minnki á 7 árum úr 129 (386 íbúðir/3 ár) á ári og í 3,4 á ári (34 íbúðir/10 ár) sérstaklega þegar haft er í huga að uppsöfnuð þörf er nú þegar 830 íbúðir og áætluð heildarþörf næstu 17 árin aðeins 737 íbúðir.

16. Lagt fram álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2014: Samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs: Framkvæmd Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi við innleiðingu á endurvinnslutunnum fyrir pappír og pappa, dags. 5. nóvember 2014. Jafnframt lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. nóvember 2014. R13040021

17. Lagt fram svar framkvæmdastjóra Sorpu bs., dags. 5. nóvember 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um lögfræðikostnað vegna Sorpu bs., sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst 2014. R14080132

18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um göngustíg milli Vættaborga og Jötnaborga, dags. 16. október 2014. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. nóvember 2014. R14100334

Frestað.

19. Lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur, dags. 31. október 2014, þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um skipulag á KR-svæðinu. R14110035

Samþykkt. 

Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna að málinu með íþrótta- og tómstundasviði þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi þróun lóðarinnar á Keilugranda 1 í samvinnu við Búseta.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru því samþykkir að viðræður verði teknar upp við KR um samstarf félagsins og borgarinnar um skipulag á svæði félagsins í samræmi við erindi þess sem lagt var fyrir borgarráð. Minnt er á í þessu samhengi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt til að Keilugrandalóðin (SÍF-reitur) nýtist til að leysa brýna þörf fyrir aukið íþróttaæfingasvæði í þágu barna og unglinga í Vesturbænum. Verðmæti Keilugrandalóðarinnar felst ekki síður í því að nýtast fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi en fyrir frekari þéttingu byggðar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Framsókn og flugvallarvinir fagna góðum tillögum KR-inga og fagna samráði borgarinnar og íþróttafélagsins. Við samþykkjum að málinu verði vísað til USK í samvinnu við ÍTR, þar sem við treystum því að metin verði þörf íþróttafélaga á íþróttamannvirkjum í borginni við töku ákvörðunarinnar.

- Kl. 11.55 víkur Halldór Halldórsson af fundi.

20. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 12. nóvember 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að fjárhæð kr. 450 m.kr. að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 3,26%, í skuldabréfaflokki borgarsjóðs RVK 09 1. R13030061

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

21. Kynnt dagskrá kynningarfundar borgarstjóra um uppbyggingarsvæði í Reykjavík, 13. og 14. nóvember 2014 R14110088

22. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 6. nóvember 2014, í máli nr.127/2014, Kaupþing hf. gegn Reykjavíkurborg. R12100293

Borgarráð þakkar embætti borgarlögmanns fyrir vandaðan málflutning fyrir hönd Reykjavíkurborgar og faglega framgöngu.

23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 

Hvers vegna er fulltrúi Reykjavíkurborgar, sem fjölmennasta sveitafélagsins í byggðasamlaginu, ekki formaður stjórnar í Strætó bs.? Hvaða skráðu reglur gilda um val á formanni stjórnar í Strætó bs.? Óskað er eftir afriti af samþykktum fundargerðum sem tengjast staðfestingu eða breytingum á þeim reglum sem hafa með val formanns stjórnar að gera. Hafa verið gerðar breytingar á stofnsamningi um Strætó bs. sem samþykktar eru og skráðar eru nú hjá fyrirtækjaskrá, dags. 7. maí 2001? Þá er óskað eftir upplýsingum um hvenær starfs- og siðareglur núverandi stjórnar voru samþykktar og hvort að breytingar voru gerðar frá fyrri reglum, þeim sem kynntar eru á heimasíðu Strætó og eru frá 2012 og á hvaða eigendafundi þær voru staðfestar, sbr. lið 5.5. í eigendastefnu Strætó. R14110086

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: 

Framkvæmdastjóri Strætó bs. ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana skv. eigendastefnu. Ljóst  er að hann fer út fyrir valdsvið sitt er hann festir kaup á bifreið til eigin nota án heimildar stjórnar til slíks, þó svo að þeirri ákvörðun hafi nú verið snúið við og bifreiðinni skilað, sbr. fundargerð frá 5. nóvember 2014  Í ljósi þess trúnaðarbrests sem átt hefur sér stað og þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdastjóri ber, m.a. skv. lögum og eigendastefnu, þá er það tillaga Framsóknar og flugvallarvina að borgarráð beini því til stjórnar Strætó bs. að hlutast til um uppsögn ráðningasamnings við framkvæmdastjóra, þar sem honum sé ekki lengur stætt á að gegna stöðu framkvæmdastjóra áfram. R14110087

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.10

Sigurður Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir