Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 6. nóvember, var haldinn 5337. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Líf Magneudóttir, Sigurður Björn Blöndal, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson, Ebba Schram og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 12. september 2014. R14010033
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 28. október 2014. R14010012
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 31. október 2014. R14010019
4. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. september og 13. október 2014. R14010029
5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. apríl og 8. september 2014. R14010030
6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. nóvember 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R14110010
8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14100039
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. október 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12b og 16 við Laugaveg. R14100440
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
10. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2014, ásamt undirrituðu samkomulagi um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli, dags. 19. apríl 2013. R12100372
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja ekki samkomulag sem Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, taldi sig vera að gera við innanríkisráðherra fyrir einu á hálfu ári – einni viku fyrir alþingiskosningar. Samkomulagið var reyndar ekki tekið alvarlegar en svo af þáverandi formanni borgarráðs að það var aldrei borið upp í borgarráði til samþykktar eða synjunar og hefur því ekki hlotið gildi. Það er vægast sagt undarlegt að staðfesta samkomulag við Ögmund Jónasson einu og hálfu ári eftir að hann hefur látið af embætti innanríkisráðherra.
11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurakademíunnar fyrir árið 2015 og samningsbundnar greiðslur greiðist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. Hjálögð er einnig greinargerð formanns Reykjavíkurakademíunnar um samfélagslegan ávinning og virðisauka af starfi stofnunarinnar.
Jafnframt lögð fram drög að samstarfssamningi og greinargerð formanns Reykjavíkurakademíunnar, dags. 25. október 2014. R14100435
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2014, varðandi jákvæða umsögn borgarráðs um umsókn Hannesarholts um rekstrarleyfi í flokki II að Grundarstíg 10. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. ágúst sl. R14030005
Samþykkt.
13. Fram fer kynning á gjaldskrárbreytingum og gjaldskyldusvæðum Bílastæðasjóðs.
Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14090102
14. Fram fer kynning á fjárfestingartillögu Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Hildur Sverrisdóttir, Heiðar Ingi Svansson, Gerður Guðjónsdóttir og Guðmundur Friðjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14110008
15. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 15. október 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um leigusamninga fyrir starfsemi barna og unglinga, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. september 2014. R14090035
16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili skrifstofunni í samráði við íþrótta- og tómstundasvið og umhverfis- og skipulagssvið að ganga frá nánar tilgreindum verkefnum við knattspyrnufélagið Víking er varða húsnæðis- og lóðamál félagsins að Traðarlandi 1. R08060004
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi tillögu um viðræður við Knattspyrnufélagið Víking varðandi viðhaldsmál, húsnæðismál, skipulagsmál o.s.frv. og fagna því að útfærsla málsins sé unnin í samráði við Kópavogsbæ. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykjavíkurborg standi við fyrirheit sem borgin gaf Víkingi á aldarafmæli félagsins árið 2008 um stækkun athafnasvæðis félagsins eftir að leigusamningur rennur út í árslok 2016. Úrlausn lóðamála þarf að vinnast í nánu samstarfi Víkings, borgarinnar, Kópavogsbæjar og Gróðrarstöðvarinnar Markar.
17. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 3. nóvember 2014, með tillögu um endurskoðað verklag um innkaup og eignfærslu rekstrarfjármuna. R13030061
Samþykkt.
18. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu yfir þróun tekna og gjalda málaflokka 2008-2015. R14010255
19. Lögð fram ályktun Félags tónlistarkennara, dags. 4. nóvember 2014. R14090228
Fundi slitið kl. 11.52
Sigurður Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Halldórsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Líf Magneudóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Þórgnýr Thoroddsen