Borgarráð - Fundur nr. 5336

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, föstudaginn 31. október, var haldinn 5336. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Halldór Auðar Svansson, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Ásgeir Westergren, Guðleif Þórðardóttir, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Kynntar eru fjárhagsáætlanir Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústaða, Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Strætó bs., umhverfis- og skipulagssviðs, Íþrótta- og sýningarhallarinnar og Jörundar. 

Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson, Auðun Freyr Ingvarsson, Árni Geir Pálsson, Ágúst Þórðarson, Jón Viðar Matthíasson, Sveinn Hannesson, Óli Öder, Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Reynir Jónsson, Ástríður Þórðardóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Einar Bjarki Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14010255

- Kl. 8.09 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

- Kl. 9.17 víkur Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir af fundi og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir tekur þar sæti.

2. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. R14010255

Vísað til borgarstjórnar.

3. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2015-2019. R14100339

Vísað til borgarstjórnar.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2014:

Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2015 verði 14,52%.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14100341

Vísað til borgarstjórnar.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2014:

Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2015 verði sem hér segir:

1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,2%.

2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%.

3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32% að viðbættri hækkun um 25% sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%).

4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.

5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1% af fasteignamatsverði.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14100340

Vísað til borgarstjórnar.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2014:

Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2015 verði eftirfarandi: Almenna reglan verði sú að greiðendur fasteignagjalda geri skil á fasteignagjöldum ársins 2015 með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 2. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og 3. október. 

Þrátt fyrir ofangreint er fjármálaskrifstofu heimilt að leyfa gjaldendum sem áður hafa valið að greiða fasteignagjöldin með einni greiðslu í maí ár hvert að gera það áfram. Þá er áfram gert ráð fyrir því að nemi fasteignagjöld 25.000 kr. eða lægri fjárhæð greiði gjaldendur þau með einni greiðslu hinn 2. maí 2015.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14100340

Samþykkt.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2014:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2015 verði eftirfarandi: 

Viðmiðunartekjur

I. Réttur til 100% lækkunar

Einstaklingur með tekjur allt að 2.750.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 3.830.000 kr.

II. Réttur til 80% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 2.750.000 til 3.150.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 3.830.000 til 4.270.000 kr.

III. Réttur til 50% lækkunar

Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.150.000 til 3.670.000 kr.

Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.270.000 til 5.100.000 kr.

Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14100340

Vísað til borgarstjórnar.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2014:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2015 að fjárhæð allt að 2.009,1 m.kr. vegna áformaðra framkvæmda á árinu 2015. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010255

Vísað til borgarstjórnar.

9. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 29. október 2014, til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, um nýtingu heimildarákvæðis vegna 64. greinar laga nr. 138/2011. Trúnaður er um málið fram yfir framlagningu fjárhagsáætlunar. R14100374

Borgarráð samþykkir að nýta heimildarákvæðið með vísan í umsögn fjármálaskrifstofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja við afgreiðslu málsins.

10. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 31. október 2014, um samþykkt á meðfylgjandi gjaldskrám Reykjavíkurborgar árið 2015.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010255

Vísað til borgarstjórnar.

11. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir uppýsingum um hvort að Félagsbústaðir hafi keypt eða selt fasteignir í október 2014. R14090137

Fundi slitið kl. 11.51

Sigurður Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson

Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir