Borgarráð - Fundur nr. 5335

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 30. október, var haldinn 5335. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ebba Schram, Hallur Símonarson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 24. október 2014. R14010033

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 22. október 2014. R14010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 23. október 2014. R14010017

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 27. október 2014. R14010016

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 16. október 2014. R14010018

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. október 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð borgarstjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá 23. október 2014. R14100337

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R14090205

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2014:

Í tilefni þess að hinn 31. október 2014 verða liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar ljóðskálds tekur borgarráð undir hugmyndir um að stytta Ásmundar Sveinssonar af ljóðskáldinu sem staðið hefur á Klambratúni verði flutt að fyrrum heimili skáldsins að Höfða. Þetta er í samræmi við áskoranir og erindi aðdáenda skáldsins og tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 28. ágúst sl. Reykjavíkurborg leggi til helming kostnaðar á móti fjármagni sem áhugahópur um málið hyggst safna. Kostnaðaráætlun við viðgerð, flutning og frágang við styttuna á nýjum stað er 15 m.kr. Hverfisráði Miðborgar og Hlíða er samhliða falið að koma með tillögu í samráði við íbúa að því hvernig megi nýta til framtíðar þann reit sem stytta ljóðskáldsins hefur staðið á og nánasta umhverfi þess. Notkun svæðisins verði unnin í samráði við íbúa eða á grunni fyrirliggjandi tillagna um notkun Klambratúns sem unnar hafa verið með íbúum hverfisins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14080083

Samþykkt með 6 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna samstöðu um að flytja styttu Ásmundar Sveinssonar af skáldinu Einari Benediktssyni af Klambratúni og setja hana upp í námunda við Höfða þar sem Einar bjó ásamt fjölskyldu sinni um nokkurra ára skeið. Tillaga sú sem lögð er fram í borgarráði er að mestu samhljóða tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í ráðinu 28. ágúst sl. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er þess vegna dregin til baka. Hugmynd að flutningi styttunnar er upphaflega komin frá hópi áhugafólks um Einar Benediktsson og á hópurinn hrós skilið fyrir sína framgöngu í málinu. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir styðja að stytta Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni verði færð á áberandi stað en í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar og mikils skorts á félagslegum leiguíbúðum og þeirri staðreynd að það eru 850 umsækjendur á biðlista teljum við ekki rétt að forgangsraða fjármunum á þessum tímapunkti í þetta verkefni og sitjum því hjá við agfreiðslu á þessum lið.

10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki sölu á Veghúsastíg 9a, ásamt fskj. R14080128

Samþykkt með 6 atkvæðum. 

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá og leggur fram svohljóðandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu sölu á Veghúsastíg 9a, á þeim forsendum að vinnubrögð við söluferlið séu ekki ásættanleg og ekki hægt að sjá að tekjur borgarsjóðs séu hámarkaðar eins og mögulegt væri. Í því tilliti er vísað til óafgreiddrar tillögu frá 16. október 2014 þess efnis að Reykjavíkurborg setji sér fyrir árslok 2014 skýrar og gegnsæjar heildarverklagsreglur um sölu og ráðstöfun fasteigna borgarinnar.

11. Lagt fram bréf Mandat lögmannsstofu, dags. 3. október 2014, varðandi dómsátt Reykjavíkurborgar og S10 ehf. um lóð á horni Njarðargötu og Eggertsgötu. Jafnframt er lagt fram bréf skrifstofu borgarlögmanns, dags. 28. október 2014, með tillögu að framlengingu á dómsátt, ásamt fylgiskjölum. R13020120

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, dags. 9. október 2014, um leyfi til að halda hátíðina í Laugardal 19.-21. júní 2015. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir menningar- og ferðamálsviðs, dags. 24, október 2014, og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. október 2014. R14100291

Samþykkt til eins árs og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og íþrótta- og tómstundasviðs með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum.

13. Lagt er til að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti varamanns í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga í stað Barða Jóhannssonar. R14060127

Samþykkt.

14. Fram fer kynning á ferð forseta borgarstjórnar og borgarritara á fund Eurocities sem fram fer í München í byrjun nóvember. R14010051

15. Fram fer kynningar á stöðu almannavarnamála í Reykjavík.

Jón Viðar Matthíasson, Birgir Finnsson og Árný Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14090135

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir ítarlega og greinargóða kynningu varðandi almannavarnamál á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir að þessari kynningu verði fylgt eftir með enn ítarlegri kynningu á stöðu mála gagnvart náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif slík vá getur haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig daglegt líf hins almenna borgara.

16. Lagt fram svarbréf fjármálaskrifstofu, dags. 27. október 2014, til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, um útkomuspá fyrir A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2014. R14100373

17. Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun vegna náttúru- og umhverfisviðurkenningar Norðurlandaráðs:

Borgarráð fagnar þeirri ákvörðun Norðurlandaráðs að veita Reykjavíkurborg náttúru- og umhverfisviðkenningu ráðsins árið 2014.
Í rökstuðningi ráðsins er horft til fjölbreyttra verkefna borgarinnar á sviði umhverfismála til langs tíma, allt frá því að borgaryfirvöld ákváðu að setja á laggirnar hitaveitu til húshitunar og standa vörð um vatnsforða borgarinnar. Strangt eftirlit sé með drykkjarvatni borgarbúa sem sé í háum gæðaflokki. Ráðið horfir til þess hvernig Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekist að samþætta umhverfismál rekstri sínum og náð að virkja íbúa til vistvænnar hegðunar með jákvæðum hætti. Er sérstaklega nefnt hvernig borgin hefur m.a. umbunað borgarbúum fyrir vistvæna hegðun svo sem að heimila visthæfum bílum að leggja frítt í stæði. Ráðið tiltekur einnig sérstaklega verkefnið „Torg í biðstöðu“ þar sem borgin hefur nýtt auð svæði fyrir skapandi og umhverfisvæn útiverkefni.
Viðurkenning Norðurlandaráðs er mikill heiður fyrir Reykjavíkurborg. Hún er staðfesting á því að Reykjavíkurborg er á réttri leið í umhverfismálum og er hvatning til borgarinnar til áframhaldandi góðra verka með umhverfið og lífsgæði borgarbúa að leiðarljósi. R14100434

18. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Kynntar eru fjárhagsáætlanir mannréttindaskrifstofu, velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs, Sorpu bs., íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar vegna fjárfestingaáætlunar og eignasjóðs, Faxaflóahafna og áætlanir vegna sameiginlegs kostnaðar. Einnig eru kynnt framlög til B-hluta fyrirtækja. 

Guðleif Edda Þórðardóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Anna Kristinsdóttir, Ragnar Hansson, Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Ragnar Þorsteinsson, Skúli Helgason, Kristján Gunnarsson, Björn Halldórsson, Ómar Einarsson, Þórgnýr Thoroddsen, Andrés Bögebjerg Andreasen, Elsa H. Yeoman, Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Jón Ingi Þorvaldsson, Kolbrún Jónatansdóttir og Anna Elínborg Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.  R14010255

- Kl. 14.01 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Kjartan Magnússon tekur þar sæti.

Fundi slitið kl. 15.25

Sigurður Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Kjartan Magnússon

Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir