Borgarráð
B O R G A R R ÁÐ
Ár 2014, fimmtudaginn 23. október, var haldinn 5334. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Hallur Símonarson og Úlfhildur Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 23. september og 14. október 2014. R14010008
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 7. október 2014. R14010009
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. september og 20. október 2014. R14010013
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 9. október 2014. R14010014
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 9. október 2014. R14010015
6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. október 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R14090205
8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14100039
9. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2014, sbr. afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs á minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október 2014, um skipulag háskólasvæðisins, niðurstöður hugmyndasamkeppni, ásamt bréfi sviðsins, dags. 22. október 2014.
Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14080042
11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 13. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti Reykjavíkurborgar að Bústaðarvegi 91. R14100283
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að leigja hitaveitutank í Perlunni til Stúdentaleikhússins. R14100346
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 30 við Blesugróf. R14100322
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 32 við Blesugróf. R14100320
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 34 við Blesugróf. R14100323
Samþykkt.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. október 2014:
Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg taki þátt í mótun öndvegisseturs um verndun hafsins, Oceana. Reykjavíkurborg ljái verkefninu nafn sitt og taki þátt í stefnumótunarvinnu verkefnisins fyrsta árið. Í lok þess árs verði verkefnið endurmetið og ákvörðun tekin um næstu skref.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. október 2014, og drög að samstarfssamningi um stofnun og rekstur Oceana, ódags. R14090095
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að selja Sjöstjörnunni ehf. hluta af lóðinni Pósthússtræti 1. R13060095
Samþykkt.
18. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 17. október 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um auglýsingakostnað borgarinnar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. október sl. R14090136
19. Fram fer kynning á rekstraruppgjöri a-hluta janúar-ágúst 2014. R14050068
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. október 2014:
Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar árið 2014 um 30.659 þús. kr. til að mæta útgjöldum Styrktarfélagsins Áss vegna kjarasamninga. Þessi útgjaldaauki verði fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14020053
Vísað til borgarstjórnar.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 22. október 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki að gjalddagi krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 3. nóvember nk. og eindagi 30 dögum síðar. Þó geta þeir sem skulda að lágmarki 25.000 kr. óskað þess að fá að ljúka greiðslum í þremur hlutum, þann 3. desember, 2. janúar og 2. febrúar nk. Lagt er til að þeir sem eiga inneignir fái þær greiddar út 6. nóvember nk.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13100362
Samþykkt.
22. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 17. október 2014, yfir kynningarfundi sviða og fyrirtækja í borgarráði 30. og 31. okt. nk. vegna frumvarps að fjárhagsáætlun 2015 og fimm ára áætlun 2015-2019. R14010255
23. Fram fer kynning á stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga. R14010267
24. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um grænan hagvöxt í Reykjavík. R14100353
25. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar. R14100244
Frestað.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. október 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki að til viðbótar við þegar skilgreind verkefni starfshóps um hjólaleigu í Reykjavík bætist eftirfarandi verkefni við: Að greina kosti þess að innleiða flýtibíla í Reykjavík. Að skoða hvernig megi nýta bílastæðahús borgarinnar betur sem tengistöð ólíkra samgöngumáta.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14080033
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja útvíkkun starfshóps um hjólaleigu en leggja áherslu á að hlutverk Reykjavíkurborgar er að skapa umgjörð og skipulag vegna mögulegrar hjóla- og flýtibílaleigu. Hlutverk borgarinnar verður aldrei að sjá um slíkan rekstur heldur á hann heima hjá einkaaðilum á markaði.
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. október 2014:
Í stefnu Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) til ársins 2020 segir m.a.: „Skipuð verði mannvirkjanefnd með fulltrúum borgarinnar, ÍBR og félaga. Nefndin fari yfir hugmyndir um mannvirki og geri tillögur til borgaryfirvalda um forgangsröðun“. Lagt er til að borgarráð samþykki að fela sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs að koma á slíkri nefnd með fulltrúum skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og ÍBR. R14100365
Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð leggur áherslu á að öllum tillögum sem gerðar eru um uppbyggingu fylgi kostnaðarmat.
28. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi á vegum skóla- og frístundasviðs, dags. 20. október 2014. R13040051
Samþykkt.
29. Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs:
Borgarráð vill koma á framfæri þakklæti til Fimleikasambands Íslands og þeirra aðila sem tóku þátt í að skipuleggja og framkvæma glæsilegt Evrópumeistaramót í hópfimleikum í Laugardalshöll í síðustu viku. Jafnframt óskar ráðið íslensku þátttakendunum til hamingju með frábæran árangur á mótinu. R13010101
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að ráðist verði í endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi og hann settur á snjóruðningslista borgarinnar í því skyni að tryggja öruggt aðgengi að sjúkrahúsinu. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Jafnframt er óskað eftir því að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið verði bætt. Malarstígur meðfram Stórhöfða verði malbikaður og tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur, og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn og tengist þar stígakerfi Foldahverfis. R14100389
Frestað.
31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í maí sl. lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram fyrirspurn um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili. Svar S. Björns Blöndals við fyrirspurninni, dags. 22. júlí sl., er um margt óljóst en af því má þó ráða að Dagur B. Eggertsson hafi notið bílafríðinda á síðasta kjörtímabili í verulegum mæli umfram aðra borgarfulltrúa og án þess að leyfi hafi verið gefið fyrir því á þar til bærum vettvangi, þ.e. forsætisnefnd. Í lok svarsins er sérstaklega tekið fram að í starfskostnaði borgarfulltrúa sé ekki gert ráð fyrir kostnaði við rekstur bifreiða, væntanlega í því skyni að réttlæta umrædda notkun borgarfulltrúans á bílum í eigu borgarinnar. Í gildandi samþykkt um starfskostnað borgarfulltrúa kemur hins vegar skýrt fram að starfsgreiðsluupphæðin sé til þess að mæta öllum persónulegum starfskostnaði og þar með séu taldar ferðir innan höfuðborgarsvæðisins. Þegar málið kom til umræðu á fundi borgarstjórnar í september sl. var bent á þetta misræmi, spurt hverju það sætti og einnig hvort bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans hefðu verið skertar í ljósi notkunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar. Er sú fyrirspurn hér með ítrekuð. Jafnframt er sú spurning ítrekuð á hvaða vettvangi ákvörðun um umrædd bílafríðindi var tekin og af hverjum. Þá er einnig óskað eftir nánari upplýsingum um notkun borgarfulltrúans á bifreiðum borgarinnar þegar ekki var um það að ræða að hann væri að sinna starfsskyldum staðgengils borgarstjóra. Brýnt er að skýrar reglur gildi um bílafríðindi kjörinna fulltrúa og að komið verði í veg fyrir notkun á bifreiðum Reykjavíkurborgar án þess að skýr heimild liggi fyrir um slíkt. R14050178
32. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Gerð er tillaga um að Reykjavíkurborg hefji án tafar viðræður við félög tengd uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu um að finna lausn á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Hlíðarenda þannig að fyrirhugaðar byggingar komist fyrir á reitnum án þess að vera hindrun fyrir flugbraut 06/24 eða svokallaða „neyðarbraut“ svo hún geti áfram haldið hlutverki sínu þrátt fyrir uppbyggingu á Hlíðarenda og allir hagsmunaaðilar geti vel við unað. R14050011
Frestað.
33. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Gerð er tillaga um Reykjavíkurborg setji sér fyrir árslok 2014 skýrar og gegnsæjar heildarverklagsreglur um sölu og ráðstöfun fasteigna borgarinnar. R14100110
Frestað.
34. Lagt er til að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í skólanefnd Menntaskólans við Sund í stað Fanneyjar Birnu Jónsdóttur. R12120017
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11.08
Sigurður Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir