Borgarráð - Fundur nr. 5333

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 16. október, var haldinn 5333. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 10. október 2014. R14010033

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 10. október 2014. R14010027

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. október 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R14090205

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 14. október:

Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi stefnu um námsflokka Reykjavíkur sem samþykkt var undir yfirskriftinni Félagsleg menntastefna í skóla- og frístundaráði þ. 17. september sl.

Einnig lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 18. september 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 17. september 2014, vegna málsins og skýrsla starfshóps um endurskoðun félagslegrar menntastefnu Reykjavíkurborgar. R14090157

Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. október 2014, sbr. samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 15. september 2014, á breyttu skipuriti Reykjavíkurborgar vegna stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. R14060144

Samþykkt. 

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

7. Lögð fram tillaga borgarritara, dags. 7. október 2014, um að borgarráð samþykki að fela borgarritara, skrifstofustjóra borgarstjórnar og borgarlögmanni að vinna greinargerð varðandi verkaskiptingu borgarstjórnar og borgarráðs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14080018

Samþykkt

- Kl. 9.16 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 13. október 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um kostnað vegna stjórnkerfisbreytinga, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. september 2014. R12030116

9. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 13. október 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stjórnkerfis- og lýðræðisráð, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst 2014. R14060144

10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. október 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtalda kjarasamninga sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hafa hlotið samþykki félagsmanna: 

Kennarasamband Íslands: Félag leikskólakennara

Kennarasamband Íslands: Félag stjórnenda leikskóla

Gerð er grein fyrir kostnaðaráhrifum og breytingum á fjárhagsáætlun sem leiða af samþykkt tillögunnar í sérstakri tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun. R14030047

Samþykkt.

11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. október 2014:

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2014 verði hækkaðar um samtals kr. 160.679.337 vegna kjarasamninga við eftirfarandi stéttarfélög: 

Kennarasamband Íslands: Félag leikskólakennara

Kennarasamband Íslands: Félag stjórnenda leikskóla

Hækkunin skiptist með eftirfarandi hætti milli fagsviða og annarra skipulagseininga: 

Skóla- og frístundasvið kr. 155.621.178 og velferðarsvið kr. 5.058.159, samtals kr. 160.679.337.

Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostnaðarstað 09205.

Breytingin felur ekki í sér breytingar á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R14020053

Vísað til borgarstjórnar.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. október 2014, varðandi bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, ásamt umsögn bílastæðanefndar frá 11. september 2014. R14100281

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. október 2014, á breytingu á deiliskipulagi Austurbergs 3, ásamt fylgigögnum. R14060230

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsögn skipulagsfulltrúa vegna breytinga á deiliskipulagi Nýlendureits, 1.131, ásamt fylgigögnum.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13070096

15. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 2. október 2014 um opinn íbúafund um deiliskipulag Nýlendureits.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu: 

Þar sem ekki hefur verið tekið undir hugmyndir um nýja staðsetningu Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eftir skoðun umhverfis- og skipulagssviðs fellur hugmynd um íbúafund um hana um sjálfa sig. Eðlilegast hefði verið að draga tillögu um fund til baka, en þar sem það var ekki gert er lagt til að henni verði vísað frá. R13070096

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun: 

Í anda loforðs meirihlutans um íbúalýðræði, samráð við borgarbúa og aukna upplýsingagjöf teljum við ótrúlegt að meirihlutinn vilji ekki halda íbúafund um málið og gerir það samstarfssáttmála meirihlutans mjög ótrúverðugan.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Opnir íbúafundir eru ein helsta leið borgarbúa til að láta rödd sína heyrast. Þegar óskir berast um að slíkir fundir verði haldnir ætti borgin að taka því fagnandi og bregðast við. Það vekur því furðu að tekið skuli neikvætt í að halda fund um skipulag Nýlendurreits og næsta nágrennis. Reynslan sýnir að íbúafundir geta verið uppspretta góðra hugmynda og oft hafa skoðanaskipti á milli borgar og borgarbúa við slík tækifæri skýrt það sem hefur verið óljóst. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata sem hefur lagt sig í líma við að kenna sig við lýðræði hafnar nú í annað skipti á skömmum tíma að funda með borgarbúum þrátt fyrir að óskir berist um slíkt.

Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Tillögu um íbúafund um deiliskipulag Nýlendureits er því vísað frá borgarráði.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. október 2014, varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 51 við Friggjarbrunn, ásamt fylgigögnum. R14100275

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að loknu auglýsingaferli.

17. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 8. október 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs dags. 8. október 2014, á samningi við Skáksamband Íslands vegna Reykjavíkurskákmóts. R14040004

Samþykkt.

18. Lögð fram tillaga að erindisbréfi borgarstjóra fyrir stýrihóp um leiðakerfisbreytingar í Reykjavík. R13110197

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. október 2014, um viðræður Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um húsnæðismál og nýtingu lóðar við Efstaleiti 1. Bréfinu fylgir svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Lagt er til að settur verði á laggirnar vinnuhópur Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar og í honum eigi sæti tveir fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði, tilnefndir af sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, tilnefndur af skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, auk þeirra fulltrúa sem RÚV skipar. Hópurinn skal gera lýsingu/forsögn að skipulagi þar sem þarfir RÚV auk áherslna Reykjavíkurborgar í skipulagi um þéttingu og gæði byggðar verði hafðar að leiðarljósi. Eftir samþykkt lýsingar í umhverfis- og skipulagsráði yrði hún síðan hluti af samkeppnislýsingu fyrir skipulagssamkeppni um svæðið sem hópurinn myndi undirbúa. RÚV yrði í forsvari fyrir samkeppninni en með aðkomu Reykjavíkurborgar til að mynda í formi fulltrúa í dómnefnd samkeppninnar. Samhliða skipulagsvinnunni verði gengið frá nýjum samningum milli RÚV og Reykjavíkurborgar um lóðina og þær heimildir sem kunna að verða til við breytingar á deiliskipulagi hennar sem m.a. nýtist til uppbyggingar leiguhúsnæðis. R14050095

Samþykkt.

20. Lögð fram fundargerð af fundi borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs, dags. 3. október 2014, vegna málefna Fossvogs, Fossvogsbrúar, Fossvogslaugar og Víkingssvæðisins. R14100314

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lagður verði göngustígur frá malbikuðum göngustíg sem liggur milli Vættaborga og Jötnaborga og niður að götu við Jötnaborgir, til að koma í veg fyrir skemmdir og slysahættu. Á umræddu svæði hefur myndast troðningur sem gangandi og hjólandi vegfarendur nýta sér til að komast á milli götunnar og malbikaða stígsins. Í rigningu rennur vatn niður troðninginn og leysir upp jarðveg sem hefur valdið óþrifum og skemmdum á gangstétt meðfram lóð Jötnaborga 12. Þá veldur ruðningurinn hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, ekki síst þegar snjór og klaki safnast þar fyrir á vetrum. R14100334

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.00

Halldór Auðar Svansson

Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Sóley Tómasdóttir

Eva Einarsdóttir Björk Vilhelmsdóttir