No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 9. október, var haldinn 5332. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.30. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Hjálmar Sveinsson, Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Páll Símonarson, Pétur Krogh Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. september 2014. R14010034
2. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. ágúst 2014. R14010029
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 29. september 2014. R14010016
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 2. október 2014. R14010017
5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. október 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 3. október 2014. R14010019
7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23. september 2014. R14010030
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. október 2014. R14010031
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14090205
10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 13 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14100039
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. september 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Vallá á Kjalarnesi. Jafnframt lögð fram umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 8. október 2014. R14090139
Samþykkt.
- Kl. 8.35 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 8.34 taka Halldór Auðar Svansson og Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. október 2014 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Njálsgötureit 1.190.1, ásamt fylgigögnum. R14060233
Samþykkt.
13. Fram fer kynning á stöðu viðræðna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. R14010267
Jón Viðar Matthíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 8. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokkinn RVK 09 1. R14010146
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
15. Lögð fram tillaga að endurskoðuðum tíma- og verkáætlunum, dags. 7. október 2014, fyrir A- og B-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015-2019. R14010255
Samþykkt.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2014:
Lagt er til að brúttó útsvarstekjur vegna ársins 2014 verði endurskoðaðar og hækkaðar um 1.500 m.kr. sem samsvarar 1.350 m.kr. hækkun nettó tekna þegar framlög í Jöfnunarsjóð hafa verið dregin frá og fjárhagsáætlun ársins endurskoðuð til samræmis. Viðbótartekjur verði færðar á kostnaðarstað 09205 ófyrirséð. R13010213
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. október 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtalda kjarasamninga sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hafa hlotið samþykki félagsmanna: Félag sjúkraþjálfara, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélaga háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðagarður, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag tölvunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Félag grunnskólakennara, Kennarasamband Íslands: Skólastjórafélag Íslands. Gerð er grein fyrir kostnaðaráhrifum og breytingum á fjárhagsáætlun sem leiða af samþykkt tillögunnar í sérstakri tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun. Auk þess er lagt til að borgarráð staðfesti heimild til fjármálastjóra að afgreiða laun til starfsmanna Reykjavíkurborgar sem taka laun skv. eftirfarandi kjarasamningum ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélaga með áorðnum breytingum: Iðjuþjálfafélag Íslands, SFR Stéttarfélag í almannaþjónustu, Félagsráðgjafafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands. Auk ofangreindra kjarasamninga hefur samninganefnd Reykjavíkurborgar undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs kjarasamninga við eftirtalin stéttarfélög starfsmanna: Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda í leikskólum. Óskað er heimildar til þess að afgreiða laun skv. þessum samningum en þeir koma til samþykktar borgarráðs þegar kostnaðarmat liggur fyrir.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14030047
Samþykkt.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. október 2014:
Lagt er til að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2014 verði hækkaðar um samtals kr. 877.786.316 vegna kjarasamninga við eftirfarandi stéttarfélög: Félag sjúkraþjálfara, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Iðjuþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Fræðagarður, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Verkfræðingafélag Íslands, Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélag tölvunarfræðinga, Kennarasamband Íslands: Félag grunnskólakennara, Kennarasamband Íslands: Skólastjórafélag Íslands og SFR Stéttarfélag í almannaþjónustu (starfsmenn sem taka laun skv. samningum við ríkið). Tillagan tekur einnig til kjarasamninga ríkisins vegna starfsmanna sem taka kjör samkvæmt þeim. Tillagan tekur einnig til þeirra sem eru utan félaga og taka laun skv. ákvörðun kjaranefndar. R14020053
Vísað til borgarstjórnar.
19. Lögð fram umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 6. október 2014, um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, vörugjöld o.fl. R14090180
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. október 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki nýjan leigusamning við Sorpu bs. vegna lóðarinnar Álfsnes á Kjalarnesi, ásamt fylgigögnum. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. ágúst 2014, og fjármálaskrifstofu, dags. 13. ágúst 2014. R14070110
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 3. október 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs, dags. 1. október 2014, þar sem lagt er til að borgaráð samþykki viðauka samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla, ásamt fylgigögnum. R14030174
Samþykkt.
22. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 30. september 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sameiningu grunnskóla 2011-2012, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. júní 2014. R14060175
23. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. september 2014, við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um greiðslur fyrir nefndarsetu, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst sl. R14080133
24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. október sl., um fulltrúa minnihluta í stjórn Sorpu.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi breytingartillögu:
Lagt er til að minnihluti í borgarstjórn fái einn fulltrúa í stjórn Sorpu og einn fulltrúa í stjórn Strætó. R14100112
Samþykkt.
Vísað til meðferðar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
25. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 14. ágúst 2014, varðandi styrkveitingar borgarráðs. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. september 2014, ásamt Styrkjahandbók Reykjavíkurborgar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Í þeim tilgangi að auka gegnsæi og tryggja jafnræði er lagt er til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. R14080057
Samþykkt.
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2014:
Borgarráð samþykkir að unnið verði að stofnun Friðarseturs í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi Friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með áherslu á hlutverk borga og smáríkja við að stuðla að friði, friðarmenningu, afvopnun og friðarfræðslu.
Með Friðarsetri vinni þriggja manna ráðgjafaráð þar sem sitji tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og einn frá Háskóla Íslands. Ráðgjafaráðinu er ætlað að móta stefnu og áherslur í starfsemi Friðarsetursins. Stefnt verði að formlegri stofnun Friðarsetursins þann 9. október 2015. Fram að þeim tíma vinni Alþjóðamálastofnun að undirbúningi og fjármögnun verkefnisins í samstarfi við Reykjavíkurborg. Í því felst m.a. aðstoð við Reykjavíkurborg við mótun, útfærslu og framkvæmd stefnu er styrki innviði Reykjavíkurborgar í því hlutverki að verða borg friðar. Reykjavíkurborg styrki Alþjóðamálastofnun um 3,5 mkr vegna undirbúnings stofnunar Friðarseturs en til framtíðar er gert ráð fyrir að Friðarsetrið verði fjármagnað að mestu með styrkjum. Ráðgjafaráð verði stofnað þann 1. nóvember 2014 og vinni með aðilum á undirbúningstímanum. R14070078
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Á miðju ári 2010 samþykkti borgarráð samhljóða tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að setja á fót Friðarstofnun Reykjavíkur og skipaði fimm manna verkefnastjórn til að undirbúa það. Verkefnastjórn fékk til sín gesti eins og forstöðumann Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands og fullrúa UNICEF á Íslandi. Þá fundaði nefndin með forseta Íslands á Bessastöðum. Verkefnastjórn skilaði niðurstöðum sínum og tillögu að framhaldi 18. ágúst 2011. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að nú skuli tillaga sem er samhljóða tillögu Vilhjálms lögð fram í borgarráði en sakna þess að hvergi skuli ferils þessa máls getið í tillögu borgarstjóra.
27. Lögð fram að nýju ályktunartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. október.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi breytingartillögu:
Borgarráð hvetur til vandaðrar stjórnsýslu af hálfu ríkisins, ekki síst þegar fjallað er um mál sem varða stóra hópa starfsfólks opinberra stofnana á borð við Fiskistofu. Ákvörðun um flutning Fiskistofu er dæmi um óundirbúinn og óvandaðan flutning stofnunar. Enda virðist niðurstaðan verða sú að fæst ef nokkuð af starfsfólkinu flytur með og ríkissjóður verður fyrir óþarfa kostnaði. Ráðherra er hvattur til þess að endurskoða ferli þessa máls og falla frá þessum áformum. Með sama hætti er erfitt að sjá hvernig ný stofnun sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur tilkynnt um á erindi út á land. Þörfin fyrir starfsemi stofnunar sem hefur með barnavernd, réttindagæslu fatlaðs fólks o.fl. er mest á höfuðborgarsvæðinu og á hún því að vera þar. Í anda vandaðrar stjórnsýslu þarf nefnd um endurskoðun stjórnsýslu ríkisins á sviði félagsþjónustu og barnaverndar að ljúka störfum. Við mótun byggðastefnu er kominn tími til að tekið verði tillit til höfuðborgarinnar sem mikilvægs útvarðar byggðar á Íslandi. Stefnumótun í byggðamálum þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum íbúa landsins og viðurkenna mikilvægi höfuðborgarinnar. R14100111
Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði á móti og leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykkja ekki ályktunartillögu borgarráðs, sérstaklega sem snýr að flutningi Fiskistofu, og telja það óeðlilegt út frá stærð og yfirburða styrks Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins með tilliti til atvinnumöguleika, fólksfjölgunar, í menningar-, menntunarlegu og þjónustulegu tilliti, að Reykjavíkurborg sé að álykta um byggðarstefnu ákveðna af ríkisvaldinu. Ber það keim af því að vilja gína yfir öllu stóru og smáu. Er það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar sem höfuðborgar að álykta um byggðastefnu ríkisins.
Tillagan fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
28. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Út frá svari fjármálaskrifstofu frá 2. október sl. við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um auglýsingakostnað borgarinnar árið 2013 og það sem af er ári 2014, teljum við að frekari skýringar þarfnist við. Í svarinu kemur í ljós að reikningar svokallaðra birtingahúsa eru þar meðtaldir. Óskað er eftir hvaða birtingarhús vinna fyrir Reykjavíkurborg og hvernig reikningar birtingarhúsanna skiptist á helstu auglýsendur borgarinnar, 365 prentmiðla, RÚV og Árvakur. R14090136
29. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvort og þá hve margar eignir hafa Félagsbústaðir keypt og selt af almennum leiguíbúðum frá 1. janúar til 1. október 2014. R14090137
30. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila. R14100261
Fundi slitið kl. 09.25
Sigurður Björn Blöndal
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir