Borgarráð - Fundur nr. 5330

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 18. september, var haldinn 5330. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. 

Fundarritari var Helga B. Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 21. ágúst 2014. R14010034

2. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 12. ágúst og 9. september 2014. R14010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 26. ágúst 2014. R14010012

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. ágúst 2014. R14010013

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 25. ágúst 2014. R14010014

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 25. ágúst 2014. R14010016

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 11. september 2014. R14010015

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 22. ágúst og 12. september 2014. R14010027

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. september 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R14090006

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 12 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14090001

12. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 9. september 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs á fundi sínum 8. september 2014, varðandi ósk um staðfestingu borgarráðs á verklagsreglum um úthlutun nýrra styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar 2015. R14090064

Samþykkt.

Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. september sl., sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., þar sem óskað er staðfestingar borgarráðs á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 en í breytingunni felst að bætt verður við texta í kaflann Landnotkun um túlkun sérstakra ákvæða um starfsemi innan landnotkunarsvæða. R11060102

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. september 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju. R12050093

Samþykkt.

Björn Ólafs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. september 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að gefa út tímabundna lóðarleigusamninga til allt að fimm ára í Vogabyggð.  R14070139

Samþykkt.

16. Lögð fram að nýju fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um hjólastíga og fækkun bílastæða á Laugavegi/Bankastræti. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurninni, dags. 16. september 2014. R14090034

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. september 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili ráðstöfun lóðanna að Einarsnesi 62 og Þrastargötu 1 fyrir flutningshús. R14090087

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 15. september 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti samkomulag við eigendur Vesturgötu 42, ásamt drögum að samkomulagi. R14090094

Samþykkt.

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. september 2014: 

Borgarráð samþykkir stofnun Spennistöðvarinnar, félags- og menningarmiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur, í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar að Barónsstíg 32a. Skóla- og frístundasvið fái húsið til umsýslu þann 1. október nk., hafi yfirumsjón með rekstri þess og sjái um að nýting fari fram með viðunandi hætti. Húsnæðið verði nýtt undir kennslu fyrri part dags en undir félagsmiðstöð seinni hluta dags og nokkur kvöld í viku. Utan þess tíma yrði húsið laust til notkunar fyrir íbúa og félagasamtök til að efla menningar- og félagsstarf í miðborginni. Skóla- og frístundasviði verði falið að boða til stofnfundar húsráðs sem skipað verði til tveggja ára í tilraunaskyni og hafi það hlutverk að skipuleggja notkun hússins þann tíma sem það er ekki nýtt í skólastarfi. Húsráð verði skipað þeim aðilum sem komið hafa að mótun Spennistöðvarinnar og skal það taka mið af skýrslu um Spennistöðina frá júní 2013 við skipulagningu á því starfi sem fram fer í húsinu. Skóla- og frístundasvið skili skýrslu um verkefnið að tveimur árum loknum. Útgjaldaauki SFS vegna þessa nemur 1,8 m.kr. vegna innri leigu og 600 þ.kr. vegna orku- og ræstingakostnaðar sem verður fjármagnaður af ófyrirséðu við endurskoðun fjárhagsáætlunar (viðauki). Útgjaldaauka vegna 2015 er vísað til undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna 2015. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Jafnframt eru lögð fram að nýju drög að stefnu Spennistöðvarinnar, umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 11. ágúst 2014, umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, og skýrsla um Spennistöðina, dags. í júní 2013. R14050146

Samþykkt.

20. Fram fer kynning á fyrirkomulagi atvinnumála hjá Reykjavíkurborg.

Helga Björg Ragnarsdóttir og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14090126

21. Lagt er til Kristín Soffía Jónsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir verði fulltrúar Reykjavíkurborgar í ferlinefnd fatlaðs fólks. Jafnframt er  lagt til að Kristín Soffía verði formaður nefndarinnar. R14050139

Samþykkt.

22. Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir verði kosin fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eva H. Baldursdóttir til vara. R14060078

Samþykkt.

23. Lögð fram drög að erindisbréfi borgarstjóra, dags. í september 2014, fyrir starfshóp um endurskoðun mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. R14090109

Frestað.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. september 2014:

Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra framlengda heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík, sem eru í tímabundnum greiðsluvanda vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng- og tónlistarnámi, áætlað framlag vegna kennslukostnaðar tónlistarskóla fyrirfram, einn mánuð í senn, fram til 30. nóvember 2014. Frá 1. desember 2014 verður aftur horfið til eftirágreiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan geti numið allt að 35 m.kr.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14040139

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. september 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki heimild til fjármálastjóra að greiða laun hinn 1. október nk. vegna ósamþykktra kjarasamninga við eftirtalin stéttarfélög, sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hafa hlotið samþykki félagsmanna, enda þótt endanlegt kostnaðarmat liggi ekki fyrir og samningarnir hafi af þeim sökum ekki verið lagðir fyrir borgarráð til afgreiðslu: Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Fræðagarð, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Kennarasamband Íslands vegna grunnskólakennara, Kennarasamband Íslands vegna skólastjórnenda grunnskóla, Tæknifræðingafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Þegar kostnaðarmat liggur fyrir verður gerð tillaga til borgarráðs um samþykkt samninganna og jafnframt tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. R14030047

Samþykkt.

26. Fram fer kynning á vinnu við gerð minnisblaðs fjármálaskrifstofu um fjárhagsleg samskipti ríkis og borgar. R14010255

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Náttúruvá er nokkuð sem Íslendingar búa við víða um land. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruvár á þéttbýlasta svæði landsins. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif slík vá getur haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig hið daglega líf hins almenna borgara. Fenginn verði sérfræðingur frá Almannavörnum á fund borgarráðs til að upplýsa um áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið og samstarf sveitarfélaga og viðbragðsaðila í þeim málaflokki. R14090135

28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram ítrekun á svohljóðandi fyrirspurn sinni sem áður var lögð fram á fundi borgarráðs 19. júní sl: 

Við sameiningu grunnskóla í Reykjavík árin 2011-2012 var því heitið að nemendur í 6. og 7. bekk myndu áfram sækja skóla í sínu heimahverfi. Nú hefur verið tilkynnt að frá og með næsta hausti geti nemendur í 6. og 7. bekk Engjaskóla ekki lengur sótt skóla í sínu heimahverfi heldur þurfi þeir að fara í Borgaskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin, með hvaða hætti hún var tekin og hvort samráð hafi verið haft við foreldra um málið og þá með hvaða hætti. R14060175

29. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. september 2014, um sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013, verklok og niðurstöður. Jafnframt eru lagðar fram samantektir varðandi vaxtarsamning höfuðborgarsvæðisins, skóla og menntun í fremstu röð og áfangaskýrslu verkefnisstjórnar um vísindaþorp í Vatnsmýri, allar dags. í september 2014.

Páll Guðjónsson, Skúli Helgason og Sigurður Snævarr taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið þau Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir. R13040025

Samþykkt að vísa samantektar- og undirskýrslum „Skólar í fremstu röð“, til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs. Undirskýrslu um háskólaborgina er jafnframt vísað til umfjöllunar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði, umhverfis- og skipulagsráði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.  Undirskýrslu um endurmenntun á vinnumarkaði er vísað til umfjöllunar mannauðsskrifstofu. Undirskýrslu um menningarverkefni og samstarf við menntakerfið er vísað til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs. 

Samþykkt að vísa samantektar- og undirskýrslum „Vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins“ til  umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs, fjármálaskrifstofu og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Undirskýrslum um framtíð og fjárfestingaþörf í ferðaþjónustu og um skapandi greinar og græna hagkerfið er vísað til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.

- Kl. 11.45 víkur Halldór Halldórsson af fundinum.

30. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram fyrirspurn um hver hafi verið kostnaður vegna þeirra stjórnkerfisbreytinga sem farið var í árið 2012 og fram til dagsins í dag.   R12030116

31. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram fyrirspurn um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar, eftir því í hvaða miðlum er og hefur verið auglýst vegna ársins 2013 og 2014. Einnig óskast upplýst hvort að borgin geri sérstaka auglýsingasamninga við fjölmiðla. R14090136

- Kl. 12.16 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum.

32. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir leggja fram fyrirspurn um hvort að Félagsbústaðir hafi keypt íbúðir af verktökum á meðan að þær eru á teikniborðinu á árunum 2010 til dagsins í dag og hvort að Félagsbústaðir séu með kauprétt eða forkaupsrétt að einhverjum fasteignum sem eru í byggingu núna. R14090137

Fundi slitið kl. 12.20

Sigurður Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson

Júlíus Vífill Ingvarsson Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir