No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 11. september, var haldinn 5329. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Líf Magneudóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson Kristbjörg Stephensen og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
2. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 6. júní og 22. ágúst 2014. R14010033
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. september 2014. R14010019
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. september 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14090006
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. september 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu velferðarráðs um aukningu á rýmum í virkni-, verkefna- og vinnumiðaðri stoðþjónustu, með stækkun stoðþjónustuúrræðisins Gylfaflatar að Bæjarflöt 17. Tillagan, ef samþykkt verður, felur í sér viðbótarkostnað á árinu 2014 sem nemur 12 m.kr. vegna rekstrar sem verður fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð, en 4 m.kr. stofnkostnaður er fjármagnaður innan fjárfestingaáætlunar. Rekstrarkostnaður á ársgrundvelli miðað við fimm viðbótarrými er áætlaður um 36 m.kr.
Einnig er lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. september 2014. R14090053
Samþykkt.
Stefán Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. september 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. s.d., á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu þar sem samþykkt er að senda tillöguna til auglýsingar. Einnig er lagt fram að nýju bréf stýrihóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júlí 2014, með kynningu á tillögum hópsins. R11020100
Samþykkt.
8. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra fyrir starfshóp um samfelldan skóladag barna, dags. 11. september 2014. R14090059
9. Lagt fram erindisbréf borgarstjóra fyrir starfshóp um mótun gjaldskrárstefnu Reykjavíkurborgar, dags. 2. september 2014. R14090012
Samþykkt að skipa Skúla Helgason, Þórgný Thoroddsen, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Elsu Hrafnhildi Yeoman, Halldór Halldórsson og Sveinbjörgu B. Sveinbjörnsdóttur í gjaldskrárhópinn.
10. Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri, dags. 4. september 2014. R11100296
Samþykkt að vísa skýrslunni til umsagnar velferðarsviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, skóla- og frístundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, mannréttindaskrifstofu, íþrótta- og tómstundasviðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
Eva Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
11. Lagt er til að Sverrir Bollason verði skipaður í Bláfjallanefnd fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Hjálmar Sveinsson til vara. R14090045
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. september 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili aðilaskipti að lóðinni að Krókhálsi 7, ásamt fylgigögnum. R14090047
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. september 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að veita veðleyfi í lóðinni nr. 7 við Krókháls, ásamt fylgigögnum. R14090047
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. september 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki flutning á húsi sem nú stendur við Hverfisgötu 61, ásamt fylgigögnum. R13050128
Samþykkt.
15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. september 2014:
Lagt er til að Elliðaárnar og nánasta umhverfi verði friðaðar með hverfisvernd í deiliskipulagi, á grundvelli úttektar á lífríki og náttúrufari og í samræmi við niðurstöður starfshóps um borgargarð í Elliðaárdal. Afmörkunin taki mið af aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030, sbr. umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að undirbúa breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals í samræmi við þetta og fella árnar og umhverfi þeirra undir hverfisvernd, sem er hámarksvernd skv. skipulagslögum.
Jafnframt lagt fram bréf starfshóps um borgargarð í Elliðaárdal, dags. 5. mars 2014, ásamt tillögum starfshópsins. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögurnar, dags. 25. mars 2014. R12070096
Frestað.
Björn Axelsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014, um breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún.
Einnig er lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið verði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina. R14040029
Deiliskipulagið er samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir harma að meirihluti borgarráðs staðfesti ákvörðun meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs um að virða að vettugi fjöldamargar athugasemdir sem bárust vegna breytinga á deiliskipulagi á Borgartúni 28 og vilji ekki halda upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinganna á deiliskipulaginu áður en deiliskipulagið er afgreitt. Slík vinnubrögð ganga í berhögg við fagurlega orðaðar yfirlýsingar í samstarfssáttmála meirihlutans um að hann hlusti á alls konar raddir og skapi þeim vettvang með það að markmiði að stjórnsýslan verði opnari, samræðan upplýstari, ákvarðanatakan skilvirkari og sáttin meiri.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrir þremur vikum lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu í borgarráði um að haldinn yrði opinn upplýsinga- og samráðsfundur með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum vegna auglýstra breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Lagt var til að deiliskipulagið yrði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi. Sambærileg tillaga var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði 13. ágúst sl. Frá því tillagan var fyrst lögð fram eru því liðnar um fjórar vikur. Allan þann tíma hefur málið verið í frestun. Furðu sætir að í stað þess að nýta tímann til að tala við borgarbúa er þagað þunnu hljóði og haldið áfram með umdeilt mál sem mótmælt hefur verið kröftuglega. Einföld tillaga um að borgaryfirvöld hafi samráð við borgarbúa er felld með öllum atkvæðum borgarráðsfulltrúa meirihlutans. Allt tal sömu fulltrúa um að taka upp meira samráð við borgarbúa er ekki trúverðugt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata vísa til svohljóðandi bókunar sinna fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði:
Fulltrúarnir eru hlynntir aukinni upplýsingagjöf um uppbyggingu og skipulag í borginni og miðar nýtt verklag við auglýsingar á skipulagsbreytingum að því. Í Borgartúni er fyrirhuguð töluverð uppbygging og jafnframt hafa verið gerðar breytingar á göturými Borgartúnsins.
17. Fram fer kynning á áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa, dags. 1. september 2014.
Ingi B. Poulsen og Brynhildur Bolladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum Þórgnýr Thoroddsen, Heiða Björg Hilmisdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. R14090056
18. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvernig staðið var að auglýsingu á sölu á fasteignunum Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a auk byggingaréttar. Nánar er um að ræða upplýsingar um hvenær fasteignirnar voru settar á sölu, hjá hvaða fasteignasölum, þ.e. hvort það hafi verið sömu fasteignasalarnir sem gerðu verðmötin sem fengu fasteignirnar til sölumeðferðar eða aðrir, hvenær þær voru auglýstar til sölu, í hvaða miðlum og hversu oft auglýsingarnar voru birtar. R13050134
19. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska efir upplýsingum um kostnað Reykjavíkurborgar á ársgrundvelli vegna reksturs á Friðarsúlunni í Viðey. Óskað er eftir upplýsingum um sundurliðun kostnaðar, annars vegar beinan rekstrarkostnað og hins vegar viðhaldskostnað. R14090077
Fundi slitið kl. 11.55
S. Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Líf Magneudóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjönrsdóttir