Borgarráð - Fundur nr. 5328

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 4. september, var haldinn 5328. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Örn Sigurðsson og Linda Sif Sigurðardóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 21. ágúst 2014. R14010015

2. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 4. júlí og 29. ágúst 2014. R14010031

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 7. ágúst 2014. R14010029

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. september 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14090006

6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037

Samþykkt að veita Kammersveit Reykjavíkur styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna 40 ára afmælis sveitarinnar. 

Samþykkt að veita Gunnari Þórðarsyni og Friðriki Erlingssyni styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna hljóðritunar á óperunni Ragnheiður. 

Öðrum styrkbeiðnum er hafnað. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar í borgarráði 19. júní og leggja fram svohljóðandi viðbót við bókunina:

Afstaða borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins endurspeglar ekki afstöðu til þeirra verkefna sem verið er að styrkja.

7. Fram fer kynning á ákvæði aðalskipulags Reykjavíkur um veitingastaði. R14090017

Haraldur Sigurðsson og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.21 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

8. Lagðar fram umsagnarbeiðnir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. febrúar og 19. mars 2014, vegna umsókna um rekstrarleyfi Hannesarholts og Borðstofunnar, bæði að Grundarstíg 10. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 27. ágúst 2014, varðandi fyrirspurn um rekstrarleyfi að Grundarstíg 10 og umsögn skipulagsfulltrúa frá 19. ágúst 2014. R14030005

Frestað.

9. Lagt fram bréf Lögmannsstofu Guðmundar Jónssonar, dags. 2. júlí 2014, vegna rekstrarleyfisumsóknar veitingastaðarins Gullaldarinnar. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2014, og borgarlögmanns, dags. 13. ágúst 2014. R14040002

Frestað.

- Kl. 9.30 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 27. ágúst 2014, um auglýsingu um deiliskipulag fyrir Friggjarbrunn 18. R14090003

Samþykkt.

Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Fram fer kynning á skýrslu rýnihóps um greiningu á fjárhagsvanda tónlistarskóla í Reykjavík. R14050034

Sigfríður Björnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráð felur borgarstjóra að efna til formlegra viðræðna við ríkið og STÍR (f.h. tónlistarskóla í Reykjavík), í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga um lausnir til skamms og langs tíma á grundvelli greiningar á fjárhagsvanda tónlistarskóla í Reykjavík.

12. Lagt fram bréf UN Women, dags. 20. ágúst 2014, varðandi þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefni um öruggar borgir, Safe Cities Global Initiative. R12070025

Borgarráð felur mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að vinna áfram að málinu.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Í tilefni lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins samþykkir borgarráð að stofnaður verði starfshópur með aðkomu fulltrúa mannréttindaskrifstofu, skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, ÍTR, menningar- og ferðamálasviðs og embætti borgarlögmanns. 

Starfshópurinn skal leita erlendra fordæma, eiga samráð við Unicef á Íslandi og vinna samantekt á þeim þáttum í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar sem snúa að skuldbindingum Reykjavíkurborgar gagnvart lögfestingu samningsins.

Í framhaldi skal vinna aðgerðaáætlun til þess að tryggja að öll starfsemi Reykjavíkurborgar taki mið af þeim skuldbindingum sem leiða að lögfestingu samningsins. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R13090112

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Samþykkt.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að SFS og ÍTR vinni að úttekt á stöðu frístundakortsins og skili tillögu um útfærslu á hækkun þess með það að markmiði að efnahagsleg eða félagsleg staða fjölskyldna og barna komi ekki í veg fyrir frístundaþátttöku. 

Mikilvægt er að stuðla að því að hækkun frístundakorts leiði ekki af sér hækkun æfinga- og námsgjalda og jafnframt getur verið skynsamlegt að nýta hluta fjármunanna fyrir sérstök hverfi eða hópa, líkt og fordæmi eru fyrir. R13080080

Samþykkt.

15. Lagðar fram tilnefningar velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, þingflokka Framsóknarflokksins, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í viðræðuhóp Reykjavíkurborgar og ríkisins um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. R12110011

Frestað.

16. Lögð fram drög að erindisbréfi borgarstjóra fyrir starfshóp um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. R14090013

17. Lagt fram bréf Oslo kommune, dags. 14. ágúst 2014, varðandi jólatrésgjöf til Reykjavíkurborgar. R14040064

18. Lagt er til að S. Björn Blöndal taki sæti sem varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. R14090010

Samþykkt.

19. Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um mótun gjaldskrárstefnu Reykjavíkurborgar. R14090012

Frestað.

20. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort að það eigi að leggja hjólastíga eða fækka bílastæðum á Laugaveginum/Bankastræti, á næsta ári, þ.e.a.s. árið 2015. R14090034

21. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort að Reykjavíkurborg hafi gert einhverja leigusamninga fyrir starfsemi barna og ungmenna, eins og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, í fasteignum eða fasteignaeiningum sem hafa rekstrarleyfi til áfengisveitinga. Sé svarið jákvætt, óskast upplýst um hvaða fasteignir/leigusamningar það eru, hvað þeir hafa verið lengi í gildi, hve mikið er eftir af gildistíma þeirra og hvað er greitt fyrir. R14090035

Fundi slitið kl. 11.20

Sigurður Björn Blöndal

Björk Vilhelmsdóttir   Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson   Halldór Halldórsson

Júlíus Vífill Ingavarsson   Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir