Borgarráð - Fundur nr. 5327

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 28. ágúst, var haldinn 5327. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Halldór Halldórsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónson, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Örn Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Miðborgar frá 27. mars og 14. ágúst 2014. R14010017

2. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. ágúst 2014. R14010023

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 22. ágúst 2014. R14010026

4. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. og 27. ágúst 2014. R14010025

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R14080021

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 9 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14080003

7. Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 26. ágúst 2014, um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. R13060030

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Hrafnkell Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs um skipulagslega stöðu Sundabrautar og minnisblað svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins um almenningssamgönguverkefni sem mögulega einkaframkvæmd bæði dags. 26. ágúst. R14080117

Hrafnkell Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð taki kauptilboði BAB Capital ehf. í fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. R13050134

Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina greiða atkvæði á móti.

Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Með vísan í bókun sem gerð var á fundi borgarráðs þann 26. júní sl. hafna Framsókn og flugvallarvinir því að samþykkja söluna þar sem tap borgarsjóðs af þessum gerningi er 338.269.966 kr. og 409.252.458 kr. ef ekki er tekið tillit til afskrifta sem þegar hafa verið gerðar. Gagnsæir viðskiptahættir hafa ekki verið viðhafðir þar sem engin gagntilboð voru gerð af hálfu borgarinnar og þannig hefur ekki verið reynt að knýja fram sem hæsta verð fyrir eignirnar og þar með að takmarka tjón borgarsjóðs. Laugavegurinn er kominn að þolmörkum hvað varðar frekri uppbyggingu á hótel- og gistirýmum. Að teknu tilliti til ofangreindra sjónarmiða og þeirrar staðreyndar að allar greiningardeildir spá fyrir um hækkun á fasteignaverði í miðborginni teljum við tímasetningu sölunnar afleita sem og framkomið verð.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn sölu á Laugavegi 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a á þeim forsendum að þeir telja söluverð of lágt. Rétt er að bíða með sölu eignanna þar sem allt bendir til þess að söluverð eigna í hjarta borgarinnar muni hækka.

10. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2014, varðandi tillögu um tímabundinn flutning og leigu á húsnæði fyrir frístundaþjónstu við nemendur Klettaskóla, ásamt fylgigögnum. R14080099

Samþykkt.

Soffía Pálsdóttir tekur á sæti á fundinum undir þessum lið.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning við BS eignir um hluta 1. hæðar Borgartúns 6, ásamt fylgigögnum. R14080061

Samþykkt.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

12. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2014, varðandi staðsetningu á frístundaþjónstu barna í 3. og 4. bekk Breiðagerðisskóla, ásamt fylgigögnum. R14080100

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Soffía Pálsdóttir tekur á sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna Hólmgarðs 34 við skátafélagið Garðbúa fyrir frístundastarf Breiðagerðisskóla, ásamt fylgigögnum. R14080065

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Soffía Pálsdóttir tekur á sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 22. ágúst 2014, varðandi uppsögn á samningi við Útilífsmiðstöð skáta, ásamt fylgigögnum. R14080101

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráð samþykkir að fela skóla- og frístundasviði að taka upp viðræður við skátahreyfinguna um áframhaldandi samstarf.

Soffía Pálsdóttir tekur á sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram bréf hættumatsnefndar Reykjavíkur, dags. 15. ágúst 2014, um ofanflóðahættumat fyrir Kjalarnes neðan Esjuhlíða. R14080076

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

Ólafur Bjarnason, Tómas Jóhannesson, Sigrún Karlsdóttir og Gunnar Guðni Tómasson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð felur velferðarsviði og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar að hefja viðræður við velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi í samræmi við bréf ráðuneytisins, dags. 8. ágúst 2014, um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. R14080024

Samþykkt.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að veita velferðarsviði viðbótarfjárframlag að fjárhæð kr. 23.752.000 til greiðslu kostnaðar vegna ákvæða stofnanasamninga um jafnlaunaátak ríkisins til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Greiðist af kostnaðarliðnum ófyrirséð. R14080077

Samþykkt.

Borgarráð felur borgarlögmanni að undirbúa málshöfðun til endurkröfu á framlaginu.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar–júní 2014. Einnig er lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu, dags. 28. ágúst 2014 og umsögn endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 26. ágúst 2014. R14080082

Halldóra Káradóttir, Gísli Guðmundsson og Ólafur B. Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.40 víkur Eva Einarsdóttir af fundinum.

19. Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar, dags. 19. ágúst 2014, með úttekt á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins 2014. Jafnframt er lagt fram svarbréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 17. júlí 2014 og minnisblað slökkviliðsstjóra, dags. 26. ágúst 2014. R14080089

Jón Viðar Matthíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að veita 7.0 mkr. í viðbótarfjárveitingu haustið 2014 til ÍTR vegna Hins hússins. Þetta er gert til að unnt verði að taka við þeim unglingum sem sótt hafa um þjónustu hjá frístund fatlaðra framhaldsskólanema en nú eru nokkur ungmenni á biðlista. Fjárveiting er vegna launakostnaðar, endurbóta á húsnæði og tækjum og vegna tekjumissis Hins hússins af útleigu.

Gert er ráð fyrir að húsnæði sem frístundamiðstöðin Kampur hefur til afnota verði nýtt fyrir þessa starfsemi og að Kampur fái annað húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. R14080113

Samþykkt.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, varðandi leigusamning við BS eignir um hluta 3. hæðar Borgartúns 6, ásamt fylgigögnum. R14080103

Samþykkt.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. ágúst 2014, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti á eignarhlut í Tryggvagötu 11, ásamt fylgigögnum. R14080105

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2014, um nýja samþykkt um ferlinefnd fatlaðs fólks, ásamt fylgigögnum. R14050139

Vísað til borgarstjórnar.

24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2014, um samþykkt stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, ásamt fylgigögnum. R13060019

Vísað til borgarstjórnar.

25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. ágúst 2014, um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar auk samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgigögnum. R13060019

Vísað til borgarstjórnar.

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að styttu Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni sem stendur á Klambratúni verði fundinn nýr staður í borginni. Horft verði m.a. til Borgartúns í nágrenni Höfða. Með nýrri staðsetningu verði styttan gerð sýnilegri og minningu skáldsins og athafnamannsins sýndur viðeigandi sómi en 150 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. R14080083

Frestað.

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Mikilvægt er að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmálamenn. Meirihluti borgarstjórnar hefur stofnað stjórnkerfis- og lýðræðisráð sem borgarfulltrúi Pírata mun veita formennsku og hefur þá verið búið til nýtt ráð í fyrsta flokki í borgarkerfinu sem hefur óljós verkefni en stofnun þess er liður í samningum um nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Óskað er upplýsinga um áætlaðan kostnað við stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Tekinn verði saman áætlaður kostnaður, svo sem launakostnaður verkefnastjóra og annarra starfsmanna sem eiga að vinna með hinu nýstofnaða ráði. Þá verði gerð grein fyrir áætlaðri aðkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og öðrum rekstrarkostnaði sem reiknað er með að falli til á þessu og á næsta ári. R14060144

28. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um hversu miklum lögfræðikostnaði hefur verið varið í varnir fyrir Sorpu bs. vegna brota á samkeppnislöggjöf. R14080132

29. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig greiðslum sé háttað til aðila sem sitja í þessum nefndum á vegum borgarinnar. Er aðeins verið að greiða fyrir fulltrúa sem hún skipar sjálf eða aðra líka? Meðfylgjandi eru nefndir sem fyrirspurnin tekur til: Afréttarmál í landnámi Ingólfs, Ásmundarsafn stjórn, Barnabókaverðlaun úthlutunarnefnd, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar dómnefnd, búfjáreftirlitsnefnd, ferlinefnd fatlaðra, Nýsköpunarmiðstöð Íslands ráðgjafarnefnd, samráðshópur um forvarnir, samráðsnefnd um málefni aldraðra, samvinnunefnd miðhálendis, Sinfóníuhljómsveit Íslands stjórn og verkefnavalsnefnd, skóli Ísaks Jónssonar skólanefnd, stýrihópur um búsetuúrræði eldri borgara, þjónustuhópur aldraðra. R14080133

Fundi slitið kl. 11.55

Halldór Auðar Svansson

Björk Vilhelmsdóttir Halldór Halldórsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir