Borgarráð - Fundur nr. 5326

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 21. ágúst, var haldinn 5326. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Halldór Auðar Svansson, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ólöf Örvarsdóttir Pétur Krogh Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 11. ágúst 2014. R14010022

2. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 12. ágúst 2014. R14010021

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 15. ágúst 2014. R14010019

4. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. ágúst 2014. R14010020

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15. ágúst 2014. R14010031

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14080021

7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 9 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14080003

8. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fjárhagsramma fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Jafnframt er lagt til að borgarráð feli fagsviðum og miðlægum skrifstofum að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu fimm ára.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010255

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 9.27 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2014:

Lagt er til að samþykkt verði beiðni Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskólans í Grafarvogi um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólanna vegna veikinda kennara og stjórnenda skólanna, alls kr. 3.736.122. Þessi útgjöld verði fjármögnuð af kostnaðarstað 09205 (ófyrirséð). Gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður endurgreiði borgarsjóði hluta af þessum kostnaði.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14040139

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, vegna lóðanna Laugavegs 34a, 36 og Grettisgötu 17. R13120079

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. R14040029

Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið verði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi.

Frestað.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á samþykkt heilbrigðisnefndar Reykjavíkur á breytingum á samþykkt um hænsnahald. Einnig eru lögð fram drög að breyttri samþykkt um hænsnahald í Reykjavík. R12120053

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 13. ágúst 2014, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fitja á Kjalarnesi. R14080070

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 13. ágúst 2014, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Arnarholt á Kjalarnesi. R14080071

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 13. ágúst 2014, þar sem samþykktar eru tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenningar árið 2014, ásamt fylgigögnum. Trúnaður gildir um tillögurnar fram að afhendingu verðlaunanna sem fer fram 25. ágúst nk. R14080068

Samþykkt.

16. Lagt fram að bréf Hafþórs Sævarssonar, dags. 5. maí 2014, varðandi kröfu um að fjarlægja mannvirki á Úlfarsfelli í kjölfar ógildingar byggingarleyfis árið 2012. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2014, bréf Ingimundar Stefánssonar, dags. 10. júlí 2014 og bréf Hafþórs Sævarssonar, dags. 10. júlí 2014. R14050037

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

17. Fram fer kynning á skýrslu Bjarneyjar Friðriksdóttur um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. R14080079

Bjarney Friðriksdóttir, Anna Kristinsdóttir og Líf Magneudóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Um leið og við fögnum umræðu um hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, þá teljum við að niðurstöðu skýrslunnar (bls. 24-25) megi draga verulega í efa, þar sem tæp 40% þeirra ummæla sem skoðuð voru féllu fyrir utan það tímabil (1. mars 2013-1. mars 2014) sem skýrsluhöfundi var falið að skoða. Alls voru skoðuð 14.815 ummæli og af þeim voru 5.725 tengd umræðu um byggingu mosku í Reykjavík í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2014 og er það 40% af rannsóknarandlaginu. Við skýrslugerðina var fylgst með umræðu um byggingu mosku fram í júlí 2014 en önnur rannsóknarandlög ekki skoðuð á framlengdu tímabili. Eru slík vinnubrögð ómarktæk og gera annars góða vinnu afar haldlita við greiningu verkefnisins.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúarnir þakka fyrir mikilvægt framlag til greiningar á hatursorðræðu í samfélaginu. Brýnt er að niðurstöðurnar verði nýttar í frekari vinnu til upprætingar fordóma og hatursorðræðu og að Reykjavíkurborg láti ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.

18. Lagt til að fulltrúar Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhússins verði Elsa Yeoman, Signý Pálsdóttir og Hrólfur Jónsson. R12110059

Samþykkt.

19. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um viðræður við lóðarhafa á Skuggahverfisreit, dags. 13. mars 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2014 og minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 19. ágúst 2014. R14030083

Samþykkt með 4 atkvæðum að vísa tillögunni frá með vísan til niðurstöðu í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og minnisblaðs skipulagsfulltrúa.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina greiða atkvæði á móti.

20. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 14. maí 2014, þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg tilnefni fulltrúa í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1. október 2014 til næstu fjögurra ára. R14050187

Samþykkt að tilnefna Oddnýju Sturludóttur og Sigurjón Kjartansson.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. ágúst 2014, þar sem lagt er til að samþykkt verði úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Tryggvagötu 13. R14080025

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, varðandi leigusamning um Dugguvog 8, ásamt fylgigögnum. Jafnframt er lögð fram umsögn ÍTR, dags. 7. ágúst 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki leigusamning um Dugguvog 8 fyrir Brettafélag Reykjavíkur, ásamt fylgigögnum. Jafnframt er lögð fram umsögn ÍTR, dags. 7. ágúst 2014. R14080029

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð felur ÍTR að gera þjónustusamning við Brettafélagið vegna afnota af húsnæðinu og um þá þjónustu sem þar verður veitt fyrir börn og unglinga. Jafnframt að skipuð verði hússtjórn með fulltrúum sem Brettafélagið og ÍTR tilnefni í.

Fundi slitið kl. 11.55

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson    Halldór Halldórsson

Júlíus Vífill Ingvarsson    Sóley Tómasdóttir

Björk Vilhelmsdóttir    Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir