No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 14. ágúst, var haldinn 5325. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Sigurður Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óli Jón Hertervig, Guðlaug Sigurðardóttir, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Kristbjörg Stephensen og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning Höfuðborgarstofu á helstu þáttum framkvæmdar menningarnætur 2014. R14070014
Einar Bárðarson og Guðmundur Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.13 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 11. júní 2014. R14010013
3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní 2. júlí 2014. R14010029
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R14080021
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 17 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14080003
7. Fram fer kynning á greinargerð skrifstofu borgarstjórnar yfir kjörsókn í borgarstjórnarkosningum 2014. R13050142
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júlí 2014, með kynningu á tillögum stýrihópsins. R11020100
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Hrafnkell Proppé tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.09 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt með 4 atkvæðum að veita dansskóla Brynju Péturs styrk að fjárhæð kr. 50.000.- vegna Danspartýs á Ingólfstorgi 16. ágúst nk.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs, dags. 19. júní sl.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði gegn samþykktinni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir telja að samkeppnissjónarmið séu brotin þegar einum dansskóla umfram annan er veittur styrkur til opinberrar danshátíðar sem ekki verður annað séð en að sé auglýsing fyrir komandi vetur fyrir viðkomandi dansskóla. Höfnum við því beiðni um þessa styrkveitingu.
Samþykkt með 4 atkvæðum að veita ÚTÓN styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.- vegna Eurosonic tónlistarhátíðar í Hollandi í janúar 2015.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs, dags. 19. júní sl.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina greiðir atkvæði gegn samþykktinni og leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir hafna því að Reykjavíkurborgi eigi að styrkja þennan lið, þar sem á atburðinn fara aðeins fagmenn, atvinnumenn í tónlist, sem hafa tekjur af list sinni og þetta er ekki eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem sveitarfélög eiga að sinna í þjónustu sinni við borgarana. Þá er óeðlilegt að Reykjavíkurborg sé eitt sveitarfélaga að styrkja verkefnið og frekar væri hægt að skoða styrkveitingu ef öll sveitarfélög landsins tækju sig saman, þar sem sjónarmið meirihlutans eru m.a. þau að þetta skili auknum tekjum af ferðamönnum.
10. Lagt er til að Heiða Björg Hilmisdóttir og Aron Ólafsson taki sæti í stjórn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar til loka kjörtímabilsins og Inga María Leifsdóttur og Kolbrún Ólafsdóttir til vara. Jafnframt er lagt til að Sjöfn Ingólfsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Elínbjörg Magnúsdóttir og Kristján Guðmundsson taki sæti í fulltrúaráði Skógarbæjar til loka kjörtímabilsins og Hulda Gísladóttir, Halldór Auðar Svansson, Benedikt Geirsson og Berta Biering til vara. R14060138
Samþykkt.
11. Lagt er til að Sveinn H. Skúlason taki sæti í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastdæma í stað Stefáns Einars Stefánssonar. R14060141
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, með tillögu að breytingum á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar. R14070111
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að endurnýja leigusamning við Sorpu bs. vegna lóðarinnar Álfsnes á Kjalarnesi, ásamt fylgigögnum. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. ágúst 2014, og fjármálaskrifstofu, dags. 13. ágúst 2014. R14070110
Frestað.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að úthluta Húsi og Skipulagi ehf. lóð og byggingarrétti á Tryggvagötu 13 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála og tilboð félagsins. R13080084
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, þar sem er lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur við Reykjavík International School um húsnæði að Dyrhömrum 9, Hamraskóla, verði samþykktur, ásamt fylgigögnum. R14080028
Samþykkt.
16. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að skoða ákjósanlegasta staðinn fyrir miðstöð almenningsamgangna. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014. R13110197
Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihlutinn skuli fella tillögu um staðsetningu samgöngumiðstöðvar. Mikilvægt er að vinna faglega greiningu á staðsetningu slíkrar miðstöðvar því staðsetning hennar er stórt framtíðarmál fyrir þróun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Sú vinna sem hér er rætt um hefur þegar farið fram eins og kemur fram í framlagðri umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, varðandi leiðréttingu í fasteignaskrá. R14080027
18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. júlí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti vegna sölu íbúðar að Vesturgötu 7, ásamt fylgigögnum. R14070137
Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að úthluta Norðurey byggingarrétti fyrir raðhúsi að Urðarbrunni 50-56. R14070065
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að úthluta Norðurey byggingarrétti fyrir raðhúsi að Gerðarbrunni 2-10. R14070066
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðslu málsins.
21. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. ágúst 2014, þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur um hjólaleigukerfi í Reykjavík ásamt drögum að erindisbréfi starfshópsins. R14080033
Samþykkt.
22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðs:
Borgarráð samþykkir að veita sem svarar 100 kr. á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfs vegna yfirstandandi hörmunga á Gaza svæðinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna verði falin ráðstöfun fjárins sem neyðaraðstoð, en fjármagnið komi af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun (kostnaðarstaður 09025). R14080035
Samþykkt.
23. Lagt er til að Þórður Eyþórsson taki sæti varamanns í íþrótta- og tómstundaráði í stað Viktors Orra Valgarðssonar. R14060107
Samþykkt.
24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðiflokksins:
Styrkveitingar borgarráðs lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án opinberra auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Slík stjórnsýsla er óæskileg. Í þeim tilgangi að auka gegnsæi og tryggja jafnræði er lagt er til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. R14080057
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.43
Sigurður Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Auðar Svansson
Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir