Borgarráð - Fundur nr. 5324

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 24. júlí, var haldinn 5324. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.07. Viðstödd voru S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Hallur Símonarson, Ebba Schram, Ómar Einarsson, Örn Sigurðsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 30. júní 2014. R14010018

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. júlí 2014. R14010019

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. maí 2014 R14010029

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 11. júlí 2014. R14010026

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R14060240

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 6 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14070001

7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037

Samþykkt að veita Hansínu Jóhannesdóttur og Guðmundi Þorvarðarsyni f.h. Blómadaga styrk að fjárhæð kr. 100.000.- vegna Blómadaga 2014.

Styrkumsókn Kramhússins, Fellaskóla og Austurbæjarskóla vegna verkefnisins Dansað milli hverfa er frestað. Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs dags. 19. júní sl.

- Kl. 9.10 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 22. júlí 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands vegna reksturs Laugardalsvallar.

Jafnframt lagt fram bréf íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 17. júlí 2014, varðandi samning Reykjavíkurborgar og KSÍ um rekstur Laugardalsvallar, ásamt samningsdrögum. R08020127

Samþykkt.

9. Lagt er til að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti varamanns í stjórn Faxaflóahafna í stað Lífar Magneudóttur. R14060128

Samþykkt.

10. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 22. júlí 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um aðgang borgarfulltrúa að bifreiðum í eigu borgarinnar, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. maí sl. R14050178

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Framlagt svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um notkun borgarfulltrúa á bifreiðum í eigu Reykjavíkurborgar er um margt óljóst. Af svarinu má þó ráða að einn borgarfulltrúi hafi notið bílafríðinda umfram aðra í verulegum mæli. Í svarinu kemur fram að annars vegar hafi borgarfulltrúinn haft afnot af bíl borgarstjóra þegar hann gegndi starfskyldum svokallaðs staðgengils hans og stöku sinnum í ,,opinberum erindagjörðum“ á vegum Reykjavíkurborgar eins og segir í svarinu án þess að það sé skilgreint nánar, en með því hlýtur að vera átt við erindisrekstur sem fellur utan starfsviðs svokallaðs staðgengils. Hins vegar hafi borgarfulltrúanum staðið til boða afnot af tveimur öðrum bifreiðum til slíkra erindagjörða. Ljóst er að umræddur borgarfulltrúi hefur notið bílafríðinda hjá borginni umfram aðra borgarfulltrúa án þess að formleg ákvörðun hafi verið tekin um það á þar til bærum vettvangi, þ.e. í forsætisnefnd. Margir aðrir borgarfulltrúar eru mikið á ferðinni í opinberum erindagjörðum án þess að þeim standi til boða afnot af bifreiðum borgarinnar eins og gerst hefur í þessu tilviki. Brýnt er að skýrar reglur gildi um bílafríðindi kjörinna fulltrúa er og að komið verði í veg fyrir notkun þeirra á bifreiðum Reykjavíkurborgar án þess að skýr heimild liggi fyrir um slíkt.

11. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun á samgöngusamningi ríkis og Reykjavíkurborgar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2014. R14050048

Borgarráð leggur til að tillagan verði samþykkt svo breytt:

Borgarráð felur borgarstjóra að óska eftir endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að draga úr slysahættu á leikvelli við Vesturberg, dags. 5. júní 2014. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. júlí 2014. R14060058

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. júlí 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Freyjubrunni 33. R14060022

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Urðarbrunni 76-78. R14060079

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. júlí 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar að Úlfarsbraut 112. R14060164

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. júlí 2014, varðandi úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 1 við Gissurargötu. R14060008

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. júlí 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 2-4 við Þorláksgeisla. R14070103

Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. júlí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili framsal lóðarréttinda að Gerðarbrunni 24 án greiðslu viðbótargjalds vegna sérstakra aðstæðna. Jafnframt lagt fram bréf Cato lögmanna, dags. 14. júlí 2014, f.h. lóðarleyfishafa við Gerðarbrunn 24, vegna málsins. R14070093

Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, um framlengingu á leigusamningi húsnæðis við Vatnagarða 28. R14070112

Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. júlí 2014, varðandi leigu á húsnæðinu Víðimýri við Úlfarsfellsveg til sjálfboðaliðasamtakanna Veraldarvina. R14070115

Samþykkt.

21. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-huta – janúar-maí 2014. R14050068

22. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 22. júlí 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki heimild til fjármálastjóra að greiða laun hinn 1. ágúst nk. samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við eftirtalin stéttarfélög, sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hafa hlotið samþykki félagsmanna, enda þótt endanlegt kostnaðarmat liggi ekki fyrir og samningarnir hafi af þeim sökum ekki verið lagðir fyrir borgarráð til afgreiðslu: Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Þroskaþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Fræðagarður, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Kennarasamband Íslands vegna grunnskólakennara, Kennarasamband Íslands vegna skólastjórnenda grunnskóla, Tæknifræðingafélag Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag tölvunarfræðinga, Kennarasamband Íslands vegna leikskólakennara. Þegar kostnaðarmat liggur fyrir verður gerð tillaga til borgarráðs um samþykkt samninganna og jafnframt tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. R14030047

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 18. júlí 2014, um forsendur fjárhagsáætlunar 2015, fimm ára áætlunar 2015-2019, langtímaáætlunar til ársins 2014 og forsendur sviðsmynda. R14010255

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 24. júlí 2014:

Lagt er til að Stefán Eiríksson lögfræðingur, verði ráðinn í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. R14070126

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.17

S. Björn Blöndal

Elín Oddný Sigurðardóttir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir

Halldór Auðar Svansson Hjálmar Sveinsson

Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon