No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 10. júlí, var haldinn 5323. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Líf Magneudóttir, Sigurður Björn Blöndal og Þórgnýr Thoroddsen. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 30. júní 2014. R14010034
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 26. júní 2014. R14010015
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 1. júlí 2014. R14010016
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. júlí 2014. R14010019
5. Lagðar fram tvær fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. júní 2014. R14010020
6. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 30. júní 2014. R14010023
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 30. júní 2014. R14010026
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. júlí 2014. R14010027
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. júlí 2014. R14010025 B-hluti fundargerðarinnar staðfestur.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R14060240
11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14070001
12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037 Samþykkt að veita Sagafilm styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna IQ ráðstefnunnar í Reykjavík. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní sl., á því að láta ekki fara fram endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, með vísan til 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. R11060102 Samþykkt með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina greiða atkvæði á móti og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Aðalskipulagið er grunnurinn að allri borgarsýn næstu áratuga og því í anda lýðræðis og góðrar samvinnu við borgarbúa að fara í sjálfsagða skoðun á þeim atriðum sem hafa sætt hvað mestri gagnrýni til að sjá hvort að það séu einhver einstaka atriði sem þurfa nánari skýringa, skerpinga eða endurskoðunar. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur, þ.m.t. þéttleika byggðar, og því væri eðlilegra að bíða eftir að niðurstöður faglegs vinnuhóps liggi fyrir áður en tekin er ákvörðun um hvort að þörf sé á að endurskoða einstaka atriði aðalskipulagsins. Gagnrýni á veigamikil skipulagsatriði í aðalskipulaginu sem munu hafa mikil áhrif á framtíðarþróun borgarinnar hefur komið fram, til að mynda að ramma þurfi betur inn friðhelgunarsvæði útivistarsvæða í Laugardalnum og í Elliðaárdalnum. Því er ekki nægilegt að boðaður vinnuhópur eigi eingöngu að líta til atriða sem koma til á seinni stigum skipulagsvinnunnar sem mun ekki geta breytt aðalskipulaginu til að það sé eins skýr leiðarvísir borgarþróunarinnar eins og það á að vera. Það er þó fagnaðarefni að slíkur hópur sé stofnaður til að gæta þó að því að öll framtíðarskipulagsvinna á seinni stigum skipulagsins sé eins best úr garði gerð og í sem víðtækastri sátt við borgarbúa.
- Kl. 9.20 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júlí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. R14040027 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júlí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 6 við Aðalstræti. R14040030 Samþykkt.
16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 30. júní 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 26. júní sl., um breytingu á reglum um styrkveitingar. R14050186 Samþykkt. Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf velferðarráðuneytisins, dags. 7. júlí 2014, þar sem fram kemur að velferðarráðuneytið er reiðubúið að fela velferðarsviði Reykjavíkur rekstur 18 dagdvalarrýma fyrir heilabilaða í þjónustumiðstöð í Spönginni. Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14070057
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júlí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. R14070053 Samþykkt.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. júlí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 12-16 við Skógarveg. R14070055 Samþykkt.
20. Lagt fram bréf Hafþórs Sævarssonar, dags. 5. maí 2014, varðandi kröfu um að fjarlægja mannvirki á Úlfarsfelli í kjölfar ógildingar byggingarleyfis árið 2012. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. maí 2014, bréf Ingimundar Stefánssonar, dags. 10. júlí 2014 og bréf Hafþórs Sævarssonar, dags. 10. júlí 2014. R14050037 Frestað.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2014: Borgarráð samþykkir að veita tímabundin skilyrt leyfi til götu- og torgsölu í Austurstræti fram til áramóta. Samhliða fari fram endurskoðun á samþykkt um götu- og torgsölu í miðborginni. Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lagt fram að nýju erindi Elísabetar Sigurðardóttur, Ernu Arnardóttur og Þórarins Einarssonar, dags. 30. júní 2014, varðandi endurupptöku á afgreiðslu borgarráðs á samþykkt um götu- og torgsölu frá 3. apríl 2014, auk umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2014. R12100401 Tillaga borgarstjóra samþykkt.
22. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að stofnaður verði faglegur vinnuhópur sem hafi það að markmiði að rýna betur ákveðin svæði í aðalskipulagi Reykjavíkur. R11060102 Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lýsa vonbrigðum sínum með að meirihlutinn í borgarráði skuli hafa fellt tillögu um að vinnuhópur skoði ákveðna þætti í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að ná meiri sátt um skipulagið og aukinni gagnsemi. Faglegur vinnuhópur hefði m.a. fengið það verkefni skv. tillögu okkar að rýna eftirfarandi: Byggingarsvæði við gömlu höfnina (Vesturbugt) til að gæta þess að þrengja ekki að atvinnulífinu við höfnina. Flugvöllur er höfuðborginni nauðsyn og þess vegna þarf að endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þess að flugvellinum er ekki ætlað að vera lengur en út árið 2014 með NA-SV braut og 2022 til 2024 með þær tvær brautir sem þá yrðu eftir. Skýra betur tengingu aðalskipulags og hverfisskipulags til að koma í veg fyrir misskilning og að hugmyndir um breytingar í grónum hverfum verði unnar í nánu samstarfi við íbúa. Afmarka þarf Laugardalinn í eitt skipti fyrir öll þannig að byggingaráform í eða við dalinn gangi ekki á þá útivistarperlu sem dalurinn er. Vernda þarf Laugardalinn og kveða skýrt á um það í endurskoðuðu aðalskipulagi. Afmarka þarf Elliðaárdalinn og Víðidalinn og vernda sem náttúruperlur í borginni. Markmið um fjölda íbúða í Úlfarsárdal verði endurskoðuð og við það miðað að hverfið verði sjálfbært í samræmi við upphaflega stefnumörkun um hverfið. Hugmyndir um brú yfir Fossvoginn verði teknar til endurskoðunar og gætt að hagsmunum vaxandi siglingastarfsemi í Fossvoginum. Endurskoða þarf rými fyrir atvinnusvæði í aðalskipulagi og gera atvinnulífinu hærra undir höfði. Huga þarf betur að framtíðarþörfum flutningahafnar í Sundahöfn og möguleikum til stækkunar á skipulagstímabilinu. Endurskoða þarf umferðarmálin með aukinni áherslu á flæði umferðar, aukið umferðaröryggi og minni mengun.
23. Fram fer umræða um brunann í Skeifunni þann 6. júlí sl. Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14070040
24. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 30. júní 2014, ásamt tillögu að breytingu á gildandi samþykkt fyrir nefndina. R14070041 Samþykkt. Ólafur Kristinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 2. júlí 2014 þar sem fram kemur að Sunna Jóhannsdóttir hafi verið tilnefnd sem fulltrúi Orkuveitunnar í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. R14060129
26. Fram fer kynning á hagkvæmnimati hraðlestar á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Borgarráð felur borgarstjóra að gera tillögu að næstu skrefum í málinu. Runólfur Ágústsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13110221
27. Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011, dags. 20. júní 2014. R11060093
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2014: Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg taki þátt í verkefninu „Fjölmenningarborgir“ en það er metnaðarfullt verkefni á vegum Evrópuráðsins sem miðar að því að styðja borgir í að þróa aðferðir til að takast á við fjölbreytni í fjölmenningarsamfélagi og stuðla að aukinni þátttöku innflytjenda og minnihlutahópa. Greinargerð fylgir tillögunni. Jafnframt lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 7. júlí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að sækja um aðild að verkefninu Fjölmenningarborgir sem rekið er af Evrópuráðinu. R14040176 Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að skipuð verði sérfræðinganefnd í neytendalánum, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. maí 2014. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 23. júní 2014. R14050129 Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Meirihluti borgarstjórnar leggur stein í götu þeirra sem vilja koma sér upp sínu eigin húsnæði. Með því að afnema lánakjör borgarinnar á sölu byggingarréttar sem hefur staðið einstaklingum til boða í áratugi var stigið skref í þá átt að gera húsbyggjendum erfiðara fyrir. Meirihlutinn virðist telja að lög um neytendalán hafi verið sett í þeim öfugsnúna tilgangi að koma í veg fyrir að almenningur geti tekið lán. Það er misskilningur. Tilgangur laganna er ekki að torvelda lántökur heldur að veita lántakendum ákveðna neytendavernd sem felst m.a. í aukinni upplýsingagjöf. Með setningu laga um neytendalán á árinu 2013 var ekki hvað síst verið að bregðast við og vernda ungt fólk fyrir smálánafyrirtækjum en uppgangur slíkra fyrirtækja hefur verið mikill hér á landi frá árinu 2010 sem og annars staðar í Evrópu og hefur sú þróun verið áhyggjuefni. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða lán til einstaklinga og fyrirtækja vegna sölu byggingarréttar og hafa ekki í hyggju að breyta því. Kjörin eru þau sömu og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að í boði verði hér í Reykjavík. Stærsta sveitarfélag landsins hefur hafnað því að veita lánafyrirgreiðslu með sama hætti og minni sveitarfélög gera og sem einkafyrirtæki á neytendamarkaði bjóða almenningi. Hagkvæmara er fyrir ungt fólk að búa í eigin húsnæði heldur en leigja. Áherslur Reykjavíkurborgar eiga að vera að liðka fyrir og auðvelda ungu fólki að festa kaup á fasteign. Með því að bjóða fyrirtækjum áframhaldandi lánafyrirgreiðslu vegna sölu byggingarréttar en afnema þá þjónustu til einstaklinga er verið að draga úr möguleikum einstaklinga og fjölskyldum þeirra til að eignast eigið húsnæði.
30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að auðvelda einstaklingum kaup á lóðum, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 20. maí 2014. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 23. júní 2014. R14050128 Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina situr hjá við afgreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Meirihluti borgarstjórnar leggur stein í götu þeirra sem vilja koma sér upp sínu eigin húsnæði. Með því að afnema lánakjör borgarinnar á sölu byggingarréttar sem hefur staðið einstaklingum til boða í áratugi var stigið skref í þá átt að gera húsbyggjendum erfiðara fyrir. Meirihlutinn virðist telja að lög um neytendalán hafi verið sett í þeim öfugsnúna tilgangi að koma fyrir í veg fyrir að almenningur geti tekið lán. Það er misskilningur. Tilgangur laganna er ekki að torvelda lántökur heldur að veita lántakendum ákveðna neytendavernd sem felst m.a. í aukinni upplýsingagjöf. Með setningu laga um neytendalán á árinu 2013 var ekki hvað síst verið að bregðast við og vernda ungt fólk fyrir smálánafyrirtækjum en uppgangur slíkra fyrirtækja hefur verið mikill hér á landi frá árinu 2010 sem og annars staðar í Evrópu og hefur sú þróun verið áhyggjuefni. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða lán til einstaklinga og fyrirtækja vegna sölu byggingarréttar og hafa ekki í hyggju að breyta því. Kjörin eru þau sömu og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að í boði verði hér í Reykjavík. Stærsta sveitarfélag landsins hefur hafnað því að veita lánafyrirgreiðslu með sama hætti og minni sveitarfélög gera og sem einkafyrirtæki á neytendamarkaði bjóða almenningi. Hagkvæmara er fyrir ungt fólk að búa í eigin húsnæði heldur en leigja. Áherslur Reykjavíkurborgar eiga að vera að liðka fyrir og auðvelda ungu fólki að festa kaup á fasteign. Með því að bjóða fyrirtækjum áframhaldandi lánafyrirgreiðslu vegna sölu byggingarréttar en afnema þá þjónustu til einstaklinga er verið að draga úr möguleikum einstaklinga og fjölskyldum þeirra til að eignast eigið húsnæði.
31. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun á samgöngusamningi ríkis og Reykjavíkurborgar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. maí 2014. R14050048 Frestað.
32. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júlí 2014, um endurskoðun á samþykkt fyrir Bílastæðasjóð, þar sem lagt er til að bílastæðanefnd verði skipuð fimm fulltrúum í stað þriggja. Jafnframt lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt. R14070061 Samþykkt.
33. Lagt er til að eftirtaldir verði fulltrúar í bílastæðanefnd til loka kjörtímabilsins: Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Karl Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúi verður Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Varamenn verða: Hjálmar Sveinsson, Stefán Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson og Björn Gíslason. Áheyrnarfulltrúi til vara verður Steinarr Ólafsson. R14060211 Samþykkt.
34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. júlí 2014, ásamt leigusamningi um Skólavörðustíg 1a, jarðhæð. R14070042 Samþykkt.
35. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júlí 2014, um bókun og samþykkt stjórnar sambandsins vegna bréfs Reykjavíkurborgar frá 24. júní sl., um ráðstöfun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á tekjuauka vegna sérstaks bankaskatts. R14010255
36. Lagt fram tölvubréf Framsóknar og flugvallarvina, dags. 10. júlí 2014, þar sem tilkynnt er um að Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í hverfisráði Laugardals í stað Steinars Ólafssonar. R14060123
Fundi slitið kl. 12.20
Sigurður Björn Blöndal
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Líf Magneudóttir Þórgnýr Thoroddsen