Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 3. júlí, var haldinn 5322. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson Áslaug Friðriksdóttir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Halldóra Káradóttir, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð mannréttindaráðs frá 26. júní 2014. R14010021
2. Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 23. júní 2014. R14010022
3. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 26. júní 2014. R14010032
4. Lögð fram fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. júní 2014. R14010029
5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. júlí 2014. R14010025 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R14060240
7. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 13 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14060001
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037 Samþykkt að veita Landsbyggðarvinum styrk að fjárhæð kr. 50.000.- fyrir verkefnið Sköpunargleði – Heimabyggðin mín. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinnar á fundi borgarráðs 19. júní sl.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 25. júní 2014, varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Vogabyggðar, ásamt fylgigögnum. R14060231 Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: Borgarráð óskar eftir því að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar vinni kostnaðarmat á þeirri uppbyggingu innviða og annarra þátta sem breytingar á skipulagi Vogabyggðar kveða á um. Þá leggur borgarráð áherslu á að samningar um kostnaðarhlutdeild og skiptingu byggingarheimilda milli Reykjavíkurborgar og annarra aðila sem kunna að eiga tilkall til byggingarréttar á svæðinu liggi fyrir áður en deiliskipulag á svæðinu verði samþykkt.
- Kl. 9.10 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötu 13, ásamt fylgigögnum. R12100169 Synjun umhverfis- og skipulagsráðs staðfest.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðurgarðs 1 og Grandagarðs 20, ásamt fylgigögnum. R14060232 Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórunnartúns 4, ásamt fylgigögnum. R14030211 Samþykkt.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grettisgötu 62 og Barónsstígs 20a, ásamt fylgigögnum. R14060233 Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi, ásamt fylgigögnum. R14060229 Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Austurbergs 3, ásamt fylgigögnum. R14060230 Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní sl., varðandi ákvörðun um að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, með vísan til 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði gera að tillögu sinni að stofnaður verði faglegur vinnuhópur sem hafi það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem hefur sætt hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en tekin er ákvörðun um hvort að aðalskipulagið verði endurskoðað eins og kveðið er á um í 35. grein skipulagslaga. Frestað. R11060102 Frestað.
17. Lagt fram erindi Elísabetar Sigurðardóttur, Ernu Arnardóttur og Þórarins Einarssonar, dags. 30. júní 2014, varðandi endurupptöku á afgreiðslu borgarráðs á samþykkt um götu- og torgsölu frá 3. apríl 2014. R12100401 Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 24. júní 2014, varðandi afgreiðslu styrkumsókna sem teknar voru fyrir á fundi mannréttindaráðs þann 13. maí sl. R14050180
19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júlí 2014: Borgarráð samþykkir hjálagðan húsaleigusamning Reykjavíkurborgar og Reita I ehf. um leigu á húsnæði að Spönginni 41 í Reykjavík sem Foldasafn Borgarbókasafns mun flytja í innan tíðar. Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig er lagður fram húsaleigusamningur, dags. 27. júní 2014, og greinargerð menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. júní 2014. R14050078 Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. júní 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs s.d., þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu að safnfrístund fyrir börn í 3. og 4. bekk í Hólmaseli, ásamt fylgigögnum. R14060244 Samþykkt.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. júní 2014, þar sem lagt er til að til borgarráð samþykki að selja lóðina að Lambhagavegi 19 og Gylfaflöt 2-4 og 6-8 verði seldar með almennu útboðsfyrirkomulagi. R13110102 Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. júní 2014, varðandi tilboð sem bárust vegna útboðs á Tryggvagötu 13. R14060046 Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. júní 2014, varðandi beiðni um aðilaskipti á lóðarleigusamningi vegna Norðlingabrautar 10. R14060173 Samþykkt.
24. Lagt fram bréf Sýslumannsins í Reykjavík, dags. 27. júní 2014, varðandi kosningakæru vegna kjörgengis oddvita Framsóknar og flugvallarvina, ásamt úrskurði, dags. 23. júní 2014, og kosningakæru, dags. 3. júní 2014. R14060041
25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. júní 2014, um viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar ásamt tillögum að nýjum viðaukum við samþykktina. R13060019 Samþykkt.
26. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 2. júlí 2014, um tilfærslur innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014, vegna þjónustuþátta velferðarsviðs vegna fjármögnunar NPA og vegna þjónustuþátta skóla- og frístundasviðs vegna fjármögnunar á stöðugildi um fjölmenningu. R14020053 Samþykkt.
27. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 2. júlí 2014, um viðauka í 16 liðum við fjárhagsáætlun 2014 ásamt heimild til fjármálastjóra til að útfæra breytingarnar á kostnaðarstaði í samvinnu við viðkomandi fagsvið og stofnanir. R14020053 Samþykkt.
28. Lögð fram tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 1. júlí 2014, vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlunar 2015-2019. R14010255 Samþykkt.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. júní 2014: Borgarráð samþykkir að settar verði upp tvær veggmyndir eftir Erró í Efra-Breiðholti. Listamaðurinn gefur höfundarverk sitt og verða verkin til þess að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra Efra-Breiðholt og auka stolt íbúanna af nærumhverfi sínu. Annars vegar er um að ræða bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg sem er í eigu Reykjavíkurborgar og hins vegar vesturgafl íbúðablokkarinnar Álftahólar 4-6. Fjármögnun verði til samræmis við lið 15 í máli 29 á dagskrá borgarráðs 3. júlí 2014. Listasafni Reykjavíkur er falin umsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins. Greinargerð fylgir tillögunni. R13020013 Samþykkt.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Borgarráð samþykkir að beina því til menningar- og ferðamálaráðs að hefja strax endurskoðun á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar í ljósi þess að þær forsendur sem stefnan byggir á hafa þróast með öðrum hætti en gert var ráð fyrir. Í stefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna nálgaðist milljón árið 2020 en raunin varð sú að fjöldinn var um milljón árið 2012 og eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta þarf hvaða áhrif breytt samsetning samfélagsins hefur á lífsgæði íbúa, verslun, þjónustu og aðra mikilvæga þætti borgarsamfélagsins og greina hvort ástæða sé til inngripa. R14070024 Frestað.
Fundi slitið kl. 11.12
Sigurður Björn Blöndal
Sóley Tómasdóttir Björk Vilhelmsdóttir
Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson
Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir