No translated content text
Borgarráð
B O R G A R RÁ Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 19. júní, var haldinn 5320. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Kristbjörg Stephensen og Úlfhildur Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjórnar frá 19. júní 2014 um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara til eins árs á fundi borgarstjórnar 16. júní sl.
S. Björn Blöndal var kosinn formaður borgarráðs. R14060106
Samþykkt með 6 atkvæðum að kjósa Halldór Auðar Svansson varaformann.
2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 9., 22. og 30. apríl, 5., 14. og 30. maí 2014. R14010034
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 3. júní 2014. R14010009
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 5. júní 2014. R14010011
5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 6. og 13. júní 2014. R14010027
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2. júní 2014. R14010031
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R14050188
8. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
- Kl. 9.08 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt með 5 atkvæðum að veita Sigríði Hrönn Bjarnadóttur styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna Gæfuspors, námskeiðs fyrir konur sem hafa orðið fyrir áföllum af völdum ofbeldis.
Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 250.000.- vegna starfs klúbbsins.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu styrkumsókna vegna þess að þessar umsóknir berast utan auglýsts umsóknartíma. Þar af leiðandi hafa þær umsóknir ekki fengið faglega vinnslu. Eðlilegri vinnubrögð eru að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa umsóknum sem berast utan umsóknartíma inn í það ferli. Það mat kemur einnig fram í stjórnsýsluúttekt á borginni. Hjáseta borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins felur ekki í sér afstöðu til afgreiddra verkefna.
10. Fram fer kynning á ferðamannaborginni Reykjavík.
Svanhildur Konráðsdóttir og Einar Bárðarson taka sæti fundinum undir þessum lið. R14060162
11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til staðfestingar samkomulagsviðauka vegna greiðslu gatnagerðargjalda á lóðum í Bryggjuhverfi, Naustabryggju og Tangarbryggju. R14060006
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili smíði á fjórum nýjum færanlegum kennslustofum. R13070037
Samþykkt.
13. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3934/2013, Arcus ehf. gegn Reykjavíkurborg. R13100195
14. Lagður fram dómur Héraðsdóms í máli nr. E-2714/2013, Sextán ehf. og Casino ehf. gegn Reykjavíkurborg. R13070010
15. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 6. júní 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg greiði 35% af framlagðri kostnaðaráætlun vegna viðgerðar á þakplötu yfir Landnámsskála við Aðalstræti 16. R14020045
Samþykkt.
16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. júní 2014:
Borgarráð samþykkir að Laugardalslaug verði opin allan sólarhringinn hinn 24. júní 2014 í tengslum við Miðnæturhlaup 2014 á Jónsmessu sem hefst að kvöldi mánudagsins 23. júní. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna verkefnisins verði fjármagnaður að liðnum ófyrirséð, 09205. R14060158
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 10. júní 2014, þar sem fram kemur að fjárstýringarhópur samþykkti á fundi sínum 6. júní sl. að hætta við skuldabréfaútboð sem áformað var samkvæmt fyrirliggjandi útgáfuáætlun. Ákvörðunina má rekja til markaðsaðstæðna og lausafjárstöðu borgarsjóðs og var tilkynnt kauphöll sama dag í samræmi við reglur kauphallar. R13010213
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að fela forsætisnefnd að undirbúa dagskrá til heiðurs 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi hinn 19. júní 2015.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14060161
Samþykkt.
19. Fram fer kosning í almannavarnarnefnd. Borgarstjóri er sjálfkjörinn og er hann formaður nefndarinnar. R14060113
Sóley Tómasdóttir er kosin í nefndina með 4 atkvæðum gegn 1.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með 6 atkvæðum að kjósa S. Björn Blöndal og Halldór Halldórsson varamenn í nefndina.
20. Lagt er til að Eva Einarsdóttir taki sæti í stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til loka kjörtímabilsins og Þórgnýr Thoroddsen til vara. R14060133
Samþykkt með 4 atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
21. Kosningu í stjórn Skógarbæjar er frestað. R14060138
22. Lagt er til að Björk Vilhelmsdóttir taki sæti í stjórn kirkjubyggingarsjóðs 2014 og verði formaður nefndarinnar. R14060136
Samþykkt.
23. Lagt er til að Sverrir Bollason taki sæti í stjórn Reykjanesfólkvangs til loka kjörtímabilsins og Hjálmar Sveinsson til vara. R14060137
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
24. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júní 2014, um kjör fulltrúa á landsþing sambandsins.
Lagt er til að aðalmenn í borgarstjórn verði kjörnir sem fulltrúar á landsþinginu og að varamenn í borgarstjórn verði til vara. R14060078
Samþykkt.
25. Kosningu í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæma til loka kjörtímabilsins frestað. R14060141
26. Samþykkt að tilnefna, auk borgarstjóra, Sóleyju Tómasdóttur og Halldór Halldórsson í stjórn Vestnorræna sjóðsins til loka kjörtímabilsins. R14060143
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
27. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. júní 2014, um kosningar í ráð og nefndir á vegum SSH. Lagt er til að S. Björn Blöndal verði varamaður borgarstjóra í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R14060021
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Jafnframt lagt til að eftirtalin taki sæti í fulltrúaráði samtakanna:
S. Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir
Sóley Tómasdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Skúli Helgason
Hjálmar Sveinsson
Halldór Halldórsson
Júlíus Vífill Ingvarsson
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Samþykkt.
Einnig er lagt til að Hjámar Sveinsson og Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti í svæðisskipulagsnefnd samtakanna.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Við sameiningu grunnskóla í Reykjavík árin 2011-2012 var því heitið að nemendur í 6. og 7. bekk myndu áfram sækja skóla í sínu heimahverfi. Nú hefur verið tilkynnt að frá og með næsta hausti geti nemendur í 6. og 7. bekk Engjaskóla ekki lengur sótt skóla í sínu heimahverfi heldur þurfi þeir að fara í Borgaskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin, með hvaða hætti hún var tekin og hvort samráð hafi verið haft við foreldra um málið og þá með hvaða hætti. R14060175
Fundi slitið kl. 11.25
S. Björn Blöndal
Björk Vilhelmsdóttir Halldór Halldórsson
Halldór Auðar Svansson Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir