No translated content text
Borgarráð
B O R G A R RÁ Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 12. júní, var haldinn 5319. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon og Líf Magneudóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní sl., varðandi kæru á kjörgengi ásamt afrit af kæru, dags. 3. júní sl., afrit af kæru til sýslumanns í Reykjavík, dags. 3. júní sl., endurrit úr gerðarbók, dags. 11. maí með úrskurði yfirkjörstjórnar í Reykjavík og bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 6. júní sl. R14060041
Borgarráð staðfestir úrskurð yfirkjörstjórnar frá 11. maí sl. um kjörgengi Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur.
- Kl. 9.35 víkur Líf Magneudóttir af fundi.
2. Lagt fram svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem lögð var fram á fundi borgarráðs þann 5. júní sl. R13050142
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:
Á síðasta fundi borgarráðs óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir greinargerð frá yfirkjörstjórninni í Reykjavík um framkvæmd borgarstjórnarkosningar 31. maí sl. og talningu vegna þeirra vegna hnökra, sem upp komu við framkvæmdina. Undirritaður telur framlagt endurrit úr gerðarbók yfirkjörstjórnar ekki vera fullnægjandi svar. Er því rétt að ítreka ósk um greinargerð, þar sem æskilegt er að fjallað verði um þá hnökra, sem komu upp við umrædda framkvæmd og hvernig var bætt úr þeim.
Fundi slitið kl. 9.42
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kjartan Magnússon