No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 5. júní, var haldinn 5318. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Örn Sigurðsson, Kristbjörg Stephensen, Björn Axelsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, S. Björn Blöndal og Úlfhildur Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 1. apríl, 25. apríl og 23. maí 2014. R14010033
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 14. maí 2014. R14010012
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 22. maí 2014. R14010016
4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 30. maí 2014. R14010019
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. maí 2014. R14010027
6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. júní 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R14050188
8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um leiðréttar stærðartölur á uppdrætti vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina Tryggvagötu 13. R13120078
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Jafnframt lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. maí 2014 og umsögn skipulagsstjóra, dags. 30. maí 2014. R13120088
Samþykkt.
11. Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. júní 2014, varðandi tónleikahald í Laugardal dagana 20.-22. júní nk. R14040045
Borgarráð þakkar fyrir upplýsingar um stöðu málsins og mun taka málið til umfjöllunar að tónleikahaldi loknu með tilliti til reynslunnar.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 3. júní 2104, varðandi kynningu á grasslætti í borgarlandinu sumarið 2014, ásamt fylgigögnum.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14060024
- Kl. 9.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
13. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Jafnframt lagt fram bréf Isavia, dags. 23. apríl 2014 og bréf skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2014. R14050011
Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði á móti og leggja fram svohljóðandi bókun:
Í samkomulagi Reykjavíkurborgar, innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt á milli ríkis og borgar sem og hagsmunaaðila um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Sú nefnd er enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Því er gagnrýnivert að formaður borgarráðs sem og aðrir fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn á því kjörtímabili sem er að ljúka virðast engu að síður leynt og ljóst vinna að þeirri stefnu að byggð muni rísa í Vatnsmýri og með því ýjað að því að niðurstaða nefndarinnar verði virt að vettugi. Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna að framtíðarstaðsetningu flugvallararins, greiða borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði sem óvissa ríkir um að þessu leyti. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu af sömu ástæðum atkvæði gegn deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar í marsmánuði á þessu ári og bókuðu þá með sama hætti.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Deiliskipulag sem gerir ráð fyrir byggð við Hlíðarenda er þegar í gildi. Það var samþykkt í tíð Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns skipulagsráðs. Fyrirliggandi tillaga er smávægileg breyting til bóta. Hlíðarendabyggð er utan verksviðs Rögnu-nefndarinnar, eins og ítrekað hefur komið fram.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Nefnd sem skipuð var um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar hóf störf seint á síðasta ári. Í þeirri fjögurra manna nefnd situr meðal annarra formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson. Í nefndinni situr einnig Matthías Sveinbjörnsson sem sagði við kynningu deiliskipulags Valssvæðisins í viðtali í Morgunblaðinu 7. mars sl. eftirfarandi: „Við höfum rætt þetta innan nefndarinnar, þ.e.a.s. að það hafi staðið til að breyta deiliskipulagi og hefja framkvæmdir á Valssvæðinu. Það hefur komið fram að nefndin vilji fá svigrúm til að vinna, að það sé ekki verið að þrengja að flugvallarsvæðinu og ganga á mögulega kosti meðan sú vinna stendur yfir. Þessi áform eru ekki í anda þess. Þarna er enda verið að ganga inn á öryggissvæði sem gæti hugsanlega nýst í nýrri útfærslu vallarins.“
Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
- Kl. 9.50 víkur Björn Axelsson af fundi.
14. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, frá 9. maí 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs, dags. 30. apríl 2014, um breytingu á tekju- og eignarmörkum vegna félagslegra leiguíbúða og breytinga á tekjuviðmiðum á matsblaði. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 19. maí 2014. R14050077
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 23. maí 2104, ásamt tillögu að breytingum á 23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. R12120041
Samþykkt.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. maí 2014, um samstarfsyfirlýsingu Vinnumálastofnunar og Velferðarsviðs Reykjavíkur þar sem borgarráði er kynntur samstarfssamningurinn. Einnig er lagt fram minnisblað, dags. 8. maí 2014 og umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 20. maí 2014. R14050030
Samþykkt að heimila velferðarsviði að staðfesta framlagða samstarfsyfirlýsingu við Vinnumálastofnun. Atvinnumáladeild skrifstofu borgarstjóra og borgarritara mun leggja fram reikninga vegna verkefnisins sem greiddir verða af kostnaðarstað F1700, framfærslustyrkur VEL.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 2. júní 2014, ásamt skýrslu starfshóps um skilgreiningu mannréttinda eldra fólks í Reykjavík. R14060005
Frestað.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf Stellu K. Víðisdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 30. maí 2014, þar sem hún fer þess á leit að sér verði veitt lausn frá störfum sem sviðsstjóri. R14060029
Samþykkt.
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð þakkar Stellu Kristínu Víðisdóttur kærlega fyrir vel unnin störf hjá Reykjavíkurborg. Stella hefur stýrt velferðarsviði á mesta álagstíma sviðsins þar sem umfang sviðsins hefur tvöfaldast og hennar störf verið til fyrirmyndar. Borgarráð óskar Stellu velfarnaðar á nýjum vettvangi og alls hins besta í framtíðinni.
20. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 305/2014, Ægisgata 5, húsfélag gegn Reynaldi Jónassyni, Vátryggingafélagi Íslands hf., Orra Árnasyni, Sjóvá - Almennum tryggingum hf., Benedikt Skarphéðinssyni, Þráni Karlssyni, Tryggingamiðstöðinni hf. og Reykjavíkurborg. R13100449
21. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 3. júní 2014, varðandi úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá 16. maí 2014 vegna Laugavegs 87. R09100264
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að efna til samkeppni og skipa dómnefnd vegna áframhaldandi vinnu við þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. R13110197
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að áður en lagt verður út í verulegan kostnað vegna vinnu við þróun samgöngumiðstöðvar við Vatnsmýrarveg 10, m.a. vegna samkeppni, fari fram ítarleg þarfagreining og fagleg úttekt á því hver sé ákjósanlegasti staðurinn fyrir miðstöð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Í slíkri úttekt verði bornir saman ólíkir staðir fyrir slíka miðstöð, t.d. Kringlan, Mjóddin og Vatnsmýrarvegur 10.
Frestað.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2014, varðandi lán á turni á Lækjatorgi undir verkefnið Little Sun. R14050194
Samþykkt.
24. Fram fer umræða um framkvæmd borgarstjórnarkosninganna 31. maí 2014.
Tómas Hrafn Sveinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð frá yfirkjörstjórninni í Reykjavík um framkvæmd borgarstjórnarkosningar 31. maí sl. og talningar vegna þeirra. R13050142
25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinuþróunnar að leigja Strætó bs. húsnæði að Þönglabakka 4. R14050195
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. júní 2014, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur vegna Lindargötu 66 verði samþykktur. R14030042
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 2. júní 2014, ásamt skýrslu starfshóps um eignarskráningu hjá Reykjvíkurborg.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13030061
Borgarráð samþykkir tillögur starfshópsins eins og þær birtast í skýrslunni.
Vísað til frekari vinnslu borgarritara.
- Kl. 12.05 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.
28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júní 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs s.d., með umsókn Alþjóðaskólans Reykjavík um samþykki sveitarfélags til stofnunar grunnskóla og fjárframlaga til hans. Einnig er lagt fram bréf Landakotsskóla, dags. 5. maí 2014. R14060030
Borgarráð samþykkir umsókn Alþjóðaskólans í Reykjavík um að stofna sjálfstætt starfandi alþjóðlegan grunnskóla í Reykjavík. Samþykkt er að skólinn hefji starf 1. ágúst 2014 með allt að 30 nemendur skólaárið 2014 -2015, þar af 15 nemendur með lögheimili í Reykjavík. Kostnaður Reykjavíkurborgar miðað við 15 nemendur verður á árinu 2014 u.þ.b. 6,9 m.kr. sem tekinn verður af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að grípa til aðgerða í því skyni að draga úr slysahættu við blindhorn á fjölförnum krossgötum göngu- og hjólreiðastíga, sem eru við austurhorn barnaleikvallar við Vesturberg. R14060058
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.10
Dagur B. Eggertsson
Björk Vilhelmsdóttir Einar Örn Benediktsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon