No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 22. maí, var haldinn 5315. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Örn Sigurðsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, S. Björn Blöndal og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. maí 2014. R14010010
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. maí 2014. R14010013
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. maí 2014. R14010014
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 3. mars 2014. R14010016
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. maí 2014. R14010018
6. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 16. maí 2014. R14010019
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2014. R14010029
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 16. maí 2014. R14010026
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. maí 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14040127
11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 8 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14050004
12. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
- Kl. 9.15 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.
- Kl. 9.20 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 22. maí 2014, um samþykkt kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Rafiðnaðarsamband Íslands. R14030047
Samþykkt.
14. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 20. maí 2014, um að borgarráð samþykki að greiða laun samkvæmt fyrirliggjandi kjarasamningum Reykjavíkurborgar við aðildarfélög BHM. R14030047
Samþykkt.
15. Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna nýgerðra kjarasamninga við Starfsmannafélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands og Rafiðnaðarsamband Íslands. Lagt er til að fjárheimildir fagsviðs og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2014 verði hækkaðar um samtals kr. 62.441.864 sem verður fjármagnað af kostnaðarstað 09126, launa- og starfsmannakostnaður.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14020053
Vísað til borgarstjórnar.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út ýmsar framkvæmdir vegna Strætó. Áætlaður kostnaður er 70 m.kr. af kostnaðarstöðum 3102 og 3106.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050141
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna uppbyggingar á staðarneti og ljósleiðaravæðingu borgarstofnana. Áætlaður kostnaður er 25 m.kr. af kostnaðarstað 7102.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050142
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna Betri hverfa, 78 verkefna sem kosin voru til framkvæmda í íbúakosningum 2014. Áætlaður kostnaður er 300 m.kr. af kostnaðarstað 7102.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050143
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við ýmis umferðaröryggismál 2014. Áætlaður kostnaður 50 m.kr. af kostnaðarstað 3107.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050144
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 16. maí 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. maí 2014, um úthlutanir hverfisráða á styrkjum úr forvarnarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2014. R14050134
21. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 16. maí 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. maí 2014, um tillögur að úthlutun styrkja úr forvarnarsjóði Reykjavíkur „Þvert á hverfi“ fyrir árið 2014. R14050134
22. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. maí 2014, varðandi samning Reykjavíkurborgar, Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónsins, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Íslandsbanka, Landsvirkjunar, Íslandsstofu, utanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um markaðs- og kynningarverkefni í Norður-Ameríku undir yfirskriftinni Iceland Naturally 2014-2016. R14050079
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf starfshóps um stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavíkurborg, dags. 19. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð vísi meðfylgjandi Almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur, „Samferða Reykjavík“, til umsagnar hjá Strætó bs., Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ, umhverfis- og skipulagsráði og Vegagerðinni. R13030084
Samþykkt.
Halldóra Hrólfsdóttir og Ólafur Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
24. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. maí 2014, með ósk um samþykki eigenda á stofnefnahagsreikningum dótturfélaga Orkuveitunnar. Einnig er lögð fram greinargerð og viðaukar, dags. 16. maí 2014. R14050133
Samþykkt.
Ingvar Stefánsson, Bjarni Bjarnason og Bjarni Freyr Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um varaáætlun um orkuöflun og orkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. R14050046
Vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Ingvar Stefánsson, Bjarni Bjarnason og Bjarni Freyr Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að auglýst verði eftir tilboðum í lóðina Tryggvagötu 13 á grundvelli fyrirliggjandi úthlutunar- og útboðsskilmála.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13080084
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki framsal lóðarréttinda á Þingvaði 21, ásamt fylgigögnum. R14050135
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf útvarpsstjóra, dags. 14. maí 2014, þar sem Ríkisútvarpið ohf. tilnefnir aðila í viðræðunefnd um nýtingu fasteignar og lóðar félagsins að Efstaleiti, fyrir sína hönd. R14050006
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 19. maí 2014, um breytingar á kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga 31. maí nk. R14050126
Samþykkt.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. maí 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki að ferlinefnd fatlaðra verði flutt frá umhverfis- og skipulagsviði til mannréttindaskrifstofu. Mannréttindastjóra verði falið að endurskoða verkefni og skipan nefndarinnar í samráði við hagsmunaaðila og leggja drög að samþykkt fyrir nefndina fyrir borgarráð. Fjárheimildir ferlinefndar eru kr. 1.000.000, kostnaðarstaður umhverfis- og skipulagssvið (ES 1400) og óskast fjárheimildirnar færðar til mannréttindaskrifstofu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14050139
Samþykkt.
31. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. maí 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um tilfærslur höggmyndaverka í borginni á kjörtímabilinu. R14040132
32. Lögð fram stefna Spennistöðvarinnar, menningar- og félagsmiðstöðvar. R14050146
Vísað til umsagnar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.
33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. maí 2014:
Borgarráð samþykkir að veita fjármálastjóra heimild til að greiða tónlistarskólum í Reykjavík sem eru í tímabundnum greiðsluvanda vegna nemenda á miðstigi í söngnámi og/eða framhaldsstigi í söng og tónlistarnámi áætlað framlag vegna kennslukostnaðar tónlistarskóla fyrirfram einn mánuð í senn fram til 30. september 2014. Frá 1. október 2014 verður aftur horfið til eftirágreiðslu framlags og kemur þá til uppgjörs á ofangreindu fyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að fyrirframgreiðslan nemi milli 30-35 m.kr. R14050155
Samþykkt.
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. maí 2014:
Borgarráð samþykkir beiðni Tónskóla Sigursveins og Tónskóla Eddu Borg um þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði skólanna vegna veikinda kennara og stjórnenda skólanna.
Eftir rýningu á þessum beiðnum er áætlaður áfallinn kostnaður um 5,2 m.kr. Tillagan miðar við að Jöfnunarsjóður taki þátt í þessum kostnaði og verður gerð krafa um það til sjóðsins.
Vitað er um langtímaveikindi kennara og stjórnenda í fleiri tónlistarskólum og má búast við hliðstæðum beiðnum á næstu vikum. R14050157
Samþykkt.
35. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 20. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að framlengja aðalmiðlarasamningum um viðskiptavakt á eftirmarkaði á skuldabréfaflokkum Reykjavíkurborgar til 24. maí 2015, ásamt fylgigögnum. R14010135
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 20. maí 2014, ásamt meðfylgjandi tillögu að endurskoðun á reglum um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg. R14050072
Vísað til umsagnar innri endurskoðunar.
37. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 19. maí 2014, þar sem lagðar eru fram forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 og forsendur fimm ára áætlunar 2015-2019. R14010255
38. Lagt fram erindisbréf starfshóps um skjólborgarverkefni Reykjavíkurborgar (ICORN). R11120036
- Kl. 11.25 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.
39. Kynnt er mánaðarlegt rekstraruppgjör a-hluta fyrir janúar-mars 2014. R14050094
40. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 5. maí 2014, þar sem lagt er til að stofnuð verði ný sérdeild fyrir einhverfa nemendur á grunnskólastigi og að deildin verði staðsett í Háaleitisskóla/Hvassaleiti og taki til starfa 1. ágúst 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skólaráðs Háaleitisskóla, dags.14. maí 2014. R14050160
Samþykkt.
41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að ráðist verði í átak vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði og lóðum leikskóla í borginni. Þá er brýnt að sem fyrst verði hafist handa við málningu leiktækja á lóðum leikskóla og grunnskóla sem liggja allvíða undir skemmdum vegna viðhaldsskorts. R14050176
Frestað.
42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að skipt verði um sand á strandblakvelli við Norðlingaskóla en ábendingar hafa borist um að sá sandur sem nú er á vellinum sé ónothæfur þar sem hann er af rangri tegund. R14050177
Frestað.
43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúum er ekki heimilt að nota bifreiðar í eigu Reykjavíkurborgar en í starfsgreiðslum til þeirra er gert ráð fyrir kostnaði við rekstur bíls. Komið hefur fram í fjölmiðlum að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hafi aðgang að bifreiðum í eigu borgarinnar og einnig að bifreið borgarstjóra. Óskað er eftir upplýsingum um hversu lengi borgarfulltrúinn hafi notið þessara bílafríðinda, hversu umfangsmikil þau hafi verið og hvort umrædd bílanotkun hafi hlotið samþykki forsætisnefndar. Hafa bílatengdar starfsgreiðslur til borgarfulltrúans verið skertar í ljósi notkunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar? R14050178
Fundi slitið kl. 11.35
Einar Örn Benediktsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir
Sóley Tómasdóttir