No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 15. maí, var haldinn 5314. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, S. Björn Blöndal og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Árbæjar frá 26. mars og 29. apríl 2014. R14010009
2. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 18. mars og 6. maí 2014. R14010011
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 8. maí 2014. R14010015
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 28. apríl 2014. R14010016
5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 9. maí 2014. R14010019
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. maí 2014. R14010027
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28. mars og 2. maí 2014. R14010031
8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. maí 2014. R14010025
B- hluti fundargerðarinnar samþykktur.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R14040127
10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 19 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14050004
11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt að veita Druslugöngunni styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.- vegna göngunnar sem verður haldin 26. júlí 2014.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. maí 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. R14050052
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. maí 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn. R14050063
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 7. maí 2014, varðandi laun vinnuskólans sumarið 2014. R11110021
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka tillögu sína sem flutt var í borgarstjórn 15. apríl sl. um að 8. bekkingar fái inngöngu í Vinnuskólann á ný og fái þannig tækifæri til að taka þátt í fræðandi útiskóla.
- Kl. 9.15. tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman tekur sæti á fundinum.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2014, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. þar sem skipulagsfulltrúa er falið að að hefja vinnu við undirbúning að hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða. Einnig er lagt fram bréf Bryggjuráðsins, stjórnar íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 18. febrúar 2014. R14020154
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 14. maí 2014, ásamt minnisblaði stýrihóps um framtíðaruppbyggingu Gufunessvæðis, dags. 8. maí 2014. R13110186
Samþykkt.
17. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna byggingar á húsi til varðveislu á safngripum á Árbæjarsafni. R14040052
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja byggingu varðveisluhúss fyrir Árbæjarsafn en gera athugasemdir við fyrirhugað útlit þess samkvæmt teikningu. Æskilegt er að útlit hússins verði í samræmi við þau gömlu hús sem setja svip sinn á safnið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. maí 2014:
Borgarráð samþykkir að veita íþrótta- og tómstundasviði 5 milljónir króna svo lengja megi opnunartíma sundlauga í sumar í samræmi við tillögu sem samþykkt hefur verið í íþrótta- og tómstundaráði. Kostnaður verði greiddur af ófyrirséð 09205.
Jafnframt lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 12. maí 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 9. maí 2014, um lengri afgreiðslutíma sundstaða. R14050085
Vísað til borgarstjórnar.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
19. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. maí 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., á því að mæla með því við borgarráð að gengið verði til samninga við Skotfélag Reykjavíkur á grundvelli erindis félagsins og umsagnar. Einnig er lagt fram að nýju bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 28. apríl 2014, varðandi búnaðarmál Skotfélags Reykjavíkur í tengslum við Smáþjóðaleikana sem haldir verða á Íslandi 1.-6. júní 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. maí 2014. R10110013
Samþykkt.
20. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrir sitt leyti framlagðan samning um lóðir Háskóla Íslands, ásamt fylgigögnum. R13050121
Samþykkt.
- kl. 9.40 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og menningar- og ferðamálaráðs, dags. 12. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að hafnar verði samningaviðræður um leigu á húsnæði í Spöng fyrir bókasafn í Grafarvogi. R14050078
Samþykkt.
22. Fram fer kynning á framkvæmdum við félagsmiðstöð eldri borgara í Spönginni 43 og starfsemi.
Ingibjörg Sigþórsdóttir og Guðmundur Pálmi Kristinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R12080033
23. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að meðfylgjandi rammasamkomulag við Nýlistasafnið verði samþykkt og heimilt verði að ganga frá leigusamningi við húseigendur á leigu neðri hæðar og hluta efri hæðar Völvufells 13-21. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 7. maí 2014. R14040141
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 12. maí 2014, þar sem óskað er eftir samþykkt borgarráðs á drögum að leigusamningi um húsnæði Kolaportsins að Tryggvagötu 19, milli Reykjavíkurborgar og Portsins ehf. R13030054
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. maí 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs, dags. 12. maí 2014, um samþykktir fyrir nýtt borgarsafn. R14050101
Vísað til borgarstjórnar.
26. Lagt fram bréf Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, dags. 15. apríl 2014, varðandi umsókn um lóð í Vesturbugt við Mýrargötu. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. maí 2014. R14040133
Samþykkt að vísa umsókninni til frekari vinnslu hjá samráðshópi borgarráðs um Reykjavíkurhúsin.
27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. maí 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 7. maí 2014, um heimild Hjallastefnunnar til rekstur miðstigs í Reykjavík. R14050067
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
Ragnar Þorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. maí 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs s.d., á Heimurinn er hér, stefnu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur í fjölmenningarlegu skóla- og frístundastarfi, dags. í maí 2014, ásamt tillögum um innleiðingu stefnunnar með fyrirvara um niðurstöðu fjárhagsáætlunar 2015-2017. R14050084
Vísað til borgarstjórnar.
Ragnar Þorsteinsson og Fríða Bjarney Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
29. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun á samgöngusamningi ríkis og Reykjavíkurborgar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. R14050048
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
30. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um sérstaka athugun á fátækt barna í Reykjavík, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. R14050045
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.
31. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. maí 2014, með tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um varaáætlun um orkuöflun og orkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 6. maí sl. R14050046
Frestað.
32. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 2. maí 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fasteignagjöld og önnur opinber gjöld á atvinnuhúsnæði, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. mars 2014. R14030082
33. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 13. maí 2014, við fyrirspurn Kjartans Magnússonar, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sundurliðun byggingarkostnaðar við Hörpu og tengd mannvirki. R13010037
34. Lagt fram svar borgarlögmanns og fjármálaskrifstofu, dags. 17. mars 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi virðisaukaskatt, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. desember 2013. R13120105
35. Fram fer kynning á stöðu viðræðna við Björgun. R12110165
Gísli Gíslason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins átelja þann drátt, sem orðið hefur undir stjórn meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar varðandi brottflutning Björgunar úr Bryggjuhverfi. Þeir telja brýnt að sem fyrst verði gripið til viðeigandi aðgerða í því skyni að flytja starfsemi Björgunar úr hverfinu. Hins vegar er óviðunandi að starfsemi Björgunar verði flutt á svæði fyrir neðan Kleppsspítala eins og fulltrúar meirihlutans hafa unnið að.
36. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. R14030047
37. Lögð fram skýrsla fjármálaskrifstofu um framkvæmd styrkjareglna 2013, dags. 12. maí 2014. R14050001
Borgarráð tekur undir ábendingar í skýrslunni og samþykkir tillögur fjármálaskrifstofu.
38. Kynntar hugmyndir Tvíhorfs arkitekta um garð á bílastæðahúsi að Hverfisgötu 20. R14050088
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
39. Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar vel heppnuðum fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar sem haldinn var laugardaginn 10. maí. Fjölmenningardagurinn er að mestu unninn í sjálfboðastarfi af fulltrúum fjölmenningarsamfélagsins í borginni og vill borgarráð þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við undirbúning dagsins.
R14020070
40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. maí 2014, um kosningu hverfiskjörstjórna og undirkjörstjórna við borgarstjórnarkosningar 31. maí nk. R13050142
Samþykkt.
41. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. maí 2014, um fjölda kjörstaða og kjördeilda við borgarstjórnarkosningar 31. maí nk. R13050142
Samþykkt.
42. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 14. maí 2014, um framlagningu kjörskrár vegna borgarstjórnarkosninganna 31. maí nk. Á kjörskrá eru 90.489. R13050142
Staðfest.
43. Lögð fram ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík, dags. 15. maí 2014, vegna kæru á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Niðurstaða sýslumanns er að kærunni er vísað frá. R13050142
44. Lögð fram áskorun grunnskólakennara af baráttufundi þeirra á Ingólfstorgi 15. maí 2014 sem afhent var borgarstjóra s.d. R14050051
45. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skýringum á því af hverju innsiglingarrennan í Bryggjuhverfishöfn hefur ekki verið dýpkuð eins og vonir voru gefnar um í kringum síðustu áramót. R13090029
Fundi slitið kl. 11.30
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir