No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 8. maí, var haldinn 5313. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, S. Björn Blöndal og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 28. apríl 2014. R14010013
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 29. apríl 2014. R14010014
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 2. maí 2014. R14010019
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. maí 2014. R14010025
B-hluti fundargerðinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R14040127
6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt að veita Yrkjusjóði styrk að fjárhæð 150 þ.kr. til kaupa á trjáplöntum til úthlutunar til skólabarna á grunnskólastigi. Jafnframt samþykkt að vísa umsögn Jóhanns Sigmarssonar og Gísla Gíslasonar um Miðbaugs-Minjaverkefnið til styrkjaafgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs.
- Kl. 9.10 taka Björk Vilhelmssdóttir og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 9.12 tekur Elsa Yeoman sæti á fundinum.
7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14050011
Frestað.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarskóla vegna lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050008
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Óviðunandi er að þörf Vesturbæjarskóla fyrir aukið húsnæði verði leyst á kostnað leikaðstöðu skólabarna með því að raða fjórum færanlegum skólastofum til viðbótar eftir endilöngu leiksvæði skólalóðarinnar, sem er nú þegar með hinum minnstu í borginni. Þess í stað væri æskilegt að skoða aðra kosti til þrautar, t.d. þann kost að koma umræddum stofum tímabundið fyrir í göturými Vesturvallagötu eða annars staðar í nágrenninu. Einnig má skoða tiltæka kosti á leiguhúsnæði í nágrenninu, megi það verða til þess að ekki þurfi að skerða leiksvæði skólans frekar.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Vogaskóla að Ferjuvogi 2.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R13030136
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR, Frostaskjóls 2-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Frostaskjól.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050010
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Saltvíkur á Kjalarnesi.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050009
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um drög að lýsingu vegna gerðar deiliskipulags Vogabyggðar fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og Kleppsmýrarvegar.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050016
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um drög að lýsingu vegna gerðar deiliskipulags Vogabyggðar fyrir Gelgjutangasvæðið.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050019
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl sl., um drög að lýsingu vegna gerðar deiliskipulags Vogabyggðar fyrir svæðið sem afmarkast af svæðinu sunnan Tranavogar og norðan Súðarvogar að Sæbraut.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14050032
Samþykkt.
15. Lagt fram að nýju bréf stýrihóps um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars 2014, um kynningu á tillögu á vinnslustigi. Jafnframt lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 22. apríl 2014 og umhverfis- og skipulagsráðs, dags. s.d.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R11020100
Borgarráð samþykkir og tekur undir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagsráðs.
16. Borgarstjóri upplýsir um að innríkisráðuneytið hefur tilnefnt Ingilín Kristmannsdóttir og Pétur Fenger sem fulltrúa ráðuneytisins í viðræðuhópi um flutning Héraðsdóms. R14020029
17. Lagt fram bréf útvarpsstjóra, dags. 2. maí 2014, þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um húsnæðismál og nýtingu lóðar að Efstaleiti. R14050006
Samþykkt að skipa Ólöfu Örvarsdóttur og Hrólf Jónsson í viðræðunefnd.
18. Lagt fram bréf forstjóra Heklu, dags. 30. apríl 2014, þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun og þróun lóðarinnar nr. 151 við Bústaðaveg. R14050018
Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.
19. Lagt fram bréf félagasamtakanna Miðgarður - borgarbýli, dags. 2. apríl 2014, þar sem óskað er eftir stuðningi og samstarfi um borgarbúskap. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2014. R14040054
Borgarráð samþykkir umsögnina. Jafnframt samþykkt að óska eftir tillögum um matjurtagarða í hverfum borgarinnar í samræmi við nýlega samþykkt borgarstjórnar og Aðalskipulag Reykjavíkur.
20. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 5. maí 2014, varðandi samning Reykjavíkurborgar og KSÍ um rekstur Laugardalsvallar, ásamt samningsdrögum.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R08020127
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. apríl 2014, með tillögu um að borgarráð samþykki hjálagðan samning við Knattspyrnusamband Íslands um endurnýjun flóðlýsingar Laugardalsvallar á árinu 2014.
Ómar Einarsson situr fundinn undir þessum lið. R14040036
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
22. Lagt fram bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 28. apríl 2014, varðandi búnaðarmál Skotfélags Reykjavíkur í tengslum við Smáþjóðaleikana sem haldir verða á Íslandi 1.-6. júní 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 5. maí 2014.
Ómar Einarsson situr fundinn undir þessum lið. R10110013
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2014, með tillögu um að borgarráð samþykki að byggingaréttur að meðtöldum gatnagerðargjöldum á lóðum í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás, verði boðinn á föstu verði fram til 1. október 2014. R14010261
Samþykkt með fimm atkvæðum.
24. Lagt fram fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu að endurskoðuðum almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík. R14020149
Samþykkt með 5 atkvæðum.
25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. maí 2014, um eignarhlut Reykjavíkurborgar í Tæknigarði ehf. R14020195
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrir sitt leyti framlagðan samning um lóðir Háskóla Íslands. Jafnframt eru lögð fram drög að samningi um lóðir Háskóla Íslands, ásamt fylgigögnum. R13050121
Frestað.
27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. maí 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að hefja söluferli eignanna Laugavegar 4 og 6 og Skólavörðustígs 1a. R13050134
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. maí 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að hefja framkvæmdir við húsnæði Vesturbæjarskóla við Hringbraut 116-118 og Vesturvallagötu 12-14. R14050042
Samþykkt.
29. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingu á reglum um sölu byggingarréttar, dags. 27. febrúar 2014. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. maí 2014. R14020194
Borgarráð samþykkir umsögnina.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sala á byggingarrétti miðist við fermetra í stað fjölda íbúða í fjölbýlishúsum var lögð fram í borgarráði í febrúar á þessu ári. Tillagan miðar að því að lækka lóðar- og íbúðarverð og að ýta undir byggingu lítilla íbúða í Reykjavík sem mikil þörf er fyrir. Núverandi reglur um sölu byggingarréttar virka hvetjandi á byggingaraðila í þá veru að byggja stórar íbúðir en margar minni íbúðir í fjölbýlishúsum leiða til hærra lóðarverðs og þar af leiðandi hærra söluverðs íbúða. Við því var brugðist með tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Því er fagnað að tillagan skuli vera samþykkt en hún er nú send til frekari útfærslu í borgarkerfinu í stað þess að taka hana upp í nýjar almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar sem samþykktar voru á fundi borgarráðs í dag.
30. Lagt fram bréf stjórnar kirkjubyggingarsjóðs, dags. 5. maí 2014, um styrkúthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2014. R14030036
Borgarráð samþykkir tillögur stjórnar kirkjubyggingarsjóðs.
31. Lagt fram erindisbréf rýnihóps um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólum í Reykjavík, dags. 6. maí 2014. R14050034
Samþykkt.
32. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 7. maí 2014, þar sem lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í skuldabréfaflokkinn RVK 19 1. R14010146
Samþykkt að hafna öllum tilboðum.
33. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 29. apríl 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 28. apríl sl., ásamt samningi til þriggja ára við tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music, dags. 11. apríl 2014. R14040168
Samþykkt.
34. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 28. apríl 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs s.d., um menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020 ásamt aðgerðaáætlun.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14050015
Samþykkt að vísa tillögu að menningarstefnu Reykjavíkurborgar til borgarstjórnar.
35. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 29. apríl 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 28. apríl sl., um breytingar á starfsemi Borgarbókasafns og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs.
Svanhildur Konráðsdóttir situr fundinn undir þessum lið. R14040169
Samþykkt.
36. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 5. maí 2014, ásamt nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar sem samþykktar voru á fundi innkauparáðs 2. maí 2014.
Eyþóra K. Geirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14010098
Samþykkt.
- Kl. 11.03 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.
37. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 7. maí 2014, um þróun rekstrarniðurstöðu, skulda og skuldbindinga og veltufjár frá rekstri 2002-2013. R14010210
38. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 5. maí 2014, um þróun tekna og gjalda málaflokka 2008-2014. R14010210
39. Lagt fram minnisblað atvinnumáladeildar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. maí 2014, um stöðu atvinnuátaksverkefna 2014 ásamt minnisblaði um atvinnumál fólks með fötlun og málefni GÆSar, dags. í dag.
Ragnhildur Ísaksdóttir og Anna Kristinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14050035
40. Lögð fram drög að samstarfssamningi Háskóla Íslands/MARK - Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna og Reykjavíkurborgar. R14040067
Samþykkt.
41. Lögð fram skýrsla endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar 2014, dags. 8. maí 2014.
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Sömuleiðis taka þar sæti Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ingunn Þórðardóttir. R14010210
42. Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar, dags. 7. maí 2014, um mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar.
Anna Margrét Jóhannesdóttir og Ingunn Þórðardóttir ásamt endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar sitja fundinn undir þessum lið. R14020016
43. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
44. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um uppsagnir borgarinnar á árunum 2010-2012, greint eftir ári, sviði og kyni. R14050057
45. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um hvernig Reykjavíkurborg mun standa að framkvæmdum í Úlfarsárdal á árinu. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Dalskóla. Sem fyrr er minnt á mikilvægi þess að framkvæmdum við færanlegar kennslustofur verði lokið og þær tilbúnar til kennslu og frístundastarf áður en skólastarf hefst í ágúst. Jafnframt er óskað eftir því að Íbúasamtök Úlfarsárdals, skólaráð Dalskóla og Foreldrafélag Dalskóla séu sem fyrst upplýst um tímaáætlun framkvæmda. R13090053
46. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir því að umferðarljós á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Suðurfells verði lagfærð. Ábendingar hafa borist um að eftir nýlegar breytingar á ljósunum sé afkastageta þeirra ófullnægjandi fyrir þá umferð sem leitar inn í Fellahverfi af gatnamótunum og af þeim sökum myndist langar biðraðir á beygjuljósinu. R14050059
Frestað
Fundi slitið kl. 12.24
Einar Örn Benediktsson
Björk Vilhelmsdóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir