Borgarráð - Fundur nr. 5312

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, föstudaginn 2. maí, var haldinn 5312. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Eva Einarsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram, S. Björn Blöndal og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 10. apríl 2014. R14010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 10. apríl 2014. R14010015

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 10. apríl 2014. R14010018

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. apríl 2014. R14010019

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 21. mars 2014. R14010029

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 11. apríl 2014. R14010026

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 28. apríl 2014. R14010027

8. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. og 30. apríl 2014. R14010025

B-hlutar fundargerðannar samþykktir.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R14040127

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 19 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14040002

11. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037

Samþykkt að veita Hróknum styrk að fjárhæð 1 m.kr. vegna starfs með börnum og unglingum á Íslandi og Grænlandi sem og fólks með geðraskanir.

Samþykkt að veita Báru Baldursdóttur styrk að fjárhæð kr. 250 þúsund vegna vinnu við rannsókn á afskiptum stjórnvalda af samskiptum íslenskra kvenna og setuliðsmanna. 

Umsókn um styrk vegna sýningarhalds Berlin Soup er vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs. 

Umsókn Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs er vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði til vinnslu samstarfssamnings til 3 ára.

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

12. Fram fer kynning á ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar 2013. R14010210

Guðmundur Snorrason og Arna Tryggvadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Fram fer kynning á endurskoðunarskýrslu PWC vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar 2013. R14010210

Guðmundur Snorrason og Arna Tryggvadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Ólöf Örvardóttir tekur sæti á fundinum kl. 10.00

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. apríl 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út malbiksframkvæmdir 2014. R14040152

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. apríl 2014, um úthlutun styrkja úr húsverndarsjóði árið 2014. R14040090

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. apríl sl., um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 13 við Krókháls. R14010128

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. apríl sl., um auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi við Efstaleiti 3-9. R14040151

Samþykkt.

18. Lagt fram að nýju bréf svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags 24. mars 2014, varðandi kynningu á vinnslustigi á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. apríl 2014. R13060030

Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillaga að svæðisskipulagi er fyrst og fremst samantekt á gildandi aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í tillögunni er aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 fellt inn í svæðisskipulagið gagnrýnislaust enda er formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins jafnframt formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks taka ekki undir umsögn Reykjavíkurborgar um tillögu að svæðisskipulagi.

19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 22. apríl 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 14. apríl sl., um flutning á styttunni Tónlistarmaðurinn. R14040132

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir yfirliti um tilfærslur höggmyndaverka í borginni á kjörtímabilinu.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. apríl 2014 með skipulags- og matslýsingum fyrir hverfi borgarinnar. Lagt er til að borgarráð staðfesti samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs.R14010072

Tillagan er felld.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Ekki er hægt að halda áfram vinnu við gerð hverfisskipulags á grundvelli fyrirliggjandi matslýsinga þar sem þær eru villandi í mikilvægum atriðum.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. apríl 2014, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur Reykjavíkurborgar við KR um afnot af hluta lóðar við Frostaskjól 2 vegna frístundastarfs skóla í vesturbæ, verði samþykktur. R14040145

Samþykkt. 

Sigrún Sveinbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. apríl 2014, vegna kynningar á hugmyndum um náttúruminjasýningu í Perlunni. R14010066

Hilmar J. Malmquist og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar mikilvægi þess að náttúrminjasýning í Perlunni verði að veruleika sem fyrst. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum landsmanna og ríkinu ber lagaleg skylda til að gera því góð skil. Ábyrgðar- og aðgerðarleysi núverandi stjórnvalda hefur nú kveikt hugmyndir um rekstur náttúruminjasýningar með aðkomu einkaaðila sem vekur upp spurningar um það hvernig almannahagsmunir og aðgengi almennings verði tryggð. Í raun sætir furðu að einkaaðilar sjái hag í rekstri slíkrar sýningar sem ríkið telur sig ekki hafa efni á að reka og eðlilegt að spyrja hverjir hagsmunirnir séu. Er eðlilegt að reka höfuðsafn með arðsemiskröfu – og ef svo er, getur þá talist eðlilegt að sá arður renni til einkaaðila en ekki samfélagsins? Borgarráðsfulltrú Vinstri grænna er fullur efasemda um þetta fyrirkomulag sem ber keim af hugmyndafræði hægrisins sem í gegnum tíðina hefur tryggt gróða einkaaðila en ábyrgð almennings þegar illa fer.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Við frekari skoðun málsins er algert skilyrði að hagkvæmni hitaveitunnar og afhendingaröryggi til borgarbúa verði í öndvegi enda voru hitaveitugeymarnir undir Perlunni byggðir til að tryggja þetta tvennt. Margt bendir til að Orkuveitan þurfi fyrr en síðar að nýta alla geymana fyrir starfsemi sína til að tryggja hagkvæmni og afhendingaröryggi dreifikerfisins, m.a. vegna aukinnar byggðar í vesturhluta borgarinnar. Ríkir almannahagsmunir búa þar að baki og er það með miklum ólíkindum að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar hafi á kjörtímabilinu ítrekað komið í veg fyrir að borgarfulltrúar og almenningur gætu kynnt sér mikilvæg gögn málsins sem snúa að afhendingaröryggi hitaveitunnar. Hér er einkum átt við minnisblaðið ,,Sala Perlunnar og þörf OR fyrir tankarými frá 2013-2023,“ sem lagt var fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar 14. desember 2012. Í minnisblaðinu koma fram mikilvægar upplýsingar um þörf Orkuveitunnar fyrir tankarými m.t.t. afhendingaröryggis hitaveitunnar í vesturhluta borgarinnar og mjög ákveðin varnaðarorð, sem allir borgarfulltrúar ættu að kynna sér áður en endanleg ákvörðun verður tekin um leigu á umræddum hitaveitugeymi undir sýningarhald til framtíðar. Borgarfulltrúar meirihlutans hafa ítrekað lagst gegn því að leynd verði aflétt af umræddu minnisblaði þrátt fyrir að um ríka almannahagsmuni sé að ræða. Slík leyndarhyggja er óviðunandi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að vel verði vandað til verka varðandi frekari skoðun hugmynda um rekstur náttúruminjasafns í Perlunni í samvinnu við einkaaðila. M.a. er óskað eftir að sem fyrst verði lögð fram  raunhæf áætlun vegna kostnaðar við breytingar á húsnæðinu, sem rætt hefur verið um að Reykjavíkurborg beri að fullu ef af verkefninu verður. 

23. Fram fer umræða um bruna í færanlegum kennslustofum við Rimaskóla. R14040164

Hilmar J. Malmquist og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lagt fram bréf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. apríl 2014, um skil nefndarinnar. R13090090

25. Fram fer kynning á framvinduskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur um „Planið“. R11090039

Bjarni Bjarnason og Ingvar Stefánsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lagt fram að nýju bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. apríl 2014, um tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Jafnframt lögð fram umsögn velferðarráðs, dags. 30. apríl 2014. R13060016

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Vinstri grænna tekur undir umsögn velferðaráðs en vill þó koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum varðandi tillögu SSH að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu dagsettri 7. apríl sl.Fulltrúi Vinstri grænna fagnar því að til standi að sameina ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Brýnt er að hægt sé að panta ferðir með styttri fyrirvara en nú er og að þjónustuverið verði opið lengur. Fulltrúi Vinstri grænna leggst þó gegn hvers kyns einkavæðingu á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem og annarri grunnþjónustu við fatlað fólk. Ekki eru færð fyrir því nægjanleg rök í tillögunni að bjóða verði aksturinn út. Eðlilegast væri að Strætó bs. sem er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yrði falið að framkvæma alla þjónustu, þ.m.t. aksturinn. Auk þess vill fulltrúinn benda á mikilvægi þess að þróa þjónustuna áfram þannig að hún styðji við sjálfstætt líf fólks með fötlun og skerði ekki sjálfsagt ferðafrelsi þeirra. Það ætti að vera metnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að gera betur og stefna að öflugri og einstaklingsmiðaðri þjónustu en nú er gert. Að lokum vill fulltrúi Vinstri grænna benda á mikilvægi þess að mannauður þeirra sem nú sinna málaflokknum, t.d. í þjónustuverum ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verði nýttur áfram eins og kostur er þrátt fyrir breytingar á tilhögun þjónustunnar.

27. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að skoða hvort Strætó bs. starfi innan ramma eigendastefnunnar, dags. 3. október 2013. Jafnframt lögð fram umsögn borgarritara, dags. 8. apríl 2014. R13100188

28. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að lagfæra og stækka bifreiðstæði við Fálkaborg. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. apríl 2014. R14040021

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

- Kl. 12.45 víkur Oddný Sturludóttir af fundi og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti.

29. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. 

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki eftirtalda kjarasamninga sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og hafa hlotið samþykki félagsmanna: Efling – stéttarfélag, Samiðn - samband iðnfélaga, Rafiðnaðarsamband Íslands, Verkstjórasamband Íslands og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Gerð er grein fyrir kostnaðaráhrifum og breytingum á fjárhagsáætlun sem leiðir af samþykkt tillögunnar í sérstakri tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun.Í hjálögðu minnisblaði formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar er lýst meginefni kjarasamninganna. R14030047

Samþykkt.

Atli Atlason og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

31. Lögð fram tillaga og greinargerð borgarstjóra, dags. 30. apríl 2014, um að fjárheimildir fagsviða og annarra rekstrareininga A-hluta fyrir árið 2014 verði hækkaðar um samtals kr. 918.462.526 vegna nýgerðra kjarasamninga við eftirfarandi stéttarfélög: Efling – stéttarfélag, Samiðn - samband iðnfélaga, Verkstjórasamband Íslands, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. R14020053

Vísað til borgarstjórnar.

32. Lagt fram erindisbréf samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda við Hlíðarenda, dags. 28. apríl 2014. R14010193

33. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að heimilt verði að ganga frá meðfylgjandi leigusamningi milli Fasteigna ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar og framleigja til Portsins ehf. R13030054

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að afsala Holtsgötu 41b til Minjaverndar ehf. R14040150

Samþykkt.

35. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að meðfylgjandi leigusamningur um Hverfisgötu 115 við Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði samþykktur. R14040136

Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að meðfylgjandi rammasamkomulag við Nýlistasafnið verði samþykkt og heimilt verði að ganga frá leigusamningi við húseigendur á leigu neðri hæðar og hluta efri hæðar Völvufells 13-21. R14040141

Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs.

37. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tvo húsaleigusamninga um Laugaveg 105 vegna nýsköpunarseturs skapandi greina. R14010303

Samþykkt.

38. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. apríl 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að setja kvöð um takmarkanir á starfsemi á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a. R13050134

Samþykkt.

39. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars og 2. maí 2014, um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði þar sem lagt er til að borgarráð samþykki endurskoðaðar reglur. Jafnframt lagðar fram umsagnir hverfisráðs Miðborgar, dags. 28. mars 2014, og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2014. R14030064

Samþykkt.

40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 29. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela borgarráði að afgreiða til fullnaðar nánar tilgreind verkefni vegna borgarstjórnarkosninga 31. maí nk. R13050142

Vísað til borgarstjórnar.

41. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 29. apríl 2014, um samstarfssamning Reykjavíkurborgar við Þórshöfn í Færeyjum er varðar ungmenni og skógrækt. R14040163

Samþykkt.

42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2014:

Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg gerist aðili að samtökum Evrópuborga, Eurocities. Aðild Reykjavíkurborgar að Eurocities felur í sér einstakt tækifæri fyrir borgina til þess að fylgjast með þróun borgarmála í Evrópu í gegnum upplýsingagjöf og samstarf. Fullt árgjald vegna þátttöku í samstarfinu nemur um 2,5 m.kr. Þar sem aðild Reykjavíkurborgar tæki fyrst gildi um mitt ár 2014 yrði kostnaður borgarinnar fyrir árið 2014 helmingurinn af fullu árgjaldi eða um 1,25 m.kr. Kostnaður fer af gjaldaliðnum ófyrirséð 09205. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010051

Samþykkt.

43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. apríl 2014:

Borgarráð samþykkir að veita Þjóðhátíðarnefnd 5 m.kr. viðbótarframlag í ár vegna 70 ára afmælis lýðveldisins og til aukinnar dagskrárgerðar á 17. júní í Reykjavík af því tilefni. Kostnaður fer af gjaldaliðnum ófyrirséð 09205.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010154

Samþykkt.

44. Lagt fram bréf starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2014, ásamt skýrslu starfshópsins, dags. s.d. Jafnframt lagt fram erindisbréf starfshópsins og umsögn formanns úttektarnefndar um skýrslu starfshóps um úttektarskýrsluna, dags. 30. apríl 2014. R13040138

Borgarráð felur borgarritara að koma þeim ábendingum sem kalla á frekari úrvinnslu til viðeigandi aðila hjá borginni. Borgarráð tekur undir þakkir starfshóps til úttektarnefndarinnar og til innri endurskoðunar fyrir gott samstarf.

Sigurður Þórðarson, Svavar Jósefsson og Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.00

Dagur B. Eggertsson

Eva Einarsdóttir    Júlíus Vífill Ingvarsson

Karl Sigurðsson     Kjartan Magnússon

Sóley Tómasdóttir