Borgarráð - Fundur nr. 5311

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 10. apríl, var haldinn 5311. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 14. mars 2014. R14010033

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 17. og 31. mars og 7. apríl 2014. R14010034

3. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 1. apríl 2014. R14010008

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 4. apríl 2014. R14010019

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 7. apríl 2014. R14010027

6. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. og 9. apríl 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar frá 9. apríl samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. R14030214

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 15 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14040002

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037

Samþykkt að veita Sundsambandi Íslands styrk að fjárhæð kr. 25.000, til að halda boðsundkeppni á milli grunnskóla. 

Lögð fram umsókn íþróttafélagsins Fylkis um styrk vegna kostnaðar við uppsetningu sæta við Fylkisvöll. Einnig er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundaráðs dags. 28. mars sl. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð samþykkir ósk Íþróttafélagsins Fylkis um styrkveitingu að upphæð 7.853.500 kr. vegna kaupa á sætum í áhorfendaaðstöðu félagsins við Fylkisveg. Með slíkri styrkveitingu er unnt að tryggja að umrædd áhorfendaaðstaða komi að fullum notum á þessu ári og að ásýnd þess verði umræddu hverfi og Reykjavíkurborg til sóma. 

Tillagan er felld með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Samþykkt með 6 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að veita íþróttafélaginu Fylki styrk að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna kostnaðar við uppsetningu sæta við Fylkisvöll, með vísan til umsagnar ÍTR.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

10. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 4. apríl 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. apríl 2014, um stefnu í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. R14040053

Vísað til borgarstjórnar.

Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 4. apríl 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 3. apríl 2014, um áfangaskipta áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk í Reykjavík. R13020161

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar vísa til bókana í velferðarráði.

Stella K. Víðisdóttir og Jóna Rut Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. apríl 2014, um tillögu að samkomulagi um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. R13060016

Vísað til umsagnar velferðarráðs.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. apríl 2014, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning við Rekstrarfélag Sjónlistamiðstöðvar vegna salar á 2. hæð Korpúlfsstaða. R14040034

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. apríl 2014, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning við Tækjasöluna ehf. vegna Sævarhöfða 31. R14040035

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. apríl 2014, ásamt drögum að rammasamningi við Minjavernd um endurbyggingu nokkurra húsa. Jafnframt lagðar fram umsagnir umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. mars 2014 og menningar- og ferðamálasviðs, dags. 21. mars 2014.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að málinu verði frestað. R14030043

Tillagan er felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðsluna. 

Erindið er samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins,  Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðsluna.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráð óskar eftir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar leggi fram samantekt vegna húsnæðismála Vesturbæjarskóla vegna næsta skólaárs.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Í fyrirliggjandi rammasamningi er kveðið á um ráðstöfun fimm húsa og tveggja lóða til Minjaverndar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir frestun málsins til næsta fundar þar sem allar upplýsingar um það liggja ekki enn fyrir. Þann tíma hefði einnig verið hægt að nota til að gefa hverfisráði Vesturbæjar kost á að fjalla um málið og gefa umsögn um það, t.d. vegna fyrirhugaðs flutnings Hringbrautar 116-118 á lóð við Meistaravelli þar sem nú er almenningsgarður. Íbúðarhúsið Stóra Sel, Holtsgötu 41b, er friðaður steinbær með burstalagi. 11. júlí sl. lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að húsið yrði sett í söluferli þar sem tillit yrði tekið til friðunar og varðveislu hússins. Fulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna felldu tillöguna en vildu heldur ráðstafa húsinu til samtaka sem ætluðu að reka þar einhvers konar gistiheimili fyrir fólk sem kemur tímabundið til landsins á vegum samtakanna. Svo mikið lá á að ráðstafa húsinu að borgarstjórnarmeirihlutinn felldi einnig tillögu Sjálfstæðisflokksins um að samráð yrði haft við íbúa og húsfélög, sem liggja að Stóra Seli og þeim kynntar fyrirætlanir borgarinnar áður en ákvarðanir yrðu teknar um framtíð hússins. Eftir mótmæli íbúa hvarf meirihlutinn frá áformum sínum um ráðstöfun hússins og hefur nú fallist á það verði selt til viðurkennds aðila, sem hyggst gera þetta sögufræga hús upp með viðeigandi aðferðum og sýna því þá virðingu sem það á skilið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju sinni með þau málalok og óska eftir að þessar fyrirætlanir verði kynntar fyrir íbúum í nágrenni hússins.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs og íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 4. apríl 2014, varðandi tónleikahald í Laugardal í sumar. R14040045

Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson og Ómar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. apríl 2014, sbr. samþykkt heilbrigðisnefndar frá 1. apríl 2014, varðandi heilbrigðissamþykkt um hænsnahald í Reykjavík og samþykkt um takmörkun búfjár og bann við lausagöngu í Reykjavík. R12120053

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar fulltrúa síns í heilbrigðisnefnd.

Ólöf Örvarsdóttir og Örn Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 2. apríl 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. R14040027

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. mars 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 6 við Aðalstræti. R14040030

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Þrátt fyrir að byggingarmagn á þakhæð Aðalstrætis 6 sé aukið lítillega er útfærslan með þeim hætti að ásýnd hússins mun batna vegna inndreginnar þakhæðar sem snýr að Aðalstræti. Þakhæðin sker sig þannig frá að húsið mun virka lægra í götumyndinni. Hækkunin snýr mest að baklóð en sýnt hefur verið fram á að ekki verður um aukningu skuggavarps að ræða. 

Með þessari breytingu er farið í átt að upphaflegri hönnun hússins.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. apríl 2014, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. R13120104

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.05 taka borgarstjóri og S. Björn Blöndal sæti á fundinum.

21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. apríl 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás. R14040028

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. apríl 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 2. apríl 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. R14040029

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna byggingar á húsi til varðveislu á safngripum á Árbæjarsafni. R14040052

Frestað.

Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2014, um samantekt á átaksverkefnum í sundlaugum í Reykjavík sem unnin hafa verið 2010-2014. R12030102

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráð samþykkir að ráðist verði í endurgerð búningsklefa fyrir karla í beinu framhaldi af endurgerð kvennaklefanna í Vesturbæjarlaug, en það leiðir til sparnaðar í heildarverkinu. Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að útfæra tillögu að breytingu á fjárfestingaáætlun þannig að verkefnið rúmist innan hennar.

Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

25. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. R14030047

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.35 víkur Einar Örn Benediktsson af fundi og Karl Sigurðsson tekur þar sæti.

26. Lagður fram ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2013, dags. í apríl 2014. Jafnframt lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 7. apríl 2014, um ársreikninginn.

Ársreikningur sveitarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar. Lagt er til að ársreikningi verði vísað til endurskoðunar. R14010210

Samþykkt.

Halldóra Káradóttir og Gísli Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

27. Samþykkt að heimila fjármálastjóra að afgreiða laun um næstu mánaðamót á grundvelli nýs kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samþykktur var af félagsmönnum FÍH í atkvæðagreiðslu. Kjarasamningurinn verður lagður fram til formlegrar samþykktar borgarráðs um leið og kostnaðarmat og tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 liggur fyrir. R14030047

28. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 9. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19.1 R14010146

Samþykkt.

29. Lagður fram úrskurður yfirfasteignamatsnefndar, dags. 1. apríl 2014, um fasteignagjöld vegna Túngötu 14. R14020019

30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. apríl 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að setja kvöð um takmarkanir á starfsemi á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a. R13050134

Frestað.

31. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að stofnaður verði formlegur samstarfsvettvangur um þróun og hönnun verkefnisins Reykjavíkurhúsin, byggingu leigu- og búseturéttaríbúða fyrir Reykvíkinga. R13010108

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna tekur undir mikilvægi þess að hanna og byggja ódýrara húsnæði í Reykjavík. Þó er ástæða til að ítreka mikilvægi þess að ekki verði gefinn afsláttur af gæðum skipulags og/eða bygginga, heldur að tryggt verði að Reykjavíkurhúsin blandist eðlilega inn í nærliggjandi byggð á skipulagsreitum og í hverfum borgarinnar.

32. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, varðandi samstarf við Landssamband lífeyrissjóða um fjármögnun langtíma leigufélaga fyrir almennt leiguhúsnæði. R13010108

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bendir á að sambærilegar útfærslur hafa verið við lýði annars staðar á evrópska efnahagssvæðinu án athugasemda frá ESA og því óþarfi að óttast stofnunina sérstaklega. Brýnt er að í þessu verkefni verði gerður greinarmunur á húsnæðissamvinnufélögum og almennum leigufélögum. Eðlilegt er að þau félög sem njóti fjármagns útsvarsgreiðenda í Reykjavík starfi í almannaþágu, hvort sem það eru húsnæðissamvinnufélög án arðsemiskröfu eða húsnæðisfélög félagasamtaka og/eða lífeyrissjóða.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

27. febrúar lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að reglum um sölu byggingarréttar verði breytt þannig að sala byggingarréttar að meðtöldum gatnagerðargjöldum miðist við fermetra fjölbýlishúsa í stað fjölda íbúða. Núverandi gjaldskrá miðast við að því færri íbúðir sem byggðar eru í fjölbýlishúsi, og þá væntanlega stærri, því lægra er lóðarverðið. Ekki er miðað við fermetrafjölda fjölbýlishúsa eins og gert er við sölu byggingarréttar fyrir aðrar tegundir húsa í borginni. Sala byggingarréttar fyrir fjölbýlishús í nærliggjandi sveitarfélögum miðast við fermetrastærð húsanna. Reglur um sölu byggingarréttar í Reykjavíkurborg eru þess vegna í andstöðu við vaxandi eftirspurn eftir minni íbúðum. Gildandi reglur hafa þau áhrif að verði íbúðum í fjölbýlishúsi t.d. fjölgað um helming úr 10 í 20 hækkar lóðarverð á íbúð um 2,3 milljónir þrátt fyrir að heildar fermetrafjöldi hússins sé sá sami. „Hæg breytileg átt“ er stefna í mótun sem sjálfsagt er að skoða en fyrir liggur tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem, verði hún samþykkt, mun hafa samstundis áhrif til lækkunar íbúðarverðs og auðvelda ungu fólki að eignast íbúð. Afgreiðsla tillögunnar vekur upp spurningar um hvort aðalatriðið í hugum borgarfulltrúa meirihlutans sé hvaðan tillögur koma en ekki hvort þær leiði til góðs. Stefnumótun í húsnæðismálum hefur á þessu kjörtímabili tekið alltof langan tíma. Óljós stefna rétt fyrir kosningar sem mikið vantar mikið upp á að sé tilbúin gerir lítið fyrir þá sem eru í húsnæðisvanda.

- Kl. 12.40 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi.

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. mars 2014: 

Lagt er til að hjálagður samstarfssamningur við félagið Miðborgina okkar fyrir apríl 2014 til ársloka 2015 verði samþykktur og samningsbundnar greiðslur greiðist af kostnaðarstað 09510 (ýmsar samningsbundnar greiðslur). 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Einnig lögð fram drög að samstarfssamningi við félagið Miðborgin okkar fyrir apríl 2014 til ársloka 2015. R14040015

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2014, með tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um endurskoðun á hráefniskaupum mötuneyta Reykjavíkurborgar, sem vísað var til meðferðar borgarráðs á fundi borgarstjórnar 4. mars sl. Jafnframt er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu og innkaupadeildar, dags. 17. mars 2014, og umsögn skóla- og frístundasviðs, dags. 21. mars 2014. R14020200

Vísað til meðferðar fjármálaskrifstofu og innkaupadeildar.

35. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafræn skilti sem sýna laus bílastæði, dags. 13. mars 2014. Jafnframt lögð fram umsögn bílastæðanefndar, dags. 1. apríl 2014. R14030081

Vísað til meðferðar bílastæðanefndar.

36. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um átak gegn heimilisofbeldi, sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 1. apríl 2014. R14040062

Vísað til mannréttindaskrifstofu sem falið er að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila og grasrótarsamtök. Borgarráð óskar eftir því að fá upplýsingar um stöðu málsins reglulega.

37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar:

Óskað er eftir yfirliti um byggingarkostnað við Hörpu og tengd mannvirki á núverandi verðlagi eftir að ríkisvaldið og Reykjavíkurborg tóku við verkefninu í ársbyrjun 2009. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um áfallinn kostnað, s.s. vegna lóðakaupa, jarðvinnu, sjófyllingar, byggingar, glerhjúps, gatnatenginga, torggerðar, lóðafrágangs, bílastæðahúss o.s.frv. Þá er óskað eftir sundurliðuðu yfirliti yfir kostnað við þær framkvæmdir sem fram hafa farið vegna viðhalds hússins og hugsanlegra byggingargalla. R13010037

Fundi slitið kl. 13.05

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman     Júlíus Vífill Ingvarsson

Kjartan Magnússon     Sóley Tómasdóttir

Karl Sigurðsson