Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 3. apríl, var haldinn 5310. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, S. Björn Blöndal og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. mars 2014. R14010019
2. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. apríl 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R14030214
4. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Leiðrétt bókun frá 5309. fundi borgarráðs, vegna styrkúthlutana borgarráðs. Þá var bókað að samþykkt væri að veita Arkitektafélagi Íslands 500 þúsund kr. styrk til undirbúnings málþings/sýningar á HönnunarMars. Rétt bókun er: Samþykkt að veita Arkitektafélagi Íslands 500 þúsund kr. styrk til flokkunar og skráningar íslensks byggingarlistaarfs.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. apríl 2014:
Borgarráð samþykkir að fela sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs að undirbúa uppsetningu handritasýningar í tengslum við Landnámssýninguna í Aðalstræti. Verkefnið skal unnið í samstarfi við Árnastofnun, í samræmi við forsendur öryggisáhættugreiningar verkfræðistofunnar Eflu. Verkefnið er samþykkt af hálfu borgarráðs með fyrirvara um heimild mennta- og menningarmálaráðuneytisins hvað varðar lán á handritum. Jafnframt er sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs heimilt að fara í nauðsynlegar endurbætur á öryggiskerfum á sýningarstaðnum en kostnaður við það rúmast innan gildandi fjárfestingaáætlunar. Komi í ljós í þeirri undirbúningsvinnu sem nú fer í hönd að heildarkostnaður við uppsetningu sýningar fari fram úr heimildum gildandi fjárhagsáætlunar skal gera viðeigandi tillögu til borgarráðs um endurskoðun áætlunar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12050066
Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fornritin verði til sýnis í borgarstjórnarsal, dags. 27. febrúar 2014. Jafnframt lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs, dags. 21. mars 2014. R14020193
Umsögn menningar- og ferðamálasviðs samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálasvið hefur skilað umsögn sinni um handritasýningu í borgarstjórnarsalnum. Sviðinu var falið að svara því hvort það vilji fjármagn til að setja upp sýningu í forsal undirstofnunar sinnar eða hvort handritasýningin eigi að verða sett upp í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Enn stendur yfir undirbúningur að handritasýningu og mörgum spurningum er ósvarað. Í umsögn sviðsins er ekki gerður samanburður á þessum tveimur sýningaraðstöðum né samanburður á kostnaði eða öryggisþáttum. Í umsögninni er bent á að fjöldi ferðamanna sæki landnámssýninguna en því er sleppt að miklu fleiri ferðamenn koma í Ráðhúsið. Þess er ekki getið að borgarstjórnarsalurinn er miklu stærri en forsalur landsnámssýningar og miklu veglegri að öllu leyti. Þá er þess ekki getið að í Ráðhúsinu er hús- og næturvarsla og mikilvægir og kostnaðarsamir öryggisþættir til staðar. Niðurstaðan er því hálfgerð markleysa. Tillöguflytjendur hafa ekki haldið því fram að óyggjandi sé að handritasýning færi betur í borgarstjórnarsalnum en annars staðar en hafa lagt fram tillögu um að það verði skoðað. Það er lágmark að fyrirliggjandi kostir hefðu verið bornir saman.
7. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. R14030047
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. mars 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ljúka verkhönnun og bjóða út framkvæmdir vegna breytinga og endurbóta á húsnæði menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. R14030207
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. mars 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að fara í ýmsar framkvæmdir og bjóða út kaup á búnaði vegna frjálsíþróttaleikvangsins í Laugardal. R14030221
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. mars 2014, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út nánar tilgreindar framkvæmdir til að auka öryggi gangandi vegfarenda. R14030218
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
30. janúar sl. lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að lýsing og merkingar yrðu bætt á gangbraut við gatnamót Þórðarsveigs og Andrésbrunns. Umrædd gangbraut er ekki á lista yfir úrbætur á gönguleiðum og er hér með óskað eftir að bætt verði úr því. Þá eru tillögur Sjálfstæðisflokksins ítrekaðar um að gönguljós verði sett upp á Hofsvallagötu á gönguleið skólabarna.
11. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um framkvæmda- og fjárfestingarkostnað vegna breytinga við Borgartún, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. mars 2014. R14030143
Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi Brynjólfsson og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands vegna lóðarinnar nr. 23 við Lambhagaveg. R14030210
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2014, varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. R14030212
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2014, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.220.0 vegna lóðarinnar nr. 4 við Þórunnartún. R14030211
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2014, um tillögu að breytingum á borgarráðssamþykkt um götu- og torgsölu, dags. 24. mars 2014. R12100401
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. apríl 2013, ásamt skýrslu Vinnumálastofnunar um fyrrum atvinnuleitendur nóvember - desember 2013. R12110028
Helga Björg Ragnarsdóttir og Ragnhildur Ísaksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lögð fram áfangaskýrsla skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um innleiðingu húsnæðisstefnu, dags. 31. mars 2014. R13010108
18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að stofnaður verði formlegur samstarfsvettvangur um þróun og hönnun verkefnisins Reykjavíkurhúsin, byggingu leigu- og búseturéttaríbúða fyrir Reykvíkinga. R13010108
Frestað.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, þar sem lagt er til að borgarráð feli samstarfsvettvangi um Reykjavíkurhús að útfæra hugmyndir um byggingu leigu- og búseturéttaríbúða á lóðum við Vesturbugt, Þorragötu, Bólstaðarhlíð, Kirkjusand og í Laugarnesi. R13010108
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, varðandi samstarf við Landssamband lífeyrissjóða um fjármögnun langtímaleigufélaga fyrir almennt leiguhúsnæði. R13010108
Frestað.
21. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 30. mars 2014, ásamt skýrslu KPMG og Analytica til verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. R13010108
22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. apríl 2014, um úthlutun lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt til Félagsstofnunar stúdenta. R14040003
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. apríl 2014, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Samtökum aldraðra vilyrði fyrir lóð og byggingarrétti á svokölluðum Bólstaðarhlíðarreit.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að veita Samtökum aldraðra vilyrði fyrir lóð og byggingarrétti á Bólstaðarhlíðarreit fyrir byggingu allt að 50 íbúða með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags, sem heimili slíka byggingu. Um er að ræða þá lóð sem er næst þegar byggðum húsum á vegum Samtaka aldraðra og gert er ráð fyrir því að íbúðirnar sem byggðar verði tengist þeirri þjónustumiðstöð sem fyrir er í Bólstaðarhlíð. Jafnframt samþykkir borgarráð að veita Samtökum aldraðra vilyrði fyrir annarri lóð á umræddum reit til síðari tíma aukningar þannig að heildarfjöldi íbúða sem um ræðir verði um 100 íbúðir. R14010122
Breytingartillagan er felld með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Þá er tekin fyrir upphafleg tillaga þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Samtökum aldraðra vilyrði fyrir lóð og byggingarrétti á svokölluðum Bólstaðarhlíðarreit.
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 2. apríl 2014, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Félagi eldri borgara vilyrði fyrir lóð og byggingarrétt á svæði næst ÍR-svæðinu við Suður-Mjódd.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að veita Félagi eldri borgara í Reykjavík vilyrði fyrir lóð og byggingarrétti á svæði næst ÍR svæðinu í Syðri-Mjódd fyrir byggingu allt að 50 íbúða með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags sem heimili slíka byggingu. Gert er ráð fyrir því að íbúðirnar sem byggðar verði tengist þjónustumiðstöð Skógarbæjar. Jafnframt samþykkir borgarráð að bjóða Félagi eldri borgara í Reykjavík vilyrði fyrir annarri lóð á umræddum reit til síðari tíma aukningar þannig að heildarfjöldi íbúða sem um ræðir verði 100 íbúðir. R14010121
Breytingartillagan er felld með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Þá er tekin fyrir upphafleg tillaga þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Félagi eldri borgara vilyrði fyrir lóð og byggingarrétti á svæði næst ÍR-svæðinu við Suður-Mjódd.
Samþykkt.
25. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2014, um tillögur til þingsályktunar varðandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, mál númer 340, 344 og 352. R14030134
26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. mars 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar fyrir árið 2014 og samningsbundnar greiðslur greiðist af kostnaðarstað 09510 (ýmsar samningsbundnar greiðslur).
Greinargerð fylgir tillögunni ásamt drögum að samstarfssamningi fyrir árið 2014. R14040013
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
27. Lögð fram tillaga, tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík þ. 31. janúar 2014, um að ráða fólk með fötlun í vinnu. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. febrúar 2014. R14020063
Samþykkt.
28. Samþykkt að kynningarfundur fyrir borgarfulltrúa á ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 fari fram 9. maí 2014. R14010210
29. Samþykkt að Eyrún Eyþórsdóttir taki sæti Birnu Magnúsdóttur sem áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í hverfisráði Breiðholts. R10060058
- Kl. 12.10 víkja Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir af fundi.
30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til framkvæmdadeildar að ráðist verði í að lagfæra og stækka bifreiðastæði við leikskólann Fálkaborg. Einnig þarf að auka lýsingu á stæðinu og bæta innakstur að því frá Fálkabakka. R14040021
Frestað.
31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð beinir því til framkvæmdadeildar að sem fyrst verði ráðist í viðgerðir á húsnæði frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs við Gerðuberg vegna þráláts þakleka, sem við er að stríða í aðalsal miðstöðvarinnar og víðar í húsinu. R14040020
Frestað.
32. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 3. apríl 2014, um frumvörp um skuldaleiðréttingu og séreignaraðgerðir. R13120046
Borgarráð ítrekar fyrri bókanir vegna málsins.
Fundi slitið kl. 12.15
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Kjartan Magnússon