Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 27. mars, var haldinn 5309. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Karl Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Björn Axelsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen og Linda Sif Sigurðardóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf stýrihóps um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars 2014, um kynningu á tillögu á vinnslustigi. R11020100
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Hrafnkell Proppé, Páll Hjaltason og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags 24. mars 2014, varðandi kynningu á vinnslustigi á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. R13060030
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Hrafnkell Proppé, Páll Hjaltason og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 13. febrúar og 20. mars 2014. R14010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. mars 2014. R14010012
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. mars 2014. R14010014
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. mars 2014. R14010015
7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 21. mars 2014. R14010019
8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. janúar og 25. febrúar 2014. R14010029
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. mars 2014. R14010026
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R14020207
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um 9 rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14030005
13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. 400 þúsund kr. styrk til útgáfu hverfablaðs Miðborgar og Hlíða.
Samþykkt að veita Með oddi og egg ehf. 400 þúsund kr. styrk til útgáfu hverfablaðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða.
Samþykkt að veita Arkitektafélagi Íslands 500 þúsund kr. styrk til undirbúnings málþings/sýningar á HönnunarMars.
Samþykkt að veita Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur 100 þúsund kr. styrk vegna fyrirlestrar um samlíðan.
Samþykkt að veita Sigurði Haukdal 200 þúsund kr. styrk vegna útvarpsstöðvarinnar Rispan.
Samþykkt að vísa umsókn Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Samþykkt að vísa umsókn hestamannafélagsins Harðar til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs.
Öðrum umsóknum er hafnað.
14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars. 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. mars 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Fossaleyni, Egilshöll. R14030157
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. mars 2014, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 2-16 við Lautarveg. R14030139
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2014, þar sem óskað er eftir því að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum að fjárhæð kr. 125 m.kr. R14030170
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. sama dag, varðandi tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. R13120099
Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði á móti og vísa til bókunar fulltrúa sinna í umhverfis- og skipulagsráði.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vísa til bókunar fulltrúa sinna í umhverfis- og skipulagsráði.
Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
18. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar.
Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. mars 2014, varðandi samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Stólpa III ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Austurhafnar, dags. 25. mars 2014. R13040122
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25 mars 2014, varðandi samkomulag Reykjavíkurborgar við Landbakka ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Austurhafnar, dags. 21. mars 2014. R13040122
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Breyttu skipulagi á Austurhafnarreitunum er fagnað. Mikið hefur verið dregið úr uppbyggingarheimildum; hæðir húsanna hafa verið lagaðar betur að umhverfinu og gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu eru í samræmi við gildandi rammaskipulag af svæðinu og samgöngustefnu borgarinnar í aðalskipulaginu 2010-2030. Það skal þó áréttað að byggingarmagn á svæðinu er til komið vegna eldri deiliskipulagsáætlana.Hefði Reykjavíkurborg ekki verið bundin af þeim, má vera ljóst að umfangið hefði orðið smærra í sniðum. Lögð er áhersla á að vandað verði til verka þegar kemur að útliti og hönnun bygginganna.
21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 26. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. sama dag, varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna byggingarreita nr. 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10. R13120088
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 24. mars 2014, um þörf á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. R12120040
Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð lýsir þungum áhyggjum af þeirri óvissu sem hefur skapast um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík. Skorað er á heilbrigðisráðherra, Alþingi og ríkisstjórn að án tafar verði staðið við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg.
- Kl. 11.55 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.
23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðs:
Borgarráð samþykkir að fela velferðarsviði að bjóða framhaldsskólanemum sem dvelja tímabundið í hverjum mánuði í skammtímavistunum að Árlandi, Eikjuvogi, Hólabergi og Holtavegi þjónustu á skólatíma á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Kostnaður vegna þessarar viðbótarþjónustu er áætlaður að jafnaði 750.000 kr. á viku og greiðist af kostnaðarstað 09205.Þá felur borgarráð ÍTR að vinna að því að mæta vanda þessara nemenda með lengri opnunartíma í frístund sem starfrækt er í Hinu húsinu. Kostnaður vegna þessarar viðbótarþjónustu er áætlaður allt að 500.000 kr. á viku og greiðist af kostnaðarstað 09205. R14030142
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. mars 2014, varðandi leigu á Hverfisgötu 115. R14030147
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 20. mars 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 19. mars 2014 vegna áheyrnar Reykjavíkurráðs ungmenna í skóla- og frístundaráði út kjörtímabilið. R13030103
Samþykkt.
Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Magnússonar:
Á sameiginlegum fundi borgarfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna fyrir þremur árum, 12. apríl 2011, lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að sú breyting yrði gerð á samþykktum borgarinnar að Reykjavíkurráði ungmenna yrði heimilað að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í íþrótta- og tómstundaráð. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til borgarráðs. Þegar hvergi bólaði á úrlausn málsins gripu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til þess ráðs að flytja tillögur í íþrótta- og tómstundaráði og skóla- og frístundaráði, 25. maí 2012, 25. janúar 2013 og 6. febrúar 2013, um að Reykjavíkurráðinu yrði boðið að skipa áheyrnarfulltrúa í þessi ráð. Einnig í þessum ráðum hefur málið verið tafið hvað eftir annað af fulltrúum borgarstjórnarmeirihlutans. Á fundi skóla- og frístundaráðs 5. mars sl. gagnrýndu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harðlega þá töf sem einkennt hefur málið. Ánægjulegt er að sjá að brugðist hafi verið við þeirri gagnrýni og nú samþykkt að heimila setu áheyrnarfulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna í skóla- og frístundaráði. Sem fyrr leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að sú aðkoma verði ekki tímabundin heldur varanleg og munu áfram vinna að því að samþykktum skóla- og frístundaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs verði breytt í samræmi við það. Vinnubrögðin í þessu máli, sem m.a. koma í ljós með þriggja ára töf á afgreiðslu upphaflegrar tillögu, sýna annars vegar óvirðingu meirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins gagnvart Reykjavíkurráði ungmenna og hins vegar lélega verkstjórn meirihlutans í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar.
26. Lögð fram bréf staðgengils borgarstjóra um útfærslu á tillögu borgarráðs sem samþykkt var á fundi borgarráðs 20. mars sl. um að veita framhaldsskólanemum aðgang að sundlaugum og menningarstofnunum borgarinnar án endurgjalds gegn framvísun skólaskírteinis á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. R14030142
Samþykkt.
27. Lögð fram tillaga um aukið stofnframlag til SHS vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar, dags. 25. mars 2014. R13010185
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. mars 2014:
Lagt er til að borgarráð samþykki að haga álagningu ábyrgðargjalds á Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2014 þannig að 0,52% ábyrgðargjald verði lagt á lán vegna samkeppnishluta fyrirtækisins og 0,375% á lán vegna sérleyfishluta en ekki verði lagt ábyrgðargjald á eigendalán til fyrirtækisins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R14030051
Samþykkt.
29. Lagður fram viðauki við samkomulag um eflingu tónlistarnáms og um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, dags. 5. mars 2014. R14030164
Fundi slitið kl. 12.25
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hjálmar Sveinsson
Karl Sigurðsson Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir