Borgarráð - Fundur nr. 5308

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 20. mars, var haldinn 5308. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen og Linda Sif Sigurðardóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. mars 2014. R14010008

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 4. mars 2014. R14010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 10. mars 2014. R14010016

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 13. mars 2014. R14010018

5. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. mars 2014. R14010019

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. mars 2014. R14010025 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R14020207

8. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037 Samþykkt að veita HönnunarMars 2014 styrk að fjárhæð kr. 1.000.000. Öðrum styrkumsóknum er frestað.

- Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 18. mars 2014: Borgarráð samþykkir að auglýst verði eftir tilboðum í lóðina Tryggvagötu 13 á grundvelli sérstakra úthlutunarskilmála og viðeigandi útboðsgagna. Útboðsskilmálar skulu m.a. kveða á um að haldin verði opin hönnunarsamkeppni um útlit hússins og að væntanlegur lóðarhafi skuli steypa upp fyrir Reykjavíkurborg viðbyggingu við Grófarhúsið að Tryggvagötu 15. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssvið og menningar- og ferðamálasvið vinni sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd ofangreindra verkefna. R13080084 Samþykkt.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs: Einnig er samþykkt að framkvæma úttekt á útliti Grófarhúss og skoða tækifæri til breytinga á því.

10. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. mars 2014, um aflýsingu kvaðar um forkaupsrétt í lóðarleigusamningi fyrir Álftamýri 38-44. R14020162 Samþykkt.

11. Lagt fram svar borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 17. mars 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa VG um fyrirkomulag við innheimtu vegna skólamáltíða, leikskóla og frístundaheimila, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. febrúar sl.

- Kl. 9.25 tekur Einar Örn Benediktsson sæti fundinum. R11090110

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um fjölda barna sem vísað hefur verið úr frístundaheimilum og leikskólum árin 2013 og 2014, sundurliðað eftir ári og tegund þjónustu.

12. Samþykkt að Sóley Tómasdóttir taki sæti í stjórn Vestnorræna sjóðsins í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. R10060072

13. Samþykkt að Örn Þórðarson taki sæti í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla í stað Óskars Arnar Guðbrandssonar. R12120017

14. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. febrúar 2014, um áhrif tillagna um skuldaniðurfærslur fyrir sveitarfélögin. Einnig er lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 20. mars 2014, ásamt samanburðartöflum. R14030106

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 18. mars 2014, um breytta útreikninga á RAI stuðli hjúkrunarheimila. Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13120046

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: Borgarráð mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan velferðarráðuneytis að lækka greiðslur vegna umönnunar veikra einstaklinga á núverandi hjúkrunarheimilum. Fyrirhugaðar breytingar á útreikningi daggjalda eru tilkynntar án nokkurs samráðs við Reykjavíkurborg. Framlög til hjúkrunarheimila sem borgin rekur lækka af þessum sökum um 20 m.kr. á ári. Það er óásættanlegt þar sem þessi upphæð bætist við 240 m.kr. árlegan halla vegna of lágra daggjalda sem Reykjavíkurborg hefur gert kröfu um að ráðuneytið bæti borginni. Borgarráð skorar á velferðarráðuneytið að endurskoða ákvörðun sína og tryggja hjúkrunarheimilunum framlög sem duga til reksturs þeirra.

- Kl. 9.55 tekur borgarstjóri sæti á fundinum ásamt S. Birni Blöndal.

16. Lagt fram bréf bílastæðanefndar, dags. 17. mars 2014, ásamt tillögu að breytingu samþykktar fyrir bílastæðanefnd. Kolbrún Jónatansdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R12110126 Samþykkt.

17. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030047

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2014: Lagt er til að borgarráð heimili fjármálastjóra að greiða laun hinn 1. apríl nk. samkvæmt nýjum kjarasamningum þeirra stéttarfélaga sem samþykkt hafa samningana, þ.e. Eflingar, Samiðnar og Verkstjórafélagsins. Þegar rýnt kostnaðarmat á samningunum liggur fyrir verður tillaga um samþykkt þeirra lögð fyrir borgarráð ásamt tillögu um nauðsynlegar breytingar á fjárhagsáætlun 2014. Vísað er nánar til upplýsinga formanns samninganefndar um efni samninganna sem kynntir voru í borgarráði 27. febrúar sl. R14030047 Samþykkt.

- Kl. 10.34 víkja Júlíus Vífill Ingvarsson og Einar Örn Benediktsson af fundi.

19. Fram fer kynning á drögum að rammaskipulagi Vogabyggðar. Björn Axelsson, Sigríður Magnúsdóttir, Hans-Olav Andersen og Hannes F. Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13100398

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðs: Borgarráð samþykkir að veita framhaldsskólanemum aðgang að sundlaugum og listasöfnum borgarinnar án endurgjalds á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Það verður framlag Reykjavíkurborgar til að stuðla að virkni og bættri lýðheilsu nemenda þótt starfsemi framhaldsskólanna falli niður tímabundið. Íþrótta- og tómstundasviði og menningar- og ferðamálasviði er falið að útfæra tillöguna með það að markmiði að hvetja til virkni innan hefðbundins skóladags. Útfærslan verði endanlega afgreidd í borgarráði að viku liðinni. R14030142 Samþykkt.

21. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um framkvæmda- og fjárfestingarkostnað vegna breytinga við Borgartún. Hve mörg bifreiðastæði voru í götunni fyrir breytingu og hve mörg eru þau eftir breytingu? Við hvaða öryggisstaðla eru ljósastaurarnir sem þar hafa verið settir upp miðaðir og eru þeir árekstravottaðir? Óskað er eftir skýringum á því af hverju götulýsingin virðist aðallega miðuð við akandi umferð um götuna en ekki umferð gangandi og hjólandi. Stendur til að bæta úr því? R14030143

Fundi slitið kl. 11.19

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir