Borgarráð - Fundur nr. 5307

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 13. mars, var haldinn 5307. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05 Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Úlfhildur Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 24. febrúar og 3. mars 2014. R14010034

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. mars 2014. R14010019

3. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 31. janúar og 21. og 28. febrúar 2014. R14010031

4. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. og 12. mars 2014. R14010025

B-hlutar fundargerðanna staðfestir.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R14020207

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14030005

7. Fram fer kynning á vinnu við hverfisskipulag Árbæjar og Hlíða.

Björn Axelsson, Gylfi Guðjónsson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Kristinn Jón Eysteinsson, Pétur Jónsson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Helga Bragadóttir, Stefán Gunnar Thors og Eva Einarsdóttur taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14010072

- Kl. 9.18 tekur Kristbjörg Stephensen sæti á fundinum.

- Kl. 9.30 tekur Ellý Katrín Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2014, um breytingu á reglum um veitingu styrkja til úrbóta á hljóðvist í íbúðarhúsnæði í Reykjavík. R14030054

Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d. á umsögn dags. 10. mars, um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. R14020130

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, dags. 3. mars 2014, þar sem ráðuneytið lýsir sig tilbúið til viðræðna um flutning Héraðsdóms. R14020029

Samþykkt að skipa Ólöfu Örvarsdóttur og Hrólf Jónsson fulltrúa Reykjavíkurborgar í viðræðunum.

11. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2014, þar lagt er til að leigja Stúdentaleikhúsinu hitaveitutank í Perlunni til sýninga frá 5.-20. apríl. R14030044

Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2014, ásamt leigusamningi vegna tækjaklefa fyrir tengigrind snjóbræðslukerfa á Lindargötu 59. R14030040

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2014, ásamt leigusamningi vegna tækjaklefa fyrir tengigrind snjóbræðslukerfa á Hverfisgötu 20. R14030039

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2014, ásamt leigusamningi vegna Skólavörðustígs 1a, kjallara. R14020038

Samþykkt.

15. Fram fer kynning á PISA-könnun 2012.

Eva Einarsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Hildur Björk Svavarsdóttir og Auður Árný Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl.10.58 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi. R13120021

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráðsfulltrúar VG, Besta flokksins og Samfylkingarinnar taka undir þakkir til skóla- og frístundasviðs fyrir vandaða vinnu við úrvinnslu á niðurstöðum reykvískra ungmenna í PISA. Niðurstöðurnar hvetja reykvískt skólafólk til enn frekari dáða þar sem framfarir, vellíðan og virkni barna og ungmenna eru í öndvegi. Um margra ára skeið hafa skólar nýtt sér niðurstöður úr prófum og skimunum til umbóta. Hver skóli fær allar upplýsingar um niðurstöður sinna nemenda, hvort útkoman sé betri eða lakari en fyrri ár og um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla í borginni. Stjórnendur ræða niðurstöður í skólaráði þar sem foreldrar, kennarar og nemendur sitja við sama borð og eru fulltrúar fyrir sína hagsmunahópa í skólasamfélaginu. Skólaráð taka ákvörðun um það hvernig kynning á niðurstöðum og umbótavinnu skólans fer fram og fara mismunandi leiðir til þess. Mikilvægast er að unnið sé með allar niðurstöður prófa og þær nýttar til ígrundunar og umbóta í hverjum skóla.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir góða kynningu tölfræði- og rannsóknaþjónustu skóla- og frístundasviðs á niðurstöðum PISA-könnunar 2012 í lesskilningi, náttúrufræðilæsi og stærðfræðilæsi, sundurgreindar eftir skólum. Ánægjulegt er að meðaltal Reykjavíkurborgar er talsvert hærra en landsmeðaltal en þrátt fyrir það er mikilvægt að viðurkenna að árangur er ekki viðunandi. Er því afar brýnt að niðurstöður PISA-könnunar verði notaðar til framþróunar. Fróðlegt er að bera þessar upplýsingar saman við niðurstöðar samræmdra könnunarprófa. Við teljum að slíkar upplýsingar eigi ekki einungis að ræða um á lokuðum fundum í borgarkerfinu heldur eigi þær einnig að vera tiltækar foreldrum í viðkomandi skólum.

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 651/2013, Skotveiðifélag Reykjavíkur gegn Íbúasamtökum Kjalarness, Eiríki Hans Sigurðssyni og Sigrúnu Árnadóttur. R12080064

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2014, um verkefni hjólreiðaáætlunar á árunum 2010-2014.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14030056

18. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 10. mars 2014, um úttekt á vinnuferli við gerð reikningsskila a-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.

Ólafur Kristinsson og Ingunn Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14030050

- Kl. 11.43 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum og Líf Magneudóttir tekur þar sæti.

- Kl. 12.05 víkur Kjartan Magnússon af fundinum. 

19. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. 

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  R14030047

20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 10. mars 2014, ásamt leigusamningi við Samband íslenskra myndlistarmanna vegna Korpúlfsstaða. R14030035

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. mars 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili aðilaskipti að lóðinni nr. 11 við Lambhagaveg. R12090087

Samþykkt.

22. Lögð fram yfirlýsing ríkissjóðs og mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 26. febrúar 2014, vegna breyttra lóðamarka á lóð Kennaraháskólans. R12100374

Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja rýni á því svæði sem gengur til baka til Reykjavíkurborgar samkvæmt framlagðri yfirlýsingu. Rýnin skal taka mið af stefnu borgaryfirvalda um að fjölga búsetuúrræðum fyrir aldraða og efla framboð á leiguhúsnæði.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili samningaviðræður við ríkið um leigu á þremur tilteknum lóðum í hlíðum Esju. R13060116

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðsu málsins.

24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2014, um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði. R14030064

Samþykkt að vísa reglunum til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Miðborgarinnar okkar, Samtaka kráareigenda, hverfisráðs Miðborgar og til yfirferðar borgarlögmanns.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 5. mars 2014, um kosningu Lífar Magneudóttur sem varamanns í borgarráði í stað Þorleifs Gunnlaugssonar, er fram fór á fundi borgarstjórnar 4. mars sl. R13060074

26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að verða við ósk Íþróttafélagsins Fylkis um styrkveitingu vegna kaupa á sætum í áhorfendaaðstöðu félagsins við Fylkisveg. Með því verður tryggt að umrædd áhorfendaaðstaða komi að fullum notum á þessu ári og að ásýnd hennar verði íþróttafélaginu og Reykjavíkurborg til sóma. R10040098

Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks mótmæla þeirri breytingu á dagskrá borgarráðs að taka 13. lið af dagskrá um áhorfendaaðstöðu íþróttafélagsins Fylkis án umræðu og vísa því til íþrótta- og tómstundaráðs.

27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð beinir því til Bílastæðasjóðs að komið verði fyrir rafrænum skiltum við helstu aðkomuleiðir inn í miðborgina með rauntímaupplýsingum um hvar laus bifreiðastæði er að finna, jafnt í bílastæðahúsum sem og götustæðum. R14030081

Frestað.

28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir greinargerð um fasteignagjöld og önnur opinber gjöld sem lögð eru á atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Í greinargerðinni verði yfirlit um álagningu slíkra gjalda í borginni í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem og í nokkrum borgum á Norðurlöndum, í Bretlandi og á meginlandi Evrópu, sem eru af svipaðri stærð og Reykjavík. R14030082

29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við lóðarhafa á Skuggahverfisreit (R 1.152.3) um breytingu á deiliskipulagi reitsins í því skyni að vernda mikilvægan sjónás frá Skólavörðuholti norður Frakkastíg og þar með útsýni út á Kollafjörð, upp á Kjalarnes og til Esju. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi, sem samþykkt var í borgarráði 9. mars 2006, er heimilt að reisa 19 hæða háhýsi á lóðinni. Reynt verði að ná samkomulagi við lóðarhafa um breytingar á háhýsi því sem fyrirhugað er að rísi á lóðinni, annað hvort með tilfærslu þess innan reitsins eða samkomulagi um verulega lækkun þess. R14030083

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.35

Einar Örn Benediktsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman   Júlíus Vífill Ingvarsson

Kjartan Magnússon   Oddný Sturludóttir

Sóley Tómasdóttir