Borgarráð - Fundur nr. 5306

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn  6. mars, var haldinn 5306. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý K. Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Ragnheiður Stefánsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 28. febrúar 2014. R14010033

2. Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 14. janúar og 11. febrúar 2014. R14010008

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 26. febrúar 2014. R14010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. febrúar 2014. R14010012

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 13. febrúar 2014. R14010015

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 13. febrúar 2014. R14010018

7. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. febrúar 2014. R14010019

8. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. febrúar 2014. R14010030

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. mars 2014. R14010027

10. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 4. mars 2014. R14010025

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R14020207

12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14020003

- Kl. 9.05 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

- Kl. 9.09 tekur Einar Örn Benediktsson sæti á fundinum.

13. Fram fer kynning á vinnu við hverfisskipulag Grafarholts og Laugardals. R14010072

Björn Axelsson, Björn Ingi Eðvarðsson, Hlín Sverrisdóttir, Halldóra Hreggviðsdóttir, Heiða Aðalsteinsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Hilmar Þór Björnsson, Hjördís Sigurgísladóttir og Oddur Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Í drögum að skipulagslýsingu og mati á umhverfisþáttum fyrir hverfisskipulag Grafarholts og Úlfarsárdals kemur m.a. fram að hverfisþjónusta sé af skornum skammti. Helstu niðurstöður íbúasamráðs sýna að íbúar Úlfarsárdals eru mótfallnir nýsamþykktu aðalskipulagi og vilja meiri byggð í hverfinu en þar er fyrirhuguð enda líklegt að með aukinni byggð verði hverfið sjálfbærara varðandi margvíslega þjónustu.  

Þá kemur fram í skipulagslýsingunni að bæta þurfi tengingar milli hverfa og frá borgarhlutanum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á tillögur sem þeir hafa flutt í þágu aukins umferðaröryggis, almenningssamgangna og bætts umferðarflæðis fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals. Í september sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að kannaðir yrðu tiltækir kostir til að bæta umferðartengingar við Grafarholt, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar felldi umrædda tillögu. Þann 27. febrúar sl. lögðu sjálfstæðismenn síðan til að gripið yrði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Víkurvegar-Reynisvatnsvegar og Þúsaldar annars vegar og gatnamót Þúsaldar og Vínlandsleiðar hins vegar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og er óskað eftir því að hún verði sett á dagskrá borgarráðs sem fyrst.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Í ljósi þess að í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er vísað til borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar vilja borgarráðsfulltrúar  Besta Flokksins í borgarráði ítreka að þeir voru kosnir í borgarstjórn af lista Besta Flokksins. Þeir hafa ekki sagt sig úr Besta flokknum, og sitja enn í umboði Besta flokksins. Þeir munu einnig klára þetta kjörtímabil sem borgarfulltrúar Besta flokksins, eins og þeir voru kosnir til.

Einar Örn Benediktsson, borgarráðsfulltrúi Besta flokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, óskar að bóka að hann er líka í hljómsveitinni Ghostdigital.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki samkomulag á milli SMG 1 ehf. og Reykjavíkurborgar um gerð bílastæða við Jafnasel 2-4 á borgarlandi; ásamt fylgigögnum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14020146

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, dags. 4. mars 2014, þar sem þess er farið á leit að Reykjavíkurborg staðfesti við Háskóla Íslands aðkomu borgarinnar að gerð Vigdísartorgs, í samræmi við fyrirheit þar um og koma fram í viljayfirlýsingu samþykktri í borgarstjórn í apríl 2010. R14020158

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 3. mars 2014,  þar sem óskað er heimildar borgarráðs varðandi lækkun á álögðum fasteignaskatti á fasteignina að Þverholti 11 vegna áranna 2007-2010. R12070063

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. mars 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögur starfshóps um orkusparnað á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs sem fram koma í hjálagðri skýrslu hópsins, dags. 16. janúar 2014; ásamt fylgigögnum. R13060063

Samþykkt.

Ragnar Þorsteinsson og Helena Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. mars 2014:

Borgarráð samþykkir að virkja tímabundið og í tilraunaskyni heimildarákvæði reglna um gerð fjárhagsáætlunar um tilfærslu afgangs/halla á milli ára á skóla- og frístundasviði vegna ársins 2014. Tillagan felur ekki í sér aukin útgjöld á árinu 2015.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14020171

Samþykkt.

19. Fram fer kynning á endurskipulagningu mötuneyta hjá Reykjavíkurborg; sbr. tillögu borgarstjóra frá 3. október 2012 sem samþykkt var á fundi borgarráðs sama dag. R12090065

Ragnar Þorsteinsson, Herborg Svana Hjelm og Helga Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 5. mars 2014, þar sem lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R14010146

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. mars 2014, þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg undirriti stuðningsyfirlýsingu við umsókn Ísland um að halda alþjóðlegu jarðhitaráðstefnuna „World Geothermal Congress“ í Reykjavík árið 2020.

Jafnframt lagt fram bréf klasastjóra Iceland Geothermal, dags. 26. febrúar 2014.

R14030009

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir vegna meiriháttar viðhaldsverkefna fasteigna á árinu 2014; ásamt fylgigögnum. R14020151

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Rúnar Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2014, varðandi úttekt á húsnæði og aðbúnaði Breiðholtsskóla, dags. 3. mars 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að verja samtals 152 mkr. til viðhalds og endurbóta Breiðholtsskóla á árinu 2014 samkvæmt nánari tilgreiningu í bréfinu. Einnig er lögð fram úttekt umhverfis- og skipulagssviðs og skóla- og frístundasviðs, dags í nóvember 2014. R13020055

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Rúnar Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju sinni með fyrirhugaðar framkvæmdir vegna viðhalds og endurbóta við Breiðholtsskóla. 6. febrúar 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu í skóla- og frístundaráði um að ráðist yrði í endurgerð skólalóðar Breiðholtsskóla og viðeigandi úrbætur á húsnæði skólans enda ljóst að viðhaldi hans hefði verið ábótavant. Þann 7. febrúar 2013 samþykkti borgarráð síðan tillögu Sjálfstæðisflokksins um að gerð yrði samantekt á ástandi Breiðholtsskóla, húsnæði og aðbúnaði, viðhaldsþörf metin og úttekt gerð á tækjakosti skólans. Með fjármögnun umræddra verkefna verður tillögum Sjálfstæðisflokksins um málefni Breiðholtsskóla að miklu leyti komið til framkvæmdar og því ber að fagna.

24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. mars 2014, um þóknun til hverfis- og undirkjörstjórna í borgarstjórnarkosningum 31. maí 2014. R13050142

Samþykkt.

- Kl. 12.20 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum.

25. Kynnt er skýrsla Capacent, dags. 26. febrúar 2014,  um fasteignamarkaðinn í Reykjavík. R14030027

Vísað til kynningar í umhverfis- og skipulagsráði.

Þröstur Sigurðsson og Óttar Snædal taka sæti á fundinum undir þessum lið.

26. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurgerð lóða við tiltekna grunn- og leikskóla. Þá var einnig óskað eftir heimild til að bjóða út gerð boltagerðis við Kelduskóla og upphitað gervigrassvæði við Melaskóla en á fundi borgarráðs þann 6. febrúar var samþykkt að fresta þeim hluta erindisins er varðar gervigrassvæði við Melaskóla. R14020008

Tillaga um gervigrassvæði við Melaskóla samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur sæti af fundinum við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 13.00

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson   Elsa Hrafnhildur Yeoman

Júlíus Vífill Ingvarsson   Kjartan Magnússon

Oddný Sturludóttir   Sóley Tómasdóttir