Borgarráð - Fundur nr. 5305

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 27. febrúar, var haldinn 5305. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Úlfhildur Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 14. febrúar 2014. R14010033

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 3. og 10. febrúar 2014. R14010034

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 4. febrúar 2014. R14010011

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 17. febrúar 2014. R14010014

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21. febrúar 2014. R14010026

6. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2014 ásamt bréfi byggingarfulltrúa, dags. 26. febrúar, þar sem óskað er eftir að samþykkt varðandi Öldugötu 28 verði endursend byggingarfulltrúa til ákvörðunar. R14010025

Samþykkt.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R14020010

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14020003

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. febrúar sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn. R14020139

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. febrúar 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 19. febrúar sl., ásamt drögum að þjónustusamningi við Íþróttafélag fatlaðra. R14020152

Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. febrúar 2014, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 19. febrúar sl., ásamt drögum að samningi við Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík. R14020153

Samþykkt.

12. Lagðar fram reglur um rafrænar kosningar vegna samráðsverkefnisins Betri hverfi 2014, dags. 19. febrúar 2014. R13100305

Samþykkt.

13. Samþykkt að Hildur Sverrisdóttir taki sæti Áslaugar Friðriksdóttur í stjórnkerfisnefnd. R13040023

14. Lagt fram bréf Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 18. febrúar 2014, um áskorun til borgarstjórnar um að auglýsa hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Bryggjuhverfis. R14020154

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

- Kl. 9.06 taka Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum. 

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða 2014. R14020150

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. febrúar 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að ljúka hönnun og bjóða út framkvæmdir við nýja göngu- og hjólabrú yfir Breiðholtsbraut við Norðlingaholt auk tilheyrandi stígatenginga. R12040003

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Fram fer kynning á vinnu við hverfisskipulag Vesturbæjar og Breiðholts.

Björn Axelsson, Margrét Þormar, Pálmi Þór Randversson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Richard Briem, Anna María Bogadóttir, Margrét Harðardóttir, Orri Gunnarsson auk Þorleifs Gunnlaugssonar taka sæti á fundinum undir þessum lið. R14010072

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa VG um fyrirkomulag við innheimtu vegna skólamáltíða, leikskóla og frístundaheimila, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar sl. R11090110

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er ágætt svo langt sem það nær. Það er þó hárrétt sem þar kemur fram að það er ekki í verkahring sviðsins að svara liðum b og c og í raun undarlegt að fyrirpurnin hafi verið send þangað. Rök meirihlutans fyrir núverandi fyrirkomulagi hafa fyrst og fremst komið frá borgarlögmanni og fjármálastjóra, annars vegar um að reglurnar eigi að gilda um alla þjónustu borgarinnar og hins vegar að fjárhagsleg áhrif breytinganna yrðu of mikil. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir minnisblaði frá þeim með frekari rökstuðningi, nú þegar ljóst er að reglurnar ná ekki til allra og að fjárhagsleg áhrif eru ekki stórkostleg, þótt vanskil hafi vissulega aukist eitthvað.

19. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráð samþykkir að gripið verði til aðgerða í því skyni að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð við gatnamót Víkurvegar-Reynisvatnsvegar og Þúsaldar annars vegar og við gatnamót Þúsaldar og Vínlandsleiðar hins vegar. M.a. verði skoðað hvort hringtorg á þessum gatnamótum geti aukið umferðaröryggi og bætt umferðarflæði. Einnig verði skoðað hvort breikkun Víkurvegar yfir Vesturlandsveg sé kostur til að ná þessum markmiðum. R14020191

Frestað.

20. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Fyrirsjáanlega er enn langt í að varanleg sýningaraðstaða verði byggð yfir fornritin. Fjölmargir, bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar, hafa bent á að merkasti fjársjóður í eigu þjóðarinnar er hvergi sýnilegur. Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en því má gera betri skil. Lagt er til að Reykjavíkurborg bjóði borgarstjórnarsalinn endurgjaldslaust fyrir sumarsýningu á handritunum í þeim mánuðum sumarsins sem borgarstjórnarfundir falla niður sem er frá 18. júní til 2. september. Á þessu tímabili stendur borgarstjórnarsalurinn tómur. Salurinn er vegleg umgjörð. Hann er vel upplýstur og vel séð fyrir öllu öryggi. Mjög auðvelt er að lengja sýningartímann enda getur borgarstjórn haldið fundi sína tímabundið annars staðar ef svo ber undir. Með þessum hætti leggur Reykjavíkurborg beinlínis af mörkum sem bókmenntaborg UNESCO, nýtir Ráðhúsið betur og styður við ferðaþjónustu. R14020193

Frestað.

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Sala byggingarréttar fyrir fjölbýlishús í Reykjavík miðast við fjölda íbúða. Því færri íbúðir sem byggðar eru í fjölbýlishúsi, og þá væntanlega stærri, því lægra er lóðaverðið. Ekki er miðað við fermetrafjölda fjölbýlishúsa eins og gert er við sölu byggingarréttar fyrir aðrar tegundir húsa í borginni. Sala byggingarréttar fyrir fjölbýlishús í nærliggjandi sveitarfélögum miðast við fermetrastærð húsanna. Reglur um sölu byggingarréttar í Reykjavíkurborg eru þess vegna í andstöðu við vaxandi eftirspurn eftir minni íbúðum. Gildandi reglur hafa þau áhrif að verði íbúðum í fjölbýlishúsi t.d. fjölgað um helming úr 10 í 20 hækkar lóðarverð á íbúð um 2,3 milljónir þrátt fyrir að heildarfermetrafjöldi hússins sé sá sami. Lagt er til að reglum um sölu byggingarréttar verði breytt þannig að sala byggingarréttar að meðtöldum gatnagerðargjöldum miðist við fermetra fjölbýlishúsa í stað fjölda íbúða. R14020194

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.30

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson    Elsa Hrafnhildur Yeoman

Hjálmar Sveinsson    Júlíus Vífill Ingvarsson

Kjartan Magnússon    Sóley Tómasdóttir