Borgarráð - Fundur nr. 5303

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 13. febrúar, var haldinn 5303. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Oddný Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Kristbjörg Stephensen, Hallur Símonarson, Ólöf Örvarsdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Úlfhildur Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 3. febrúar 2014. R14010016

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 7. febrúar 2014. R14010019

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. febrúar 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R14020010

5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14020003

6. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 11. febrúar 2014, þar sem fram kemur að stofnunin geri ekki frekari athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. R11060102

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. febrúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á  deiliskipulagi lóðar Vogaskóla að Ferjuvogi 2. R13030136

Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. febrúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgs. R14020046

Samþykkt.

- Kl. 9.11 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2014, þar sem óskað er heimildar til útboðs á framkvæmdum vegna stækkunar á anddyri og aðgerðum til að bæta aðgengi í Ölduselsskóla. R13020012

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2014, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að bjóða út nánar tilgreind verkefni hjólreiðaáætlunar á árinu 2014. R14020067

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.16 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við nýtt gistiskýli við Lindargötu 48. R13010187

Samþykkt. 

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.35 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum.

12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. febrúar 2014: 

Borgarráð samþykkir að settur verði upp garður til heiðurs formæðrum höggmyndalistar í samræmi við meðfylgjandi tillögu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem samþykkt var á fundi menningar- og ferðamálaráðs 28.október sl. Fjármögnun útgjalda verði með tilfærslu fjárfestingarheimildar að fjárhæð 17 milljónir króna af kostnaðarstað Ný byggingasvæði, þróun og uppbygging 4101, á kostnaðarstað MOF 1103. Innri leiga reiknast ekki á árinu 2014 og hefur ráðstöfun þessi ekki áhrif á rekstrarniðurstöður, sjóðstreymi og efnahag a-hluta og samstæðu.

Jafnframt lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. október 2013, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október sl., með tillögu og kostnaðaráætlun Listasafns Reykjavíkur um staðsetningu garðs til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. janúar sl. R13100463

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun með Júlíusi Vífli Ingvarssyni: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá hugmynd að settur verði upp garður til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar. Hins vegar telja þeir æskilegt að skoðaðir verði fleiri möguleikar á staðsetningu slíks garðs en í Hljómskálagarðinum þar sem mörg útilistaverk eru fyrir. Ef skoðuð er staðsetning þeirra 144 útilistaverka, sem borgina prýða kemur í ljós að langflest þeirra eru í miðborginni. Fá verk eru í íbúahverfum í eystri hluta borgarinnar og í sumum hverfum er jafnvel engin útilistaverk að finna. Minnt er á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 15. október 2013 um að efnt  verði til átaks í því skyni að fjölga útilistaverkum í íbúahverfum í eystri hluta borgarinnar. 

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Það er mikið gleðiefni að mikill áhugi sé á list í nærumhverfi íbúa Reykjavíkur. Vinna er nú þegar hafin við að setja stefnu um list í almenningsrými og að það verði strax gert ráð fyrir listaverkum í nærumhverfinu á skipulagsstigi. Vinna við nýjar hverfisskipulagsáætlanir mun nýtast mjög vel til þess að færa list nær íbúum. Hingað til hefur ekki verið til stefna um list í hverfum Reykjavíkur. Staðsetning á garði til heiðurs formæðra íslenskrar höggmyndalistar ræðst að miklu leyti af Hafmeyjunni sem nú fer aftur á upprunalegan stað í Tjörninni í Reykjavík.

Hafþór Yngvason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Fram fer umræða um samningaviðræður Reykjavíkurborgar við Ungmennafélagið Fjölni og Íþróttafélag Reykjavíkur.

Eva Einarsdóttir og Ómar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13060044

14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. febrúar 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. febrúar sl., um styrki og þjónustusamninga til velferðarmála 2014.

Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14020061

15. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. febrúar 2014, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. nóvember 2013, um tillögu að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2019 vegna málefna barna og unglinga og foreldra þeirra. R14020062

Vísað til borgarstjórnar.

Stella K. Víðisdóttir, Diljá Ámundadóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir og Steinunn Ármannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. janúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð heimili skuldskeytingu á veðlánum sem hvíla á Blikastaðavegi 2-8. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 10. febrúar 2014. R14010099

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi leigusamning um hluta þriðju hæðar við Vonarstræti 4 fyrir starfsemi starfsmats. R14020001

Samþykkt.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2014: 

Borgarráð samþykkir að veita 4 milljónir króna til verkefnisins Hæg breytileg átt. Kostnaður verði fjármagnaður af kostnaðarstað 07160 (Atvinnumál/sóknaráætlun).

Greinargerð fylgir tillögunni. R14020068

Samþykkt. 

Anna María Bogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Fram fer kynning á aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar vegna kynbundins launamunar. 

Atli Atlason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R10090203

20. Lagt fram bréf stýrihóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, dags. 11. febrúar 2014, ásamt starfsáætlun fyrir árið 2014 og ársskýrslu hópsins fyrir árið 2013.

Steinunn Rögnvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14010270

21. Fram fer kynning á þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmats. 

Auður Lilja Erlingsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14020001

22. Lagt fram bréf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. febrúar 2014, um tillögu að sameignasamningi fyrir Orkuveituna. R10060067

Vísað til borgarstjórnar.

23. Lagt fram bréf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 11. febrúar 2014, um tillögu að eigendastefnu fyrir Orkuveituna. R10060067

Vísað til borgarstjórnar.

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. febrúar 2014:

Lagt er til að fjárfestingaáætlun Bílastæðasjóðs verði breytt og hún hækkuð um 93.323.489 kr. vegna kaupa á 20 bílastæðum í bílakjallara Austurbakka 2 (Hörpu). Úgjöldin verði fjármögnuð af handbæru fé. Breytingin hefur óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Bílastæðasjóðs, a-hluta eða samstæðu a- og b-hluta Reykjavíkurborgar, en áhrif til lækkunar á handbæru fé nemur fjárhæð fjárfestingar.

Jafnframt lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 3. febrúar 2014, um málið, þar sem lagt er til að borgarráð staðfesti kaup Bílastæðasjóðs á bílastæðunum ásamt drögum að samkomulagi við Situs ehf. R14020053

Vísað til borgarstjórnar.

25. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 31. janúar 2014, um að sett verði upp skuldareiknivél á vefsíðu borgarinnar. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 5. febrúar 2014. R14010137

Samþykkt. 

Fjármálaskrifstofu og vefdeildinni er falið að vinna að útfærslu hugmyndarinnar.

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2014: 

Lagt er til að borgarráð feli sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar. 

Jafnframt lögð fram tíma- og verkáætlun undirbúningsvinnunnar, dags. 6. febrúar 2014. R14010255

Samþykkt.

27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. febrúar 2014: 

Lagt er til að hjálagður viðaukasamningur við félagið Miðborgina okkar fyrir janúar-mars 2014 verði samþykktur og samningsbundnar greiðslur greiðist af kostnaðarstað 09510 (ýmsar samningsbundnar greiðslur). 

Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig lagður fram viðaukasamningur við félagið Miðborgin okkar, dags. 14. febrúar 2014. R09090072

Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. febrúar 2014:

Borgarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra skrifstofu þjónustu og reksturs að greina kostnað og kosti þess að skipta víðneti borgarinnar í tvennt; annars vegar í lokað og öruggt stjórnsýslunet og hins vegar opið kennslu- og gestanet með lægra öryggisstigi. Markmiðið verði að tryggja öryggi trúnaðargagna á stjórnsýsluneti enn betur, byggja hraðar upp þráðlausa netpunkta í borginni og efla framþróun í upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi. 

Greinargerð fylgir tillögunni. R14020075

Samþykkt.

29. Lagt fram bréf borgarstjóra varðandi viðræður við innanríkisráðuneytið um flutning Héraðsdóms Reykjavíkur af Lækjartorgi í nýtt húsnæði sem mætti reisa yfir dómstólinn á Lögreglustöðvarreit við Hlemm. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra til innanríkisráðherra, dags. 12. febrúar 2014. R14020029

30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. febrúar 2014:

Borgarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja endurskoðun deiliskipulags á stjórnarráðsreit sbr. meðfylgjandi bréf til forsætisráðherra. 

Greinargerð fylgir tillögunni. Einnig er lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík til forsætiráðherra, dags. 12. febrúar 2014. R14020079

Samþykkt.

31. Kynnt er dagskrá vísindaferðar Félagsbústaða til Helsinki sem fram fór 5.-7. febrúar sl. Borgarfulltrúarnir Páll Hjalti Hjaltason og Áslaug Friðriksdóttir voru fulltrúar húsnæðishóps Reykjavíkurborgar. R14020089

32. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Óskað er eftir upplýsingum um stöðu bókunar 2163 (áður bókunar 5) um breytt starfsskipulag sem unnið er eftir í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur. Ábendingar hafa borist um að í a.m.k einum skóla séu líkur á að horfið verði frá umræddu fyrirkomulagi innan skamms. Óskað er eftir ábendingum um hvað unnt sé að gera til að tryggja áframhaldandi tilvist umrædds starfsskipulags og stuðla að því að það verði tekið upp í fleiri skólum. R14020092

33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Útlit er fyrir að hlutfall Reykvíkinga af íbúafjölda haldi áfram að lækka á þessu ári, sé litið til nýbygginga. Samkvæmt upplýsingum sem birst hafa í þessum mánuði er hlutfall nýrra talinna íbúða í Reykjavík 19% af uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Af þeirri ástæðu er ítrekuð tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram í borgarráði 13. júní á síðasta ári og lagt til að hún verði tekin fyrir á næsta fundi borgarráðs. R13060056

Frestað.

Fundi slitið kl. 12.40

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson   Elsa Hrafnhildur Yeoman

Júlíus Vífill Ingvarsson   Kjartan Magnússon

Oddný Sturludóttir   Sóley Tómasdóttir