Borgarráð - Fundur nr. 5302

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 6. febrúar, var haldinn 5302. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Óli Jón Hertervig, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Sigurður Björn Blöndal og Ragnheiður Stefánsdóttir.

Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð bílastæðanefndar frá 24. janúar 2014. R14010033

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 3. desember 2013. R13010009

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 28. janúar 2014. R14010009

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. janúar 2014. R14010011

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 28. janúar 2014. R14010012

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 16. janúar 2014. R14010015

7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 23. janúar 2014. R14010018

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. febrúar 2014. R14010027

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar 2014. R14010025

Samþykkt að vísa 19. lið B-hluta fundargerðarinnar; afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2014, Hverfisgata 28, aftur til byggingarfulltrúa. B-hluti fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs að öðru leyti samþykktur samhljóða.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál. R14020010

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á að á síðasta fundi borgarráðs lögðu þeir til að stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fundaði með  heilbrigðisráðherra  um kostnað við sjúkraflutninga á grundvelli samkomulagsdraga frá því í febrúar á síðasta ári.  Tillögunni var frestað. Tveimur virkum dögum síðar undirritar borgarstjóri, f.h. stjórnar SHS, bréf til heilbrigðisráðherra þar sem nákvæmlega hið sama er lagt til við ráðherra. Einfalt hefði því átt að vera að samþykkja tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks.

11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14020003

12. Lagt fram að nýju yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2014, dags. í dag, ásamt fylgigögnum. R14010148

Samþykkt að veita eftirtalda styrki:

Halldór Árni Sveinsson vegna gerðar kynningarefnis um borgarsamfélagið, samtals kr. 1.500.000.-

Borgarkórinn, kr. 750.000.-

Hjólafærni, rekstarstyrkur að upphæð kr. 500.000.-

Hjólafærni, vegna ráðstefnunnar „Hjólum til framtíðar", kr. 250.000.-

Garðyrkjufélag Íslands vegna fræðslu um garðrækt og ræktunarmenningu, kr. 250.000.-

Snorrasjóður vegna Snorraverkefnis, kr. 100.000.-

Brokey-Siglingafélag Reykjavíkur vegna viðgerða á teinæringnum Erninum, kr.1.500.000.-

Samþykkt að vísa umsóknum Arkitektafélags Íslands til meðferðar menningar- og ferðamálaráðs.

Öðrum umsóknum er synjað.

13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs sem bárust utan styrkumsóknartíma, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037

Samþykkt að veita eftirtalda styrki:

- Neytendasamtökin, rekstrarstyrkur að upphæð kr. 1.200.000.-

- Hollvinasamtök Atla Heimis Sveinssonar, kr. 250.000.-

Samþykkt að vísa til meðferðar:

- Einherjar vegna Ingólfshátíðar – til menningar- og ferðamálaráðs.

- Jóhann Sigmarsson og Gísli Gíslason vegna Miðbaugs-minjaverkefnis - til menningar- og ferðamálaráðs.

- Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda – til skóla- og frístundaráðs.

- MARK - miðstöðvar margbreytileika og kynjarannsókna – til mannréttindaráðs.

- Grétar Magnús Grétarsson vegna stuttmyndarinnar Sperðils – til mannréttindaráðs.

- Íslenska Fitness félagið og Fit Kid á Íslandi vegna Evrópumóts í Fit Kid – til íþrótta- og  tómstundaráðs.

Öðrum umsóknum er synjað.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, dags. 28. janúar sl. R11060102

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Örn Sigurðsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Skipulagsstofnun hefur gert veigamiklar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur. Við því hefur verið brugðist með því að endurskoða texta og setja fyrirvara um uppbyggingu í Vatnsmýri eins og stofnunin gerir kröfu um. Auk þess er gerður fyrirvari við samgöngukaflann  til samræmis við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem gert er ráð fyrir mislægum gatnamótum á stofnbrautum. Stofnunin gerir athugasemdir við áætlanir aðalskipulagsins um uppbyggingu á aðalskipulagstímabilinu og fyrirhugaða blandaða landnotkun í Úlfarsárdal. Viðbrögð borgarinnar ætti nú að bera undir Skipulagsstofnun og fá staðfestingu á því að viðbrögðin séu fullnægjandi. Því ber að fagna að Skipulagsstofnun skuli hafa haldið vöku sinni og undir athugasemdir stofnunarinnar er tekið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögu að aðalskipulagi og gerðu grein fyrir afstöðu sinni í ítarlegum bókunum og breytingartillögum í borgarstjórn. Þar sem nú er verið að breyta aðalskipulaginu til betri vegar í ákveðnum atriðum sitja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hjá við breytingartillögur á texta aðalskipulagsins, enda mjög margt annað í aðalskipulaginu sem ekki er fallist á.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 30. janúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki húsaleigusamning, dags. 16. janúar 2014, við Menningarfélagið Tjarnarbíó. Jafnframt lagður fram samstarfssamningur um rekstur Tjarnarbíós á milli menningar- og ferðamálaráðs og Menningarfélagsins Tjarnarbíós, dags. 16. janúar 2014. R14010216

Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki leigusamning, dags. 31. janúar 2014, um annað tveggja útihúsa að Hamri, Úlfarsfellsvegi 35; ásamt fylgigögnum. R13060119

Samþykkt.

17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurgerð lóða við eftirfarandi grunn- og leikskóla: Árbæjarskóla, Breiðholtsskóla, Fossvogsskóla, Ölduselsskóla og leikskólann Stakkaborg; ásamt fylgigögnum.  Þá er einnig óskað eftir heimild til að bjóða út gerð boltagerðis við Kelduskóla og upphitað gervigrassvæði við Melaskóla. R14020008

Samþykkt að fresta þeim hluta erindisins er varðar gervigrassvæði við Melaskóla. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs að öðru leyti samþykkt samhljóða.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Júlíus Vífill Ingvarsson víkur sæti af fundinum við afgreiðslu málsins.

18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við nýtt móttöku- og miðasöluhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum; ásamt fylgigögnum.  R14020006

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á  fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Pósthússtrætis milli Austurstrætis og Tryggvagötu; ásamt fylgigögnum. R14020007

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

20. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs, dags. 28. janúar 2014, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 27. janúar sl., um að vísa erindi um útilistaverk CCP til afgreiðslu borgarráðs. R13010186

Borgarráð tekur undir samþykktir menningar- og ferðamálaráðs frá 27. janúar sl. og umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar sl.

Hafþór Yngvason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 31. janúar 2014, þar sem lagt er til að gerður verði sérstakur samstarfssamningur við Þrek ehf. um uppbyggingu og rekstur líkamsræktaraðstöðu í tengslum við Breiðholtslaug. Jafnframt lagt til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi lóðar íþróttamannvirkja við Austurberg. R13020009

Samþykkt.

Ómar Einarsson og Rúnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að í tengslum við umrætt þróunarverkefni verði auglýst eftir hugmyndum frá íbúum um framtíðarfyrirkomulag líkamsræktarstöðvarinnar og Breiðholtslaugar með það að markmiði að efla enn frekar íþróttastarfsemi, æskulýðsstarf og mannlíf í Breiðholti.

Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki leigusamning við Orr ehf. um verslunarhúsnæði á jarðhæð Skólavörðustígs 1a; ásamt fylgigögnum. R14010310

Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki leigusamninga við hæstbjóðendur vegna nytjaréttar af æðarvarpi á eftirtöldum eyjum: Akurey, Engey, Viðey og Þerney; ásamt fylgigögnum. R14010311

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, með tillögu um að Reykjavíkurborg hafni forkaupsrétti á Lindargötu 57, íbúð með fastanúmeri 221-6729; ásamt fylgigögnum.

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010205

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, með tillögu um að Reykjavíkurborg aflétti kvöð um forkaupsrétt á lóðinni Suðurhlíð 35 og samþykki sölu þriggja herbergja íbúðar á 1. hæð að Suðurhlíð 35 (fastanr. 203-3069).

Greinargerð fylgir tillögunni. R14010316

Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. febrúar 2014, með tillögu um að borgarráð samþykki að byggingaréttur að meðtöldum gatnagerðargjöldum á lóðum í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás, verði boðinn á föstu verði fram til 1. október 2014.

Greinargerð fylgir tillögunni.

R14010261

Frestað.

27. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 29. janúar 2014,  um að borgarráð samþykki drög að samningi við Situs ehf. um fyrirkomulag sölu á reit 6 á lóðinni Austurbakka 2, ásamt útboðsskilmálum fyrir reit 6, sem og drög að svonefndum „Escrow agreement“; ásamt fylgigögnum. R13100412

Samþykkt með fimm atkvæðum.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. febrúar  2014:

Borgarráð samþykkir að stofnuð verði fjölskyldumiðstöð við Gerðuberg, Miðjan 111. Markmið með starfseminni er að bjóða íbúum í Efra-Breiðholti upp á þjónustu sniðna að fjölbreyttum þörfum þeirra.

Skipað verði innleiðingarteymi undir forystu hverfisstjóra Breiðholts. Hópurinn geri tillögur að verklagi og aðgerðum og leiti ráðgjafar þeirra sem tilnefndir eru í erindisbréfi auk annarra sem hópurinn kann að telja mikilvægt að eiga samráð við.  Fyrsta verk hópsins verði tillaga að verk- og fjárhagsáætlun sem skilað verður til borgarráðs til samþykktar.

Jafnframt lögð fram tillaga og greinargerð um verkefnið, ásamt erindisbréfi, dags. 1. febrúar 2014. R14010275

Samþykkt.

29. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um hverfaþjónustu og hlutverk hverfisráða, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. maí 2013, 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2013 og 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. janúar 2014. R12010121

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna þakkar fyrir svarið eftir níu mánaða bið. Það er miður að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hafi ekki haft dug til að ná niðurstöðu um eflingu nærþjónustu og hverfalýðræðis. Starfshópurinn um hverfaþjónustu og hverfisráð var kominn vel á veg með framsæknar tillögur sem vel hefði mátt vinna áfram með til að skapa þverpólitíska sátt. Ákvörðun meirihlutans um að láta staðar numið er því óskiljanleg með öllu.

30. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lagfæra gangstétt á biðstöð strætisvagna á Arnarbakka við Maríubakka. Gangstéttin hallar verulega að götunni og skapar það hættu í þeirri hálku sem verið hefur ríkjandi að undanförnu.  R14010305

Samþykkt að vísa tillögunni til umhverfis- og skipulagssviðs.

31. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að bæta lýsingar og merkingar á gangbraut við gatnamót Þórðarsveigs og Andrésbrunns. R14010304

Samþykkt að vísa tillögunni til umhverfis- og skipulagssviðs.

32. Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um tækifæri til uppbyggingar í Gufunesi ásamt svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarráð samþykkir að bjóða Íbúasamtökum Grafarvogs og Ungmennafélaginu Fjölni að skipa fulltrúa í stýrihóp, sem hefur með höndum stefnumótun um landnotkun í Gufunesi til framtíðar og nýtingarmöguleika á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ, á svæði gömlu öskuhauganna og Áburðarverksmiðjunnar.

R13110186

Samþykkt með fimm atkvæðum að vísa tillögunni frá þar sem Íbúasamtökum Grafarvogs og Ungmennafélaginu Fjölni verður boðið að tilnefna fulltrúa beggja aðila til að vinna með stýrihópnum, skv. drögum að erindisbréfi.

Drög að erindisbréfi samþykkt.

33. Kynnt er skýrsla starfshóps um Rafræna gagnagátt, dags. 29. janúar 2014. R13030071

Samþykkt að vísa skýrslunni til stjórnkerfisnefndar og kostnaðarmats hjá fjármálaskrifstofu.

Halldóra Káradóttir og Guðfinnur Þór Newman taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins átelja það sleifarlag, sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur ástundað í því skyni að tefja eða koma í veg fyrir að tillögur Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar, komist til framkvæmdar. 

Nefna má tillögu Sjálfstæðismanna, sem borgarstjórn samþykkti einróma 2. október 2012,  um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Borgarstjórn fól borgarráði að skipa starfshóp til að vinna að málinu og skila tillögum um hvernig staðið yrði að verkefninu fyrir 15. mars 2013. Borgarráð hefur ekki enn skipað slíkan hóp þrátt fyrir að ítrekað hafi verið minnt á umrædda samþykkt. Óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir því að úr þessu verði bætt með því að skipa slíkan hóp sem fyrst. Þá er einnig gerð alvarleg athugasemd við það að tillaga, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu 6. nóvember 2011 og var vísað til borgarráðs, hefur ekki heldur komist til framkvæmdar. Í tillögunni var kveðið á um að gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar yrði aukið með því að birta gögn, sem formlega eru lögð fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar, á netinu ásamt fundargerðum og gera þau þannig aðgengileg almenningi. Samkvæmt tillögunni var skrifstofu borgarstjórnar falið að semja tillögu að reglum, sem tryggi að slík birting gagna byggist á málefnalegum forsendum í samræmi við stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um persónuvernd. 

34. Lögð fram að nýju tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 24. janúar 2014, vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 og fimm ára áætlunar 2015-2019. R14010255

Borgarráð samþykkir nýja tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu en vegna sveitarstjórnarkosninga er eðlilegt að það bíði nýrrar borgarstjórnar að leggja lokahönd á rammaúthlutun.  Fjármálaskrifstofu falið að breyta tímasetningum í áætluninni til samræmis við það.

35. Lögð fram umsögn fjármálastjóra um frumvarp til laga um jöfnunargjald á dreifingu raforku í þéttbýli, dags. í dag. R14020049

Samþykkt.

36. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 5. febrúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð hafni öllum tilboðum í skuldabréfaflokk borgarsjóðs, RVK 19.1. R14010146

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11.58

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson    Elsa Hrafnhildur Yeoman

Júlíus Vífill Ingvarsson    Kjartan Magnússon

Oddný Sturludóttir    Sóley Tómasdóttir