No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 30. janúar, var haldinn 5301. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorleifur Gunnlaugsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Sigurður Björn Blöndal og Úlfhildur Þórarinsdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 16. janúar 2014. R14010010
2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. janúar 2014. R14010019
3. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 27. janúar 2014. R14010026
4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. janúar 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R14010071
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R14010004
7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs sem bárust utan styrkumsóknartíma, ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
- Kl. 9.12 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. janúar sl., um aðgerðaáætlun gegn hávaða 2013-2018. R13110072
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir, Stefán Finnsson og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2014, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út framkvæmdir við 2. áfanga við endurgerð Hverfisgötu. R13030101
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson sitja fundinn undir þessum lið.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. janúar 2014, með kynningu á helstu framkvæmdum í miðborginni 2014-2015. R14010268
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson sitja fundinn undir þessum lið.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. janúar 2014, þar sem óskað er heimildar til að bjóða út framkvæmdir við Lambhagaveg (húsagötu). R13070041
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson sitja fundinn undir þessum lið.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. janúar sl., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, vegna lóðarinnar nr. 3 við Lokastíg. R14010247
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir situr fundinn undir þessum lið.
13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. janúar 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 106 við Haukdælabraut, Reynisvatnsási. R13070066
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 24. janúar 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 110 við Haukdælabraut, Reynisvatnsási. R13070067
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. janúar 2014, varðandi endurskoðuð form fyrir gerð lóðaleigusamninga við Reykjavíkurborg, ásamt fylgigögnum. R13110168
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. janúar 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. janúar sl., um endurskoðaðar reglur um frístundakortið. R13080080
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
17. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. í dag, að heimild til undirritunar yfirlýsingar um samþykkt á veðsetningu fasteignarinnar að Engjavegi 8, ásamt fylgigögnum. R14010162
Samþykkt.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
18. Lögð fram tillaga borgarstjóra um að borgarráð samþykki drög að samningi við Situs ehf. um fyrirkomulag sölu á reit 6 á lóðinni Austurbakka 2, ásamt útboðsskilmálum fyrir reit 6, sem og drög að svonefndum „Escrow agreement.“ R13100412
Frestað.
19. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. janúar 2014, um veðheimild til Orkuveitu Reykjavíkur vegna endurfjármögnunar. Einnig er lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. janúar 2014, þar sem óskað er eftir samþykki eigenda á endurfjármögnuninni. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2014. R14010202
Vísað til borgarstjórnar.
- Kl. 10.12 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum og Þorleifur Gunnlaugsson víkur af fundi.
20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. janúar 2014:
Borgarráð samþykkir að stofnuð verði fjölskyldumiðstöð við Gerðuberg, Miðjan 111, með það að markmiði að byggja upp fjölskyldumiðstöð í Efra-Breiðholti er bjóði upp á þjónustu við íbúa er lagi sig að fjölbreyttum þörfum þeirra. Skipað verði innleiðingarteymi undir forystu hverfisstjóra Breiðholts er beri ábyrgð á breytingaferlinu og þrói samstarf um þjónustu við fjölskyldur í Efra-Breiðholti.
Jafnframt lögð fram tillaga og greinargerð um verkefnið, ásamt erindisbréfi, dags. 1. febrúar 2014. R14010275
Frestað.
Óskar Dýrmundur Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10.40 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum og Björk Vilhelmsdóttir víkur af fundi.
21. Fram fer kynning á dagskrá vetrarhátíðar 2014. R14010273
Einar Bárðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
22. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. janúar 2014, um veðheimild vegna fjármögnunar á fjárfestingum í endurvinnslustöðvum. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu bs., dags. 2. október 2013, sbr. samþykkt stjórnar Sorpu bs. frá 24. júní 2013, um samning við Endurvinnsluna hf. um móttöku á skilagjaldsskyldum umbúðum. Einnig lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 24. janúar 2014. R13100189
Vísað til borgarstjórnar.
23. Lögð fram tíma- og verkáætlun fjármálaskrifstofu, dags. 24. janúar 2014, vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2015 og fimm ára áætlunar 2015-2019. R14010255
Frestað.
24. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 24. janúar 2014, um efnahagshorfur og fjárhagsforsendur 2014-2018. R14010255
25. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 30. janúar 2014, um skattfrelsi séreignasparnaðar til niðurgreiðslu fasteignalána og áhrif þess á fjárhag Reykjavíkurborgar. R13010213
Borgarráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Borgarráð vekur athygli á niðurstöðum minnisblaðs fjármálaskrifstofu borgarinnar þar sem rakin eru með skýrum hætti neikvæð áhrif fyrirliggjandi tillagna og tengdra laga um ráðstöfun séreignasparnaðar til lækkunar höfuðstóls fasteignalána, annars vegar á útsvarstekjur, sem er helsti tekjustofn Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga, og hins vegar á launatengd útgjöld. Ljóst er að heildaráhrifin til tekjulækkunar og útgjaldaauka geta orðið um 7 milljarðar króna í heild. Þar af geta tekjur lækkað um 450 milljónir króna á þessu ári. Eðlilegt er að krefjast þess að borginni verði bættar útsvarstekjur sem falla endanlega niður og útgjöld sem falla til vegna þessara aðgerða.
26. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. í dag, um að borgarráð staðfesti viðauka við samning um innheimtuþjónustu milli Reykjavíkurborgar og Gjaldheimtunnar ehf., dags. 27. janúar 2014. R11120074
Samþykkt.
27. Lagt fram álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 34/2013, um erindi Íbúasamtaka miðborgar til borgarráðs. Jafnframt lagt fram bréf borgarritara, dags. 27. janúar 2014. R09090072
Borgarráð tekur undir þá málsmeðferð sem fram kemur í bréfi borgarritara.
28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að Reykjavíkurborg styrki hjúkrunarheimilið Eir um 22 m.kr. til að verða við áskorun sjálfseignarstofnunarinnar um neyðaraðstoð, sem nánar er útlistuð í greinargerð, og freista þess að tryggja rekstrarhæfi stofnunarinnar á þessu ári og framgang nauðasamninga félagsins. Reykjavíkurborg hefur fengið framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra til að byggja þjónustumiðstöð við Spöngina til að bæta öldrunarþjónustu. Ætlunin er að að hefja þar rekstur þjónustumiðstöðvar á þessu vori og fá einnig leyfi til reksturs 20 dagdvalarrýma fyrir heilabilaða. Af hálfu velferðarráðuneytisins hefur verið lýst yfir vilja til að reka 20 dagdvalarrými fyrir heilabilaða. Þessi styrkur er veittur með fyrirvara um að ríkisvaldið standi við ofangreind fyrirheit varðandi uppbyggingu þjónustu aldraðra í Spönginni, sbr. undirritaða yfirlýsingu þess efnis frá apríl 2012. Kostnaður verður þá fjármagnaður af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205. R13110188
Samþykkt.
29. Lagt fram afrit af bréfi heilbrigðisráðherra til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 24. janúar 2014, varðandi verklok þjónustu vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. R09090169
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu að bókun:
Heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) komi að gerð nýs samnings um sjúkraflutninga. Mikilvægt er að ná samkomulagi við ríkið um áframhaldandi samrekstur starfseminnar enda eru samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs ótvíræð. Aðskilnaður starfseminnar myndi hins vegar hafa í för með sér fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vegum SHS og myndi skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu. Lýst er stuðningi við stjórn SHS og staðfest umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram vegna endurnýjunar umrædds samnings. Borgarráð beinir því til stjórnar SHS að fallast á ósk heilbrigðisráðherra frá 24. þ.m. um að hefja að nýju samningaviðræður um sjúkraflutninga. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins og SSH komi að þeim samningi. Óvissa um sjúkraflutninga hefur staðið alltof lengi og er þess vegna lagt til að einungis verði gefinn mánuður til þess að láta á það reyna hvort samkomulagi verði náð. Grunnur að slíku samkomulagi verði sá samningsgrundvöllur sem þegar liggur fyrir á milli aðila og því ekki ástæða til þess að gefa samningaviðræðum lengri tíma.
Frestað.
Borgarráð samþykkir með fimm atkvæðum svohljóðandi bókun:
Borgarráð lýsir fullum stuðningi við stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og staðfestir umboð hennar í þeirri erfiðu vinnu sem farið hefur fram óslitið frá því í október 2011 vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum SHS. Samlegðaráhrif sjúkraflutninga og slökkviliðs eru ótvíræð auk þess sem fyrirsjáanleg fækkun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í SHS vegna aðskilnaðar sjúkraflutninga frá slökkviliði mun skerða öryggi á höfuðborgarsvæðinu. Skorað er á ríkisstjórn Íslands að standa við innihald þess samkomulagsgrundvallar sem gerður var milli aðila í febrúar 2013. Samningur á grundvelli samkomulagsins liggur fyrir en hefur hvorki verið undirritaður né hefur ríkið greitt fyrir þjónustuna í samræmi við kostnaðarmat sem honum lá til grundvallar og unnið var af óháðum aðila. Á meðan svo er niðurgreiða sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sjúkraflutninga en taka skal fram að sjúkraflutningar eru á verksviði ríkisins samkvæmt lögum. Borgarráð lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn SHS hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar. Það neyðarúrræði byggist ekki á einlægum vilja til þess að slíta samstarfi ríkis og sveitarfélaga og skilja að sjúkraflutninga og slökkvistarf, heldur á algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa í tillögu sína undir þessum sama lið.
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að bæta lýsingar og merkingar á gangbraut við gatnamót Þórðarsveigs og Andrésbrunns. R14010304
Frestað.
31. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lagfæra gangstétt á biðstöð strætisvagna á Arnarbakka við Maríubakka. Gangstéttin hallar verulega að götunni og skapar það hættu í þeirri hálku sem verið hefur ríkjandi að undanförnu. R14010305
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.13
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir