Borgarráð - Fundur nr. 5300

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2014, fimmtudaginn 23. janúar, var haldinn 5300. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru  Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Úlfhildur Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 8. og 20. janúar 2014. R14010033

2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 13. og 20. janúar 2014. R14010034

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 13. janúar 2014. R14010013

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 6. janúar 2014. R14010016

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 13. desember 2013. R13010032

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17. janúar 2014. R14010026

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. janúar 2014. R14010025

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.  R14010071

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2014, dags. í dag, ásamt fylgigögnum. R14010148

Frestað.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðarinnar nr. 3 við Birkimel. R14010187

Samþykkt.

Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Fram fer kynning á drögum að sameignarsamningi Orkuveitu Reykjavíkur og endurskoðaðri eigendastefnu. 

Elín Smáradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R10060067

- Kl. 9.40 víkur Ebba Schram af fundi og Kristbjörg Stephensen tekur þar sæti.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. janúar 2014, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. janúar sl., um styrkúthlutanir ráðsins fyrir árið 2014.

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R14010184

13. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra:

Borgarráð samþykkir að veita 13 milljónum króna til Grunnskólamóts höfuðborga Norðurlandanna, sbr. meðfylgjandi bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 16. janúar 2014. Fjárveiting komi af liðnum ófyrirséð, 09205.

Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 16. janúar 2014. R14010183

Samþykkt. 

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

14. Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 21. janúar 2014:

Borgarráð samþykkir að veita Fimleikasambandi Íslands styrk að fjárhæð 10 milljónir króna til þess að standa undir kostnaði vegna leigu á Íþrótta- og sýningarhöllinni og vegna áhorfendaaðstöðu í tengslum við EM í fimleikum 2014. ÍTR verði falin umsjón með uppgjöri og greiðslum í samræmi við samning borgarinnar við Fimleikasamband Íslands, dags. 24. apríl 2013. Kostnaður greiðist af liðnum ófyrirséð, 09205.

Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. janúar 2014. R14010182

Samþykkt. 

Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 16. janúar 2014, í máli nr. 394/2013, Linda Ósk Sigurðardóttir gegn Reykjavíkurborg. R12050040

16. Lagður fram dómur Hæstaréttar, dags. 16. janúar 2014, í máli nr. 169/2013, Reykjavíkurborg gegn Alberti Ríkarðssyni. R12050095

17. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 17. janúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um uppsagnir í skólamötuneytum vegna vanskila, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. desember 2013. R11090110

18. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 17. janúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ferð til Brussel, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. desember 2013. R13120072

19. Lagt fram svar staðgengils borgarstjóra, dags. 22. janúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um eftirlit með snjómokstri, hálkueyðingu, sópun og slætti, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. janúar 2014. R14010113

20. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 21. janúar 2014, um verk- og tímaáætlun vegna ársuppgjörs 2013. R14010210

Samþykkt. 

Vísað til meðferðar forsætisnefndar.

21. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu, dags. 20. janúar 2014, yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2014. R14010212

22. Fram fer kynning á forvali verkefna í hverfum Reykjavíkur, Betri hverfi 2014.

Hilmar Magnússon, Ámundi Brynjólfsson og Unnur Margrét Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13010170

23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna: 

Nú er ljóst að börnum er ekki vísað úr mötuneytum skóla. Það er vel, en ekki í samræmi við málflutning meirihlutans í tengslum við breytingatillögur Vinstri grænna. Þar hefur ítrekað verið fullyrt að ef hætt verði að vísa börnum úr þjónustu borgarinnar í innheimtuferlinu, geti það leitt til mun meiri vanskila og haft neikvæð áhrif á tekjur borgarinnar. Borgarráðsfulltrúinn óskar nú eftir minnisblaði með rökstuðningi: a. Fyrir því að þessi háttur er hafður á varðandi skólamáltíðir, þrátt fyrir að innheimtureglur borgarinnar kveði á um annað. b. Af hverju ekki er hægt að hafa sama hátt á varðandi leikskóla og frístundaheimili, fyrst reynslan sýnir að fyrirkomulagið veldur ekki fjárhagslegum usla í Reykjavík. c. Hvort þetta fyrirkomulag sé í samræmi við það jafnræði sem ítrekað hefur verið fjallað um, þegar ekki er beitt sömu innheimtuaðferðum fyrir sambærilega þjónustu. R11090110

24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarráð samþykkir að bjóða Íbúasamtökum Grafarvogs og Ungmennafélaginu Fjölni að skipa fulltrúa í stýrihóp, sem hefur með höndum stefnumótun um landnotkun í Gufunesi til framtíðar og nýtingarmöguleika á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ, á svæði gömlu öskuhauganna og Áburðarverksmiðjunnar. R13110186

Frestað.

25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Lagt er til að gerð verði ítarleg greining á þjónustukönnun Capacent. Markmiðið er að skilgreina og nýta þau margvíslegu skilaboð frá borgarbúum sem fram koma í könnuninni og að leita svara við því af hverju Reykjavíkurborg fær lægstu einkunn fyrir alla þá þjónustu sem borgin veitir í samanburði við önnur sveitarfélög og þá ekki síst þegar litið er til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarritara er falið að leggja fyrir borgarráð áætlun um það hvernig vinna megi úr þjónustukönnun Capacent. Höfuðmarkmiðið er síðan að nýta niðurstöður slíkrar greiningar til að bæta þjónustu Reykjavíkurborgar. R13120093

Frestað.

Fundi slitið kl. 10.50

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson   Elsa Hrafnhildur Yeoman

Júlíus Vífill Ingvarsson   Kjartan Magnússon

Oddný Sturludóttir   Sóley Tómasdóttir