No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 16. janúar, var haldinn 5299. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir, Júlíus Vífil Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Ólöf Örvarsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar 2014. R14010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál. R14010071
3. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R14010037
Samþykkt að veita André Bachmann styrk vegna jólahátíðar fatlaðra að fjárhæð kr. 250.000.
Samþykkt að veita Hrefnu Guðmundsdóttur styrk vegna málþings um hamingju, hagvöxt og framþróun að fjárhæð kr. 250.000.
Styrkumsókn Late Night Lights er hafnað.
Öðrum styrkumsóknum er frestað.
4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. janúar sl., á tillögu að reglum fyrir húsverndarsjóð Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2014. R14010129
Samþykkt.
5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. janúar 2014, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. janúar sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 13 við Krókháls. R14010128
Samþykkt.
6. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. desember sl., varðandi framkvæmdir við Hverfisgötu. Meðfylgjandi er svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2013. R13030101
7. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 7. nóvember 2013 um uppsetningu vegriða milli stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. janúar 2014, sbr. samþykkt ráðsins á umsögn um tillöguna. R13110076
Tillagan er felld með vísan til niðurstöðu í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Víða í borginni er mikilvægt að sett verði upp vegrið til að auka umferðaröryggi. Þetta á augljóslega við þar sem umferðarhraði er mestur og umferðin þyngst. Samantekt Umhverfis- og skipulagssviðs, sem gerð var að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sýnir að enn er langt í land að þessu leyti og rík ástæða til að hvetja Vegargerðina til að gera átak þar sem það á við. Jafnframt verði tekið tillit til þess að ekki sé með vegriðum skorið á hverfi og tillit tekið til allra samgöngukosta. Þá er rétt að benda á að auðveldlega má hanna og ganga frá vegriðum með þeim hætti að þau fari vel í borgarumhverfinu. Aðalatriðið hlýtur að vera að tryggja umferðaröryggi sem best.
8. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá 5. desember sl. um könnun á viðhorfi samstarfsaðila Barnaverndar Reykjavíkur ásamt bréfi velferðarsviðs, dags. 9. janúar 2014, með umsögn um tillöguna. R13120029
Tillagan er felld með vísan til niðurstöðu í umsögn velferðarsviðs með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
9. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 13. janúar 2014, varðandi áfangaskýrslu starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. R13090067
10. Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 31. október 2013, um tilnefningu aðila frá ráðuneytinu til viðræðna um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. R12110011 Samþykkt að óska eftir tilnefningum vegna viðræðnanna frá félags- og húsnæðismálaráðherra og frá öllum þingflokkum. Samhliða er óskað eftir því að skóla- og frístundasvið og fjármálaskrifstofa vinni áfram að samantekt til undirbúnings viðræðnanna.
11. Lögð fram drög að erindisbréfi, dags. í janúar 2014, vegna innleiðingar á hússnæðisstefnu Reykjavíkur, samstarf ríkis og borgar um uppbyggingu nýrra leiguíbúða. R14010124
12. Lögð fram drög að erindisbréfi, dags. í janúar 2014, vegna innleiðingar á hússnæðisstefnu Reykjavíkur, ný húsnæðissamvinnufélög. R13100446
13. Lögð fram drög að bréfi borgarstjóra, dags. 13. janúar 2014, til ESA (EFTA Surveillance Authority) varðandi nýju Reykjavíkurhúsin. R13010108
14. Lögð fram að nýju ályktun stjórnar SSH, dags. 6. janúar 2014, vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu ásamt samantekt slökkviliðsstjóra um viðræðu- og samningaferli vegna nýs samnings um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. R09090169 Jón Viðar Matthíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 8. janúar 2014, um styrkúthlutun mannréttindaráðs 2014. R14010103
16. Samþykkt að skipa Dag B. Eggertsson, Evu Einarsdóttur, Hermann Valsson, Hjálmar Sveinsson og Ingibjörgu Óðinsdóttur í stýrihóp um Gufunes. R13110186 Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs: Stýrihópurinn skal hafa samráð við Íbúasamtök Grafarvogs. Hópurinn njóti einnig liðsinnis verkefnisstjóra af umhverfis- og skipulagssviði, fulltrúa skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, skóla- og frístundasviði, íþrótta- og tómstundasviði og Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Gufunesbæjar, eftir þörfum.
17. Lögð fram að nýju tillaga að samkomulagi Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítala um uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri. R14010093
Samþykkt.
18. Lagt fram bréf skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 14. janúar 2014, varðandi leigusamning við Tjörnina veitingahús ehf. um veitingarekstur í Ráðhúsi Reykjavíkur. R14010147
Samþykkt.
19. Kynnt er ellefu mánaða rekstraruppgjör A-hluta, janúar-nóvember 2013. R13010156
20. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps um að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R14010146
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
21. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurn sína um viðbrögð við vangoldnum skuldum vegna skólamáltíða og ítrekar einnig margframkomnar áhyggjur sínar vegna seinagangs hvað viðkemur fyrirspurnum um þessi mál. Hér er um mikilvægar upplýsingar að ræða er varða almannahag, en borgarráðsfulltrúinn er ítrekað látinn bíða svo mánuðum skiptir eftir svörum. R11090110
22. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrirspurn sína um niðurstöður starfshóps um samþætta hverfisþjónustu og hlutverk hverfisráða sem fyrst var lögð fram í maí 2013 og ítrekuð í september. R12010121
23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna: Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir minnisblaði frá skrifstofustjóra borgarstjórnar um málsmeðferð og góða stjórnsýsluhætti og hvað almennt teljist eðlilegt að upplýsingaöflun kjörinna fulltrúa taki langan tíma. Ítrekaður dráttur á svörum við fyrirspurnum minnihlutans vekur upp spurningar um rétt kjörinna fulltrúa til upplýsinga og málsmeðferð almennt og stöðu meirihluta til að þagga niður óþægileg mál með þessum hætti. R13090136
Fundi slitið kl. 10.55
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir