No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2014, fimmtudaginn 9. janúar, var haldinn 5298. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram og Úlfhildur Þórarinsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 3. og 9. desember 2013. R13020044
2. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 6. janúar 2013. R14010034
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 12. desember 2013. R13010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 16. desember 2013. R13010013
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. desember 2013. R13010016
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 9. desember 2013. R13010017
7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. nóvember og 6. desember 2013. R13010032
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 17. desember 2013. R13010030
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. janúar 2014. R14010027
10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. janúar 2014. R14010025 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R14010071
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R13120007
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs þann 18. desember sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. R13120104 Samþykkt. Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.10 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
14. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. desember 2013, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs þann 13. desember sl., á nýjum samningi milli ÍTR og Fáks um rekstur Reiðhallarinnar til næstu þriggja ára. R13120100 Samþykkt. Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
15. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. desember 2013, sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs þann 13. desember sl., um úthlutun styrkja til viðhalds mannvirkja íþrótta- og æskulýðsfélaga í Reykjavík vegna ársins 2014. Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13120101
- Kl. 9.15 taka Hrólfur Jónsson og Hallur Símonarson sæti á fundinum.
16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 3. janúar 2014, um aflýsingu kvaðar í lóðarleigusamningi um forkaupsrétt fyrir Álftamýri 16-22. R14010077 Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. janúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki kauptilboð Reykjavíkurborgar í eignarlóð Faxaflóahafna við Sævarhöfða 31. R13090070 Samþykkt.
18. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. janúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki kauptilboð Reykjavíkurborgar í leigulóðarréttindi ásamt tilheyrandi fasteignum ríkisins að Sævarhöfða 31. R13090070 Samþykkt.
19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. janúar 2014, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 16 við Úlfarsbraut. R13070085 Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. janúar 2014, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki kaup Reykjavíkurborgar á eignarhlut ríkisins í hjúkrunarheimilinu Víðinesi. R12100348 Samþykkt.
21. Samþykkt að kjósa Evu Einarsdóttur, Hjálmar Sveinsson og Kjartan Magnússon sem varamenn í bílastæðanefnd. R12110126
22. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. janúar 2014, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi félagsmiðstöð við Austurbæjarskóla, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2013. R12010171
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að framkvæmdir skuli loks vera hafnar við félagsmiðstöð Austurbæjarskóla og að þannig hafi verið brugðist við fyrirspurn þeirra frá 14. nóvember sl. sem og tillögu Sjálfstæðisflokksins um málið frá 22. október 2010. Er ánægjulegt að metnaðarfullar hugmyndir Foreldrafélags Austurbæjarskóla og íbúa hverfisins um að útbúin verði félagsaðstaða í þágu skólans og hverfisins í umræddu geymsluhúsnæði, verði brátt að veruleika.
23. Lagt fram bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, dags. 30. desember 2013, varðandi tillögu um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri verði óbreytt frá fyrra ári eða 69%. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 7. janúar 2014. R14010080 Samþykkt.
24. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 20. desember 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 19. desember sl., um breytingu á 3. og 8. gr. reglna um fjárhagsaðstoð er varða einstaklinga sem fá fjarhagsaðstoð á grundvelli læknisvottorðs. R12120041 Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna. Vísað er til bókana í velferðarráði. Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 20. desember 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 19. desember sl., um breytingu á 8. gr. reglna um fjárhagsaðstoð varðandi einstaklinga sem afplána dóma. R12120041 Samþykkt. Stella K. Víðisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
26. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 23. desember 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 19. desember sl., um stefnu í málefnum utangarðsfólks 2014-2018. R13120117 Vísað til borgarstjórnar. Heiða Kristín Helgadóttir, Stella K. Víðisdóttir og Jóna Rut Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
27. Lögð fram tillaga að samkomulagi Reykjavíkurborgar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Landspítala um uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri. R14010093 Frestað.
28. Lögð fram ályktun stjórnar SSH, dags. 6. janúar 2014, vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lögð fram samantekt slökkviliðsstjóra um viðræðu- og samningaferli vegna nýs samnings um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. R09090169
29. Fram fer kynning á niðurstöðum vegna Reykjavíkur í þjónustukönnun sveitarfélaga 2013. Jóna Karen Sverrisdóttir frá Capacent tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R13120093
- Kl. 10.50 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Niðurstöður viðamikillar þjónustukönnunar sem Capacent hefur gert hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins er áhyggjuefni fyrir Reykjavík. Hún leiðir í ljós að í samanburði við önnur sveitarfélög er minnst ánægja meðal borgarbúa með þá þjónustu sem í boði er. Samkvæmt könnuninni er Reykjavíkurborg í neðsta sæti þegar borgarbúar eru spurðir um grunnskólana, leikskólana, þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu við fatlað fólk, gæði umhverfisins, aðstöðu til íþróttaiðkunar og þjónustu við aldraða.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun: Þjónustukönnun Capacent leiðir í ljós vísbendingar sem fyllsta ástæða er til að rýna betur í með tilliti til úrbóta. Athyglisvert er að um langa hríð hefur nokkurt ósamræmi verið milli þjónustukannana Reykjavíkurborgar og þjónustukönnunar Capacent. Í könnunum Reykjavíkurborgar, sem spanna rúmlega áratug og margfalt stærra úrtak svarar til um, t.d. þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundar, kemur Reykjavík afar vel út og hefur ánægja foreldra verið vaxandi frekar en hitt. Á heildina litið hækkar Reykjavík eilítið á milli ára í þjónustukönnun Capacent, sem er vel og mikilvægt að horfa til þarfra ábendinga svarenda um það sem betur má fara í Reykjavík.
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: Hvernig er staðið að eftirliti með snjómokstri, hálkueyðingu, sópun og slætti í borginni? Hver er kostnaðurinn við slíkt eftirlit og hvernig hefur hann þróast undanfarin sex ár? R14010113
Fundi slitið kl. 11.20
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir