No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 19. desember, var haldinn 5297. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Björn Axelsson og Ragnheiður Stefánsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist: 1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 9. og 16. desember 2013. R13100445
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10. desember 2013. R1310008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 9. desember. R13010015
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 12. desember 2013. R13010018
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 12. desember 2013. R13010019
6. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. og 18. desember 2013. R13010028 B-hluti fundargerðarinnar frá 18. desember samþykktur.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál. R13110248
8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 10 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R13120007
9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags 16. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. R13120088
- Kl. 9.25 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar breyttu skipulagi á Austurhafnarreitunum. Mikið hefur verið dregið úr uppbyggingarheimildum; hæðir húsanna hafa verið lagaðar betur að umhverfinu og gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu eru í samræmi við gildandi rammaskipulag af svæðinu og samgöngustefnu borgarinnar í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Það skal þó áréttað að byggingarmagn á svæðinu er til komið vegna eldri deiliskipulagsáætlana. Hefði Reykjavíkurborg ekki verið bundin af þeim má vera ljóst að umfangið hefði orðið smærra í sniðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:
Hörpureitur, sem nær frá Lækjartorgi að Hörpu, er eitt allra mikilvægasta og viðkvæmasta byggingarsvæðið í Reykjavík. Uppbyggingarheimildir sem ekki hafa enn verið nýttar á reitnum eru um 65.000 m2 en fimm stórar byggingar munu verða einkennandi fyrir svæðið. Til að setja það í samhengi er það meira að flatarmáli en verslunarmiðstöðin Kringlan er í dag. Flestar breytingar sem nú er lagt til að gera á gildandi deiliskipulagi bæta það. Þær snúa m.a. að því að laga skipulagið að þörfum lóðarhafa en stærsta breytingin felst í því að breyta gatnamótum Kalkofnsvegar og Geirsgötu úr Y gatnamótum eins og þau eru í dag í T gatnamót. Sú breyting mun hafa veruleg áhrif á stærðir aðliggjandi lóða á svæðinu. Uppbyggingarheimildir á lóð 2 munu minnka 4.500 m2 og lóð 6 mun stækka. Allt þetta kjörtímabil hafa legið fyrir hugmyndir um að breyta umræddum gatnamótum en því miður hefur tíminn ekki verið nýttur sem skyldi. Nú þegar fyrir liggur að framkvæmdaaðilar eru tilbúnir að hefja uppbyggingu er fyrst farið að skoða hvaða afleiðingar breytt umferðarskipulag mun hafa á svæðið og til hvers það mun leiða. Núverandi gatnamót virka prýðilega en enga brýna nauðsyn ber til að breyta þeim og síst af öllu í ljósi þeirrar lagalegu óvissu sem breytingunum mun fylgja. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir upplýsingum um það hvaða samskipti hafi átt sér stað á milli lóðarhafa og Reykjavíkurborgar vegna þessara breytinga. Ítrekað hefur verið óskað eftir minnispunktum eða fundargerðum en ekki hefur verið orðið við því. Það bendir til þess að samningaumleitanir hafi ekki borið árangur. Ef dregið er úr heimiluðu byggingarmagni með deiliskipulagi skapar það einum lóðarhafa tjón sem þarf að bæta. Eðlilegt er að borgarlögmaður fari yfir það og hver staða Reykjavíkurborgar verður í því sambandi. Með deiliskipulagsferli sem ekki er betur undirbúið en raun ber vitni eru líkur á að framkvæmdir frestist að óþörfu.
10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 18. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. R12100372 Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í samræmi við samkomulag um innanlandsflug frá 25. október 2013 verður nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst fyrir áramót og samhliða verður tilkynnt formlega um lokun þriðju brautar vallarins, NA-SV-braut. Með samþykkt skipulagsins og lokun brautarinnar geta framkvæmdir hafist á Hlíðarendasvæði þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð. Deiliskipulag þeirrar byggðar liggur fyrir. Reykjavíkurborg hefur jafnframt hafið undirbúning deiliskipulags fyrir íbúabyggð í Skerjafirði. Reykjavíkurborg vill þó jafnframt veita nefnd um nýtt flugvallarstæði, sem Ragna Árnadóttir veitir formennsku, fullt svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Því verður horft til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti sem svæðið varði, verði það niðurstaða nefndarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókunar sinna fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði frá 18. desember sl.
11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll. R13120098 Samþykkt.
Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Lögð er áhersla á að lendingarljósin munu fara yfir viðkvæmt náttúruverndarsvæði sem er jafnframt eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Það er mikilvægt að lágmarka umhverfisáhrif ljósanna þó að deiliskipulagsbreytingin sé nú samþykkt í auglýsingu. Gert er ráð fyrir að áfram verði unnið að einföldun þeirra og minnkun, þannig að sjónræn áhrif verði sem minnst, á meðan á auglýsingartíma stendur í samræmi við samkomulag borgarstjóra og innanríkisráðherra. Borgarráð felur jafnframt umhverfis- og skipulagssviði að bæta inn í skilmála deiliskipulagsins að umhverfis- og skipulagsráð skuli samþykkja útfærslu og útlit lendingarljósanna þegar að hönnun lokinni.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Krafa flugmálayfirvalda um að setja lendingarljós á þennan fallega stað undirstrikar það hversu frekur flugvöllurinn er í borgarlandslaginu.
12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. desember sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17. R13120079 Samþykkt.
- Kl. 10.40 víkur Hjálmar Sveinsson af fundinum og Oddný Sturludóttir tekur þar sæti.
13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. desember sl., um auglýsingu á tillögu varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. R13120078 Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2013, varðandi þjónustusamning á milli skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. desember 2013, ásamt fylgigögnum. R13120011 Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
15. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. desember 2013, ásamt drögum að samstarfssamningi skóla- og frístundasviðs við SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, er samþykkt voru á fundi ráðsins þann 11. desember sl. R12010145 Samþykkt.
16. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 16. desember 2013, þar sem lagt er til að samþykkja viðaukasamning við sjálfseignarstofnunina Fjölsmiðjuna fyrir árið 2013 og að samningsbundnar greiðslur greiðist af kostnaðarstað 09510. Greinargerð fylgir tillögunni. R12100369 Samþykkt.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Borgarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning við björgunarsveitirnar til 3ja ára, 2014-2016. Árlegt framlag borgarinnar verði 10 m.kr. með fyrirvara um fjárhagsáætlun. Greiðslur vegna samningsins komi af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur, nema árið 2014 komi til viðbótar 2 m.kr. af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. R13110210 Samþykkt.
18. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 28. nóvember sl. varðandi staðsetningu stórbílastæða við Lóuhóla og Seljabraut í Breiðholti. Jafnframt lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september 2013, sem samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 2. október sl., um erindi íbúasamtakanna Betra Breiðholt varðandi stórbílastæði í Breiðholti. R13110245 Borgarráð vísar tillögunni til frekari vinnslu við vinnu hverfisskipulags Breiðholts.
19. Lagt fram minnisblað Moody´s Investors Service, dags.16. desember 2013, varðandi lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt lögð fram skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur, „Planið, framvinda“, dags. 8. nóvember 2013. R13120080
20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 16. desember 2013, með hjálögðu samkomulagi sveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um að vinna saman að tilraunaverkefni um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum, ásamt fylgigögnum. R13030024 Samþykkt.
21. Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 10. desember 2013, varðandi endurskoðunaráætlun 2014-2015 sem samþykkt var í endurskoðunarnefnd þann 9. desember sl. Jafnframt lögð fram starfs- og endurskoðunaráætlun innri endurskoðunar 2014-2015. R13010213 Samþykkt.
22. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 4. desember 2013, í máli nr. E-3601/2012, MP banki hf. gegn Reykjavíkurborg. R12100329
23. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 1. desember 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki breytingu á ákvæðum um lausafjárstýringu hjá Reykjavíkurborg í gildandi reglum um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg sem tóku gildi 1. júní 2008. Greinargerð fylgir tillögunni. R13120090 Samþykkt.
24. Kynnt er tíu mánaða rekstraruppgjör a-hluta, janúar-október 2013. R13010156
25. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 16. desember 2013, um beiðni Langholtskirkju um niðurfellingu eftirstöðva skuldabréfs, útgefnu 12. júní 2009. R09030094 Umsögn fjármálaskrifstofu samþykkt.
26. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 16. desember 2013, þar sem lagt er til að borgarráð heimili fjármálastjóra að greiða upp skuldabréfaflokk RVK 05, á næsta gjalddaga flokksins, dags. 17. febrúar 2014. R05020009 Samþykkt.
27. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 17. desember 2013, um að borgarráð samþykki heimild til fjármálastjóra til að undirbúa, á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar 2014, lántökur á árinu 2014. R13120090 Samþykkt.
28. Fram fer kynning á samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi starfsmat. R13120010 Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Með vísan til 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. og 6. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Reykjavík er í samkeppni við einkaaðila þegar kemur að söfnun á endurvinnanlegum úrgangi. Samkvæmt lögum ber að leggja virðisaukaskatt ofan á þessa þjónustu og standa skil á honum, bæði einkaaðilar og sveitarfélög. Hvernig er þessu farið hjá Reykjavíkurborg, er virðisaukaskattur innheimtur af þessari þjónustu, ef ekki þá af hverju ekki? R13120105
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um stöðu framkvæmda við Hverfisgötu en ábendingar hafa borist um að seinkun á þeim hafi bitnað á jólaverslun við Laugaveg og aðrar nærliggjandi götur. Óskað er eftir því að umferð verði nú þegar hleypt á þann hluta Vitastígs þar sem framkvæmdum er lokið. R13120106
Fundi slitið kl. 12.10
Dagur B. Eggertsson
Áslaug Friðriksdóttir Einar Örn Benediktsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir