Borgarráð - Fundur nr. 5296

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 12. desember, var haldinn 5296. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Ebba Schram og Úlfhildur Þórarinsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 6. desember 2013. R13010020

2. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. desember 2013. R13010033

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. nóvember 2013. R13010034

4. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 11. desember 2013. R13010028 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R13110248

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 9 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13120007

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2013, ásamt drögum að viðauka við samning við Skáksamband Íslands, vegna 50 ára afmælis Reykjavíkurskákmótsins, um sérstakt fjárframlag að fjárhæð 3 m.kr. sem færist af liðnum ófyrirséð, 09205. R13090108 Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. nóvember sl., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 21 við Garðastræti. R13120039 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 9.15 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. desember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. desember sl., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðar nr. 66-68 við Laugaveg. R13090060 Samþykkt.

- Kl. 9.25 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. desember 2013, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 4. desember sl., um drög að þjónustusamningi skóla- og frístundasviðs við sjálfstætt starfandi grunnskóla. R13120043 Vísað til umsagnar borgarlögmanns og fjármálaskrifstofu.

11. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 9. desember 2013, sbr. samþykkt velferðarráðs þann 5. desember sl., um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar. R12120041 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. Ellý Alda Þorsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Fram fer kynning á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. R13090112 María Rún Bjarnadóttir, Hjördís Eva Þórðardóttir, Bergsteinn Jónsson og Stefán Ingi Stefánsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að bjóða út rekstur Hörpu, dags. 10. október 2013. Jafnframt lagðar fram umsagnir fjármálastjóra, dags. 22. nóvember 2013, og borgarlögmanns, dags. 9. desember 2013, ásamt bréfi ESA, dags. 11. desember 2013. R13010037 Vísað frá með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun: Fyrirkomulag rekstrar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur verið skoðað mjög ítarlega frá öllum hliðum undanfarin misseri. Niðurstaðan af þeirri rýni er það fyrirkomulag sem nú er starfað eftir. Rekstur menningar- og ráðstefnuhluta starfseminnar er aðskilinn og þess gætt að ráðstefnudeild Hörpu greiði sinn hluta af sameiginlegum rekstrarkostnaði byggingarinnar og greiði leigu á markaðskjörum. ESA hefur haft til skoðunar hvort starfsemi Hörpu samrýmist ríkisstyrkjareglum EES og niðurstaðan er sú að fjármögnun Hörpu samræmist þessum reglum. Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar telja því ekki ástæðu til að gera breytingar á rekstarfyrirkomulagi að svo komnu og leggja til að tillögunni sé vísað frá. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins vilji ekki leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Ýmislegt bendir til þess að hægt væri að ná fram sparnaði og hagræðingu í rekstri hússins með slíku útboði eins og fjölmörg dæmi eru um úr opinberum rekstri. Fýsilegt er að skoða slíka útboðsleið í hagræðingarskyni óháð aðskilnaði á rekstri menningar- og ráðstefnuhluta starfseminnar.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. nóvember 2013, um nýjan þjónustusamning milli Fjölsmiðjunnar og SSH og aðgerðir til að styrkja rekstrargrundvöll starfseminnar. Jafnframt lagðar fram umsagnir borgarritara, dags. 10. desember 2013, og velferðarsviðs, dags. 9. desember 2013. R12100369 Samþykkt.

15. Lagt fram svar borgarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 6. desember 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um innheimtureglur, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember 2013. R11090110

16. Lögð fram að nýju umsókn Kirkjugarða Reykjavíkur, dags. 3. desember 2013, um styrk vegna framkvæmda við Gufuneskirkjugarð. R13120006 Samþykkt að veita Kirkjugörðum Reykjavíkur styrk vegna framkvæmda við Gufuneskirkjugarð að fjárhæð kr. 4.700.000,- af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

17. Lagt fram að nýju bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 26. nóvember 2013, ásamt drögum að samningi á milli innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni hælisleitenda. R11060051 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

18. Lagt fram svar mannréttindaskrifstofu, dags. 10. desember 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um móttöku hælisleitenda, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. desember 2013. R11060051

19. Lagt fram bréf hjúkrunarheimilisins Eirar, dags. 20. nóvember 2013, um rekstraráætlun stofnunarinnar næsta ár og ósk um stuðning Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram svarbréf borgarritara til Eirar, dags. 8. desember 2013. R13110188

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. desember 2013: Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2014 verði 14,52% með þeim fyrirvara að frumvarp um hækkun hámarksútsvars í 14,52% verði að lögum. Greinargerð fylgir tillögunni. R13100361 Vísað til borgarstjórnar.

21. Lagt fram bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. desember 2013, um sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Veitum. R13120053 Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna. Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Hálfdan Gunnarsson og Elín Smáradóttir taka sæti á fundinum við afgreiðslu málsins.

22. Lagt fram bréf Söngskólans í Reykjavík, dags. 5. desember 2013, með ósk um styrk til að greiða niður fasteignagjöld. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálastjóra, dags. 7. desember 2013. R11030099 Synjað með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

23. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra, dags. 6. desember 2013, um frummat á áhrifum aðgerðaáætlunar ríkisstjórnar vegna verðtryggðra fasteignalána á útsvarstekjur 2014. R13120046

24. Lögð fram skýrsla skrifstofu eigna og atvinnuþróunar um framkvæmdir og fjárfestingar Reykjavíkurborgar 2014-2018. R13100359

25. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. 10. desember 2013, um viðauka við fjárhagsáætlun 2013. R13030069 Vísað til borgarstjórnar.

26. Fram fer kynning á stöðu lóðamála við Austurhöfn. R13120071

27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna: Hversu margar uppsagnir hafa verið sendar á foreldra grunnskólabarna vegna vanskila í skólamötuneytum borgarinnar undanfarið ár? Hvernig er framkvæmd þeirra uppsagna framfylgt í grunnskólunum? R11090110

28. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Óskað er eftir upplýsingum um nýafstaðna ferð borgarstjóra og formanns borgarráðs til Brüssel. Óskað er eftir upplýsingum um tilefni ferðarinnar, dagskrá og þátttakendur. Einnig er óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað við ferðina. R13120072

Fundi slitið kl. 11.58

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir