Borgarráð - Fundur nr. 5295

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 5. desember, var haldinn 5295. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Stefánsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 8., 12. og 22. nóvember 2013. R13020044

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. nóvember 2013. R13010011

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 27. nóvember 2013. R13010012

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 18. nóvember 2013. R13010015

5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 18. nóvember 2013. R13010017

6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 28. nóvember 2013. R13010018

7. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. nóvember 2013. R13010033

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. desember 2013. R13010028

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R13110248

10. Fram fer kynning á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. R11090095

Hrafnkell Proppé, Haraldur Sigurðsson, Páll Hjalti Hjaltason, Eva Einarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.20 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.

11. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 26. nóvember 2013, varðandi breytingar á samþykkt fyrir menningar- og ferðamálaráð. R13110241

Vísað til borgarstjórnar.

Svanhildur Konráðsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Fram fer kynning á helstu niðurstöðum úr PISA rannsókn 2013. R13120021

Ragnar Þorsteinsson og Hildur Björk Svavarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

13. Lögð fram umsókn Kirkjugarða Reykjavíkur dags. 3. desember um styrk vegna framkvæmda við Gufuneskirkjugarð. R13120006

Frestað.

14. Lögð fram tillaga að umsögn borgarráðs, dags. í desember 2013, varðandi þingsályktunartillögu um byggingu nýs Landspítala; þingskjal 10 – 10. mál, 143. löggjafarþing 2013-2014. R13110161

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 26. nóvember 2013, ásamt drögum að samningi á milli innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um málefni hælisleitenda. R11060051

Frestað.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir greinargerð með umfjöllun um reynslu annarra sveitarfélaga af móttöku og vistun hælisleitenda. Hver er meðal-vistunartími hælisleitenda? Hvaða vandamál hafa komið upp vegna slíkrar starfsemi og hvernig hefur verið tekist á við þau? Með hvaða hætti væri unnt að standa að móttöku og vistun hælisleitenda í Reykjavík, t.d. með tilliti til húsnæðismála?

16. Lagt fram bréf mannréttindastjóra og skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 4. desember 2013, varðandi erindi Menningarfélags múslima, dags. 15. september sl., um úthlutun lóðar fyrir mosku. R12030126

Samþykkt.

Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

17. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 22. nóvember 2013, í máli nr. E-3428/2012, Kaupþing hf. gegn Reykjavíkurborg. R12100293

18. Fram fer umræða um afleiðingar innbrots á heimasíðu Vodafone. R13120009

Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

19. Lagt fram að nýju bréf velferðarráðuneytisins, dags. 20. nóvember 2013, þar sem óskað er tilnefningar í stjórn lánatryggingarsjóðs kvenna. R13090179

Samþykkt að tilnefna Heiðu Kristínu Helgadóttur og Barða Jóhannsson í stjórnina.

20. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember 2013, varðandi heimild til hækkunar útsvarsálagningar fyrir árið 2014. R13100361

Vísað til meðferðar fjármálaskrifstofu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

21. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 27. nóvember 2013, varðandi breytingar á fjárhagsáætlun 2013. R13030069

Vísað til borgarstjórnar.

22. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps um að borgarráð samþykki tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. R12100393

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

23. Lögð fram greinargerð fjármálaskrifstofu, dags. 28. nóvember 2013, við framlagningu níu mánaða uppgjörs Reykjavíkurborgar 2013. R13110201

24. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að óskað verði eftir því við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd að hún kanni viðhorf samstarfsaðila Barnaverndar Reykjavíkur til stofnunarinnar og  reynslu þeirra af samstarfinu. Með samstarfsaðilum er meðal annars átt við Barnaverndarstofu, meðferðaraðila, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, stuðningsforeldra, fósturforeldra, og persónulega ráðgjafa. Enn fremur verði Rannsóknarstofnunin fengin til að kanna viðhorf notenda þjónustunnar, foreldra og barna.

Greinargerð fylgir tillögunni. R13120029

Frestað.

25. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að Austurvöllur verði endurskipulagður með þarfir fjölskyldufólks í huga og meðal annars verði þar leiktæki fyrir börn. Í þessu skyni  verði efnt til hugmyndasamkeppni meðal íbúanna.

Greinargerð fylgir tillögunni.  R13120030

Frestað.

26. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir upplýsingum  um framkvæmdir við Hverfisgötu og skýringum á því af hverju framkvæmdum, sem átti að ljúka í nóvember, er ekki lokið. Hætta er á að umræddar tafir muni hafa neikvæð áhrif á jólaverslun í miðborginni. R13030101

Fundi slitið kl. 12.40

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson   Elsa Hrafnhildur Yeoman

Kjartan Magnússon   Júlíus Vífill Ingvarsson

Oddný Sturludóttir   Þorleifur Gunnlaugsson