Borgarráð - Fundur nr. 5292

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 14. nóvember, var haldinn 5292. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Ebba Schram. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 6. og 27. september og 11. og 25. október 2013. R13100445

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 11. nóvember 2013. R13010030

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. nóvember 2013. R13010028 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál. R13100469

5. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R13110001

6. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039 Samþykkt að veita Hagsmunasamtökum heimilanna rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000.-

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. nóvember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. nóvember sl., á tillögu að deiliskipulagi á reitnum Einholti-Þverholti. R12060152 Samþykkt.

- Kl. 9.07 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram dómnefndarálit opinnar hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og útilaug við Sundhöll Reykjavíkur, dags. í nóvember 2013. R12030102 Nikulás Úlfar Másson, Karl Magnús Karlsson og Ólafur Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna: Borgarráð fagnar niðurstöðu úr samkeppni um útilaug við Sundhöllina og felur umhverfis- og skipulagssviði að hefja þegar undirbúning að framkvæmdinni í samræmi við fjárfestingaáætlun borgarinnar.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. nóvember 2013, sbr. samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 2. október sl., á tillögu um aðgerðaáætlun gegn hávaða 2013-2018. R13110072 Samþykkt. Ólafur Bjarnason og Stefán Finnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra skrifstofu þjónustu og reksturs, ódags., varðandi drög að samkomulagi vegna kostnaðar við veitingarekstur í Ráðhúsinu. R13050008 Samþykkt. Eyþóra Geirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lagt er til að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti Sigrúnar Elsu Smáradóttur í stjórn Svanna, lánatryggingasjóðs kvenna. R13090179 Samþykkt.

12. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness, dags. 12. nóvember 2013, vegna endurskoðunar svæðisskipulags, sbr. bókun bæjarstjórnar Seltjarnarness 8. maí 2013 og bókun við samþykkt svæðisskipulags í svæðisskipulagsnefnd 18. október 2013. R11090095 Frestað.

13. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 11. nóvember 2013, varðandi frumvarp að fjárhagsáætlun 2014 og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. R13010213

14. Lögð fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaga um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 2013, ásamt fylgigögnum, og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. október 2013. R13100307 Samþykkt.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðs: Borgarráð lýsir yfir ánægju með nýjan samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins (hér eftir nefnt SHB), sem tekur mið af úttekt innri endurskoðunar á rekstri og stjórnsýslu skíðasvæðanna frá ágúst 2012 og leggur áherslu á að öll sveitarfélög sem eiga aðild að samstarfssamningnum séu sammála um eftirfarandi atriði: 1. Eigendavettvangur skíðasvæðanna fer með eftirlit með rekstri skíðasvæðanna, sbr. 3. tölul. 2. mgr. greinar 2.2. 2. Framkvæmdastjóra ÍTR ber fyrir hönd SHB til að taka stærri ákvarðanir um gerð samninga á grundvelli skilgreindra innkaupaferla, sbr. 4. gr. í fskj. nr. 1. 3. Fjárframlög til reksturs, framkvæmda, viðhalds og tækjakaupa skíðasvæðanna árin 2015 og 2016 eru háð fyrirvara um fjárhagsáætlanir fyrir þessi ár, sbr. 2. mgr. greinar 2.5. 4. Eignarhlutir aðildarsveitarfélaga í fjárfestingum í mannvirkjum SHB sem verða til á gildistíma samningsins, auk fyrri fjárfestinga, skulu skráð hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig.

15. Lögð fram tillaga fjármálaskrifstofu, dags. 11. nóvember 2013, varðandi gjaldskrárhækkanir Reykjavíkurborgar. R13010213 Samþykkt.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa harðlega gagnrýnt tillögur meirihluta Samfylkingar og Besta flokks um gjaldskrárhækkanir sem lagðar voru fram í borgarstjórn 29. október sl. Slíkar gjaldskrárhækkanir eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og eru langt umfram verðlagsþróun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa tekið undir þá gagnrýni og forseti ASÍ sagði á formannafundi að þetta væri ,,algerlega galin aðgerð“ sem bitnaði mest á einstæðum foreldrum og öryrkjum. Gjaldskrárhækkanir meirihluta borgarstjórnar á þessu kjörtímabili hafa þegar haft veruleg áhrif á kaupmátt og greiðslugetu heimilanna. Stjórnsýsla sem byggist á því að skjóta fyrst og spyrja svo fær ekki háa einkunn. Nú þegar hafa aðgerðir meirihlutans skapað ólgu og óvissu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að undir gagnrýni þeirra hefur nú verið tekið og brugðist við henni.

16. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Á fjárhagsáætlun 2013 er 20 milljónum króna varið til stofnframkvæmda vegna félagsmiðstöðvar við Austurbæjarskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvort framkvæmdir séu hafnar og skýringa á því ef svo er ekki. R12010171

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að sem fyrst verði efnt til sameiginlegs fundar borgarfulltrúa og stjórnar Íbúasamtaka Úlfarsárdals um uppbyggingu í hverfinu og önnur hagsmunamál íbúa. R12110045 Frestað.

18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að samið verði við Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi, um áframhaldandi afnot af núverandi aðstöðu félagsins á Korpúlfsstöðum sem hýsir Listasmiðjuna í dag. Félagið hefur þurft að takmarka þátttöku í tréútskurði á Korpúlfsstöðum og verður ekki séð að hægt sé að veita þessa þjónustu með fullnægjandi hætti í nýjum húsakynnum í Spöng. R13110114 Frestað.

19. Enn eina ferðina ítrekar borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna fyrirspurn sína um fjölda barna sem farið hafa á mis við grunnþjónustu vegna ósanngjarnra innheimtureglna. Málsmeðferð meirihlutans er með slíkum ólíkindum að ekki verður við unað. R11090110

Fundi slitið kl. 10.19

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Jón Gnarr Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir