Borgarráð - Fundur nr. 5291

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 7. nóvember, var haldinn 5291. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir og Ebba Schram. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 21. október 2013. R13010013

2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 1. nóvember 2013. R13010020

3. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. nóvember 2013. R13010028 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R13100469

5. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039 Samþykkt að veita samtökum leigjenda á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 600.000.- til reksturs samtakanna. Samþykkt að vísa umsókn MARK til meðferðar mannréttindaskrifstofu. Öðrum styrkumsóknum er synjað.

- Kl. 9.13 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október sl., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla. R13110008 Samþykkt.

7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. nóvember 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 3. áfanga. R13100419 Samþykkt.

8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október sl., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar. R13110004 Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október sl., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals vegna lóðar nr. 32 við Holtaveg. R13080059 Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október sl., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Klettagarða. R13110002 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október sl., um tillögu varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits, ásamt fylgigögnum. R13070122 Frestað.

- Kl. 9.30 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október sl., um stefnu Reykjavíkurborgar í trjáræktarmálum. R13100460 Vísað til borgarstjórnar. Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.35 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundi.

13. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. nóvember 2013, þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg falli frá forkaupsrétti á fasteignum á lóð nr. 35 við Suðurhlíð. R12100292 Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 4. nóvember 2013, um framsal byggingarréttar og höfnun forkaupsréttar á lóð nr. 12-14 við Skógarveg. R13110020 Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 6. nóvember 2013, varðandi greiðsluskilmála og greiðslu gatnagerðargjalda vegna Bauganess 31a. R13100334 Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2013, varðandi undanþágu vegna lóðar nr. 100 við Haukdælabraut frá almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns dags. 4. nóvember 2013. R10020093 Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. nóvember 2013, ásamt bréfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 25. ágúst 2013, um tillögu um að fella út viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur um fullnaðarafgreiðslur menningar- og ferðamálaráðs án staðfestingar borgarráðs. R13060019 Samþykkt. Vísað til borgarstjórnar.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. október 2013, um breytingar á samþykktum Minjasafns, Listasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. R13100462 Samþykkt. Vísað til borgarstjórnar.

19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 30. október 2013, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 28. október sl., á tillögu að uppsetningu á garði til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði. R13100463 Hafþór Yngvason, Margrét Sigurðardóttir, Þórólfur Jónsson og Signý Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs vegna staðsetningar, auk þess sem málinu er vísað til skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til vinnslu við gerð fjárfestingaáætlunar.

20. Lögð fram tillaga og greinargerð borgarfulltrúa Vinstri grænna um að viðskiptavinir bílastæðahúsa fái frítt í strætó, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 18. júní 2013. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 21. september 2013 og umsögn bílastæðanefndar, dags. 14. október 2013. R13060077 Vísað til meðferðar bílastæðanefndar.

21. Lagðar fram umsagnir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. september 2013, og stjórnar SSH, dags. 21. október 2013, um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um löggæslumálefni, dags. 16. apríl 2013. R13040049

Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun: Samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar er með miklum ágætum. Borgarstjóri og lögreglustjóri hittast mánaðarlega. Á vettvangi SSH er einnig samráð við lögregluna en lögreglustjóri kemur reglulega inn á fundi stjórnar SSH. Þá hittast embættismenn reglulega til að fara yfir umferðaröryggismál og fleira. Að þessu sögðu telur meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ekki ástæðu til að fjölga nefndum. Það er óþarfi að stofna til sérstakrar nefndar um samráð sem þegar er í mjög góðum farvegi.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Við hörmum að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins skuli hafna tillögu Sjálfstæðisflokksins um aukið samstarf lögreglu og Reykjavíkurborgar um löggæslumálefni. Samstarfið felst nú aðallega í mánaðarlegum fundum tveggja embættismanna, þ.e. borgarstjóra og lögreglustjóra. Eftir því sem næst verður komist liggja ekki fundargerðir eftir þessa fundi og eiga borgarfulltrúar því óhægt um vik að afla sér upplýsinga um þá eða fylgjast með umræddu samstarfi að öðru leyti. Var þessu öðruvísi farið þegar sérstök samstarfsnefnd lögreglu og Reykjavíkurborgar var mikilvægur vettvangur fyrir samskipti þessara aðila en í nefndinni sátu kjörnir fulltrúar frá meirihluta og minnihluta borgarstjórnar. Óskað er eftir því að skrifaðar verði fundargerðir á fundum borgarstjóra og lögreglustjóra og þær lagðar fyrir borgarstjórn svo fljótt sem auðið er.

22. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um leiksvæði í Grafarvogi, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. september 2013. R13090028

23. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 5. nóvember 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um íþróttaaðstöðu barna og ungmenna í Grafarvogi, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. október 2013. R13060044

24. Lögð fram skýrsla starfshóps um málefni ungmennafélagsins Fjölnis, dags. 2. september 2013, ásamt bréfi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 23. september 2013. R13060044 Vísað til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundasviði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

25. Lagt fram erindi Icecard ehf., dags. 21. mars 2013, um hugmyndir að fríhafnarsvæði við höfnina fyrir skemmtiferðaskip. Jafnframt lagt fram minnisblað stjórnar Faxaflóahafna sf. um málið, dags. 7. júní 2013 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2013, þar sem fram kemur að fríhafnarsvæði komi ekki til greina á Miðbakka. R13030138 Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

26. Lagt fram að nýju bréf borgarlögmanns, dags. 29. október 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að taka eignarnámi umferðarkvöð á lóð nr. 87 við Laugaveg. Jafnframt lagt fram bréf Nordik lögfræðiþjónustu, dags. 30. september 2013, með andmælum eiganda við eignarnáminu. R09100264 Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

27. Lögð fram skýrsla um yfirlit sumarstarfa hjá Reykjavíkurborg 2013. R13030070 Ragnhildur Ísaksdóttir og Sigurbjörg Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

28. Lagt er til að skipa Dag B. Eggertsson í stýrihóp um málefni Reykjavíkurflugvallar. R12100372 Samþykkt.

29. Kynnt er tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 6. nóvember 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi tilboð í skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 19 1. Greinargerð fylgir tillögunni. R12100393 Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

30. Lagt er til að Bjarni Þór Sigurðsson taki sæti sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði í stað Stefáns Benediktssonar. R10060076 Vísað til borgarstjórnar.

31. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira. R13110076 Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

32. Borgarráðfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar enn eina ferðina fyrirspurn sína um hversu mörgum börnum hefur verið vísað frá grunnþjónustu borgarinnar á grunni umdeildra innheimturegla. Frekari dráttur á svari getur varla talist eðlilegur, enda um mikilvægar upplýsingar að ræða sem varða almannaheill og hag borgarbúa. R11090110

Fundi slitið kl. 10.48

Dagur B. Eggertsson

Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir