Borgarráð - Fundur nr. 5290

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, fimmtudaginn 31. október, var haldinn 5290. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og Oddný Sturludóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson og Ebba Schram. Fundarritari var Helga B. Laxdal.

1. Lagðar fram fundargerðir bílastæðanefndar frá 23. apríl, 3., 10. og 31. maí og 24. júní 2013. R13100445

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 21. október 2013. R13010015

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. september 2013. R13010032

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18. október 2013. R13010029

5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október 2013. R13010028 B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R13090117

- Kl. 9.08 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 9.10 tekur Einar Örn Benediktsson sæti á fundinum.

7. Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. október 2013, varðandi uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt fylgigögnum. R13090090 Eiríkur Hjálmarsson og Elín Smáradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 9.15 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

8. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 21. október 2013, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tvo húsaleigusamninga varðandi Laugaveg 105 fyrir nýsköpunarmiðstöð skapandi greina. R13060151 Samþykkt.

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október sl., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 3. áfanga. R13100419 Frestað. Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og liðum 10-15 á dagskrá.

10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október sl., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4 og 6 við Laugaveg. R13100417 Samþykkt.

11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. október sl., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12-14 við Mjölnisholt. R13100418 Samþykkt.

12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. október sl., um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, flugstjórnarmiðstöð. R13100219 Samþykkt.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október sl., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 26-30 við Skyggnisbraut. R13100416 Samþykkt.

14. Fram fer kynning á niðurstöðum samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. R13100452

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs s.d., varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga ásamt umhverfisskýrslu. Jafnframt lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. október 2013, um málið. R13010103 Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn tillögunni.

Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 29. október 2013, varðandi andmæli lóðareiganda vegna fyrirhugaðs eignarnáms umferðarkvaðar á lóð nr. 87 við Laugaveg. R09100264 Frestað.

17. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 28. október 2013, með tillögu um framlengingu á dómsátt við S10 ehf. R13020120 Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. október 2013, varðandi þóknun til yfirkjörstjórnar í borgarstjórnarkosningum 31. maí 2014. R13050142 Samþykkt.

19. Lagt fram samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, dags. 25. október 2013, um innanlandsflug auk viðauka Reykjavíkurborgar og ríkisins, dags. 25. október sl. Bæði samkomulögin eru undirrituð með fyrirvara um samþykki borgarráðs. R12100372 Samþykkt.

20. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2013, um þátttöku borgarinnar í tilraunaverkefni velferðarráðuneytis og fjármálaráðuneytis um jafnlaunastaðalinn. R10090203 Samþykkt. Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

21. Lagt fram opið bréf GÆSar til borgarráðs, dags. 20. október 2013, um áframhaldandi samstarf við Reykjavíkurborg. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og mannréttindaskrifstofu, dags. 29. október 2013.

Borgarráð felur mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að funda með málsaðilum og undirbúa í framhaldinu drög að svörum borgarráðs. Anna Kristinsdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13060002

22. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 8. október 2013, um frumvarp að fjárlögum og áhrif á forsendur fjárhagsáætlunar 2014. Jafnframt lagt fram minnisblað, dags. 28. október 2013, vegna fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar með fjárlaganefnd s.d. R13010213

23. Kynnt er átta mánaða uppgjör A-hluta 2013. R13010156

24. Lögð fram kynning á samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. R13100305 Hilmar Magnússon og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

25. Kynnt er ferð borgarstjóra til Oslóar 5.-7. nóvember 2013. R13100471

26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Borgarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að ráðast í lagningu steypts slitlags á umferðarþungum götum í Reykjavík í því skyni að draga úr svifryksmengun og auka umferðaröryggi í borginni. Greinargerð fylgir tillögunni. R13100467 Frestað.

27. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Í samræmi við 60 gr. sveitarstjórnarlaga hefur Bílastæðasjóður frá stofnun verið færður í B-hluta fjárhagsáætlana og ársreikninga Reykjavíkurborgar. Í lagareininni stendur að í A-hluta skuli vera stofnanir og sjóðir sem sinna starfsemi sem fjármögnuð er að hluta eða alveg af skatttekjum, en í B-hluta skuli vera rekstrareiningar sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir því að Bílastæðasjóður hefur verið færður úr B-hluta í A-hluta í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sem lögð var fram í borgarstjórn 29. október sl. Þessi tilfærsla hefur veruleg áhrif á niðurstöður fjárhagsáætlunar, gerir samanburð á milli ára óljósan og verður ekki annað séð en að hún sé gerð í þeim tilgangi að fegra rekstrarniðurstöður A-hlutans. Þá er óskað upplýsinga um það hvar og hvenær sú ákvörðun var tekin að færa Bílastæðasjóð úr B-hluta í A-hluta. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks áskilja sér rétt til þess að leita einnig álits á þessu eftir öðrum leiðum. R13100468

Fundi slitið kl. 11.17

Dagur B. Eggertsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Einar Örn Benediktsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir