Borgarráð - Fundur nr. 5288

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2013, föstudaginn 25. október, var haldinn 5288. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.34. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Karl Sigurðsson, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir og Hallur Símonarson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014. Kynntar eru fjárhagsáætlanir íþrótta- og tómstundasviðs, Orkuveitu Reykjavíkur, áætlanir vegna sameiginlegs kostnaðar, Félagsbústaða, Faxaflóahafna, ÍSH, menningar- og ferðamálasviðs og Strætó.

- Kl. 8.38 taka Elsa Hrafnhildur Yeoman og Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
- Kl. 8.51 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
- Kl. 10.30 tekur Einar Örn Benediktsson sæti á fundinum og Karl Sigurðsson víkur.
- Kl. 11.36 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.

Eva Einarsdóttir, Ómar Einarsson, Ingvar Stefánsson, Bjarni Freyr Bjarnason, Óskar Sandholt, Sigurður Páll Óskarsson, Sigurður K. Friðriksson, Gísli Gíslason, Hjálmar Sveinsson, Sveinn Hannesson, Óli Öder Magnússon, Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Reynir Jónsson og Ástríður Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13010213

Fundi slitið kl. 12.20

Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir